Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Side 10

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Side 10
fyrir sig, en þá er bót í máli að hann á sér að jafnaði marga málsvara meðal núlifandi fræðimanna. En það eru rökin og réttlætingarnar sem mestu skipta. Astæðan til þess að ég sný mér nú að þrískiptingu ríkisvaldsins er ekki sú að ég er að skrifa fyrir lögfræðinga. Hún er hin að ég tel mér trú um að fjölræði, eins og ég hef lýst því, sé að stofni til ekkert annað en yfirfærsla þessarar þrí- greiningar hins fomhelga rfkisvalds - stjómar, þings og dómstóla - yfir á marg- víslegar aðrar stofnanir samfélagsins þannig að sjálfstæðir fjölmiðlar, sjálf- stæðir háskólar, sjálfstætt skólakerfi yfirleitt, sjálfstæð kirkja, sjálfstætt menn- ingarlíf, sjálfstætt atvinnulíf, sjálfstæð verkalýðshreyfing verði að einkennum á fjölræði. 2. UPPTÖK SKIPTINGAR RÍKISVALDSINS I söguágripum nú á dögum er hugmyndin um þrískiptingu ríkisvaldsins oftast rakin til Englendingsins Johns Locke (1632-1704) og barónsins af Montesquieu (1689-1755) sem var Frakki. Þeir voru byltingarmenn hvor á sína vísu. Locke var mjög í mun að réttlæta ensku stjórnarbyltinguna 1688 þegar Jakobi II Stúart var steypt af stóli. Þeir Montesquieu báðir áttu eftir að hafa megn áhrif á tvær stjómbyltingar öld síðar, í Ameríku 1776 og í Frakklandi 1789. Við búum enn að arfi þessara byltinga á Vesturlöndum, bæði í hugmyndaheimi okkar og stjómarfari. Þeir Locke og Montesquieu eru því sjaldan langt undan þegar við ræðum frumatriði stjórnarfars og stjórnmála. Hugmyndin um skiptingu ríkisvaldsins er talin eiga sögulegar rætur í hug- myndum Platóns og Aristótelesar um hið blandaða ríki þar sem engar einar öfgar ráða, heldur sé til dæmis lögbundið konungsveldi með vizku sinni og styrk temprað af lýðræði.5 Aristóteles hefur eftir öðmm höfundum en Platóni að bezta stjórnarfarið sé blanda af öllu stjórnarfari.6 Þvílíkar hugmyndir um bland- að stjórnarfar, margvíslega lagaðar að aðstæðum á hverjum stað og tíma, eiga sér langa sögu síðan, til dæmis hjá Stóuspekingum og Cíceró í Rómaveldi. Cíceró trúði því að rómverska lýðveldið byggi við blandað stjórnarfar. Hug- myndimar eiga sér ekki síður mikla sögu á hinum kristnu miðöldum í Evrópu. Það var engin hending að Keynes vitnaði til miðaldahugmynda þegar hann setti fram fjölhyggju sína. Byltingarmaðurinn John Locke var að mikilsverðu leyti miðaldamaður í hugsun. Hann var róttækur að því leyti einu að vilja réttlæta byltingar ef trúnað brysti milli konungs og þegna. Að öðru leyti snerist hann, með rækilega hefð- bundnar hugmyndir að vopni, gegn margvíslegum nýmælum í hugmyndum sinna tíma, til að mynda þeim hugmyndum sem ætlað var að réttlæta einveldi af því tæi sem komst á hér á Islandi 1662, aldarfjórðungi áður en Locke birti 5 Sjá t.d. Platón: Lögin (Leges) VI, 756e-757e. 6 Aristóteles: Stjómspekin (Politica) II, §17, 1265b33. 196

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.