Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Blaðsíða 75

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Blaðsíða 75
sem hin settu lög létu ósvarað. Þangað gætu dómarar leitað án þess að leggja sjálfir neitt af mörkum. Vel má vera að eitthvað eimi eftir af þessum hugmynd- um, þó þannig að löggjafarsamkundan er nú komin í stað einvaldskonungsins og réttarheimildir eins og eðli máls og meginreglur laga í stað eðlisréttarins. Á einveldisöld var mótuð kenningin um þrískiptingu ríkisvaldsins og sam- kvæmt henni var hlutverk löggjafans að setja lög, en dómstólanna að túlka þau. Ef leggja á hana til grundvallar er ljóst að ekkert svigrúm er fyrir dóm- stóla til að setja þjóðfélaginu reglur, enda ekki gert ráð fyrir því. Þess ber þó að gæta að hér og í nálægum ríkjum er þrískipting ríkisvaldsins engan veginn gagnger þannig að hún þarf ekki að leiða til þessarar niðurstöðu. Mestu mun hér þó valda að dómstólar telja sig ekki hafa umboð sambærilegt því sem löggjafinn hefur til að setja almenn fyrirmæli. Hann sæki umboð sitt til þjóðarinnar, en dómarar sem þjóðhöfðinginn skipar að tillögu og á ábyrgð ráðherra hafi ekki sambærilegt vald. Af þessum sökum skírskota dómstólar langoftast til reglna sem taldar eru gildandi þegar þeir dæma í málum þar sem ekki nýtur settra reglna. Hér má nefna dæmi. Hæstaréttardómar 1968, bls. 1007. L og V ritstýrðu bókinni „Læknar á íslandi“ þar sem voru æviágrip lækna. Sendu þeir út eyðublað þar sem meðal annars var óskað upplýsinga um kynforeldra kjör- barna. H sem hafði ættleitt bam gat þess á eyðublaðinu að bamið væri kjörbarn, en greindi ekki frá því hverjir væru kynforeldrar þess. Þeir L og V öfluðu þá vitn- eskju um það úr þjóðskrá og hugðust birta í ritinu. H fekk þá lagt lögbann við því að þessar upplýsingar yrðu birtar. Með skírskotun til gmndvallarreglna persónurétt- arins var niðurstaðan í bæjarþingi Reykjavíkur sú að H ætti rétt á að meina birtingu á nöfnum kynforeldra kjörbarnsins. Niðurstaðan var staðfest í Hæstarétti með þess- um rökstuðningi: „Samkvæmt grunnreglum laga um þagnarvemd einkalífs á stefndi [H] rétt til þess, að nöfn náttúrlegra foreldra kjörbams hans, þess, sem í máli þessu greinir, verði eigi birt í ritinu „Læknar á Islandi", sem áfrýjendur [L og V] ritstýra". Hér eru dómstólar - héraðsdómur og Hæstiréttur - í reynd að setja afmarkaða reglu þess efnis að óheimilt sé að birta nöfn kynforeldra kjörbams gegn vilja kjörforeldris. Slíkrar reglu naut ekki við áður. Þeir kjósa hins vegar að skír- skota til gmnnreglna sem þegar gilda, en eru ekki nánar tilteknar. Hæstaréttardómar 1986, bls. 935. H sat í gæzluvarðhaldi og var með úrskurði sakadóms synjað að neyta kosningaréttar í sveitarstjórnarkosningum. Hann kærði úrskurðinn. í dómi Hæstaréttar sagði að það væri undirstöðuregla í sambandi við þvingunarráðstafanir vegna rannsóknar í opin- bem máli að þeim væri hagað á þann veg að sökunaut yrði sem minnst óhagræði að. Var ekki talið að vandkvæði væru á því að H væri gefinn kostur á að neyta at- kvæðisréttar eða ástæða væri til að ætla að það stofnaði í hættu markmiði gæzlu- varðhaldsins. 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.