Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Blaðsíða 80

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Blaðsíða 80
Rainer Voss lét nú af störfum sem forseti samtakanna eftir tveggja ára setu og var Rodriguez Arribas frá Spáni kjörinn í hans stað til tveggja ára. Ekki er vitað með vissu hvar næsta þing verður haldið, en líklegt þó, að það verði í Puerto Rico. Evrópudeild Alþjóðasambands dómara boðaði til fundar þann 27. apríl sl. í Bratislava. Ólöf Pétursdóttir sótti fundinn en á dagskrá hans var samstarf félagsins við Evrópusambandið og staða þess innan Alþjóðasambands dómara. SEND (Samarbetsorganet för efterutbildning av nordiska domare) I tengslum við norræna lögfræðingaþingið í Svíþjóð var fundur í stjórn SEND og sótti Garðar Gíslason þann fund. Þar var fjallað um undirbúning málþings í Jönköping í Svíþjóð dagana 5.-7. febrúar 1997, þar sem fjallað verður um meðferð mála á áfrýjunarstigi. Þá mun verða haldið málþing í Þrándheimi dagana 3.-5. september 1997 þar sem fjallað verður um málsmeðferð í héraði í einkamálum. Stjórn Dómarafélags Danmerkur sendi boð um þátttöku á dómaraþingi þar í landi sem haldið var 4.-5. október 1996. Allan Vagn Magnússon sótti þingið fyrir hönd Dómarafélags Islands. Aðalefni þingsins var umræða um nefndarálit sem borist hefur frá nefnd sem skipuð var til þess að fjalla um ýmis atriði er snerta dómstólakerfið í Danmörku. Megintillögur nefndarinnar sem allar hafa það að markmiði að styrkja stöðu dómstólanna sem eins þriggja þátta ríkisvaldsins og að tryggja traust borgar- anna til dómstólanna eru þessar: að sjálfstæðri dómstólstjórn verði komið á til þess að annast málefni er snerta fjárveitingar og stjómsýslu dómstólanna, að dómarar komi úr hópi sem hafi fjölþættari reynslu en nú er, að komið verði á fót nefnd eða ráði sem geri tillögur til ráðherra þess er fer með veitingarvald um veitingu dómaraembættis, að skipaðir dómarar fari með fleiri mál, að settar verði reglur sem tryggi persónulegt sjálfstæði settra dómara og að settar verði frekari reglur um aukastörf dómara og að dómurum verði gert að gera grein fyrir aukastörfum sínum. Allan Vagn Magnússon, Freyr Ófeigsson, Friðgeir Bjömsson og Markús Sigurbjömsson þáðu boð EFTA-dómstólsins í Luxembourg dagana 25. og 26. september sl., kynntu sér starfsemi hans og heimsóttu einnig Evrópudómstólinn. Dagana 24. til 28. júní var Lars Ryhave formaður danska dómarafélagsins í heimsókn hér á landi. Hann átti fund með talsmönnum réttarfarsnenfndar og hitti stjórnarmenn að máli. 216
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.