Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Side 13

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Side 13
stjórnfrelsi hljóti að stuðla að þegnfrelsi.12 En mér virðist þetta engin firra vera hjá Montesquieu ef við minnumst þess að með stjórnfrelsi á hann ekki við ann- að en þrískiptingu sína. Hvers vegna skyldi þrískipt ríkisvald ekki geta svipt þegna sína margvíslegasta frelsi? Ég held við hljótum að fallast á það með Montesquieu að þrískipting valds og þegnfrelsi þurfí ekki að fara saman. Eina gátan er þá sú hvers vegna Montesquieu kallar þrískiptingu ríkisvaldsins stjórn- frelsi. Eitt svarið við því kynni að vera skilgreining hans á frelsi: sú að það sé í því fólgið að mega gera allt sem lög leyfa.13 Ef löghlýðni er innbyggð í frelsi þá eru stjómvöld sem seld eru undir ströng lög um verksvið sín frjáls að því leyti sem þau fylgja lögunum og stjórnskipanin er stjórnfrelsi hvað sem frelsi þegn- anna líður. 4. RÉTTLÆTING ÞRÍSKIPTINGARINNAR En hver er þá réttlæting þrískiptingarinnar? Ég held að Montesquieu hafi talið sér trú um að það sé gild réttlæting í sjálfu sér að þrískiptingin sé frelsi. Það mundu þá heita frelsisrök hans fyrir þrískiptingunni. Þau eru bersýnilega mjög veikburða. Montesquieu tekur það upp hjá sjálfum sér að kalla þrískiptinguna stjómfrelsi, gæti einhver sagt. Sú nafngift hans er meira að segja dálítið hæpin. Við þurfum að grípa til sérkennilegrar skilgreiningar hans á frelsi með tilvísun til löghlýðni til að réttlæta hana. John Plamenatz vísar stjómfrelsi Montesquieus á bug að svo niiklu leyti sem það er óháð þegnfrelsi. Hjá honum er þegnfrelsið eina réttlæting þess sem hann vill kalla stjómfrelsi. Hann gerir því þegnfrelsið eitt að réttlætingu allrar þrí- skiptingarinnar. Þegnfrelsið er bersýnilega ein réttlæting hlutlausra og sjálf- stæðra dómstóla, hjá Montesquieu sjálfum og hvernig sem á er litið. Hvers vegna skyldi það þá ekki duga til að réttlæta bæði sjálfstæði löggjafarvaldsins og framkvæmdavaldsins? En Plamenatz gerir allt þetta fyrst og fremst með þeim hæpnu rökum að það sé ekkert vit í hugmyndinni um stjórnfrelsi án þegn- frelsis. Hver verður réttlætingin ef við höfnum þessum rökum Plamenatz? Lítum fyrst á skilgreiningu Montesquieus á frelsi: frelsi er heimild til að gera allt sem lög leyfa. Þetta virðist ágæt skilgreining við fyrstu sýn. Frelsi er auð- vitað ekki heimild til glæpa, heldur aðeins til allra verka sem varða ekki við lög. Samt er augljós galli á skilgreiningunni. Þar gleymist það að lög geta sem bezt verið kúgunartæki þannig að frelsi til að gera það sem lög leyfa sé ekkert frelsi nema að nafninu til.14 Þetta var Montesquieu ljóst þótt hann léti það ekki hafa 12 Sama rit I, 278-280. 13 Charles de Secondat, baron de Montesquieu: L'Esprít des lois, Nouvelle édition, París 1878, xi, §3. Ensk þýðing eftir Thomas Nugent og J.V. Prichard: The Spirít of Laws, Encyclopædia Britannica, Chicago, London, Toronto og Genf 1952. 14 Sbr. John Plamenatz: Man and Society I, 280. 199

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.