Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Qupperneq 11

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Qupperneq 11
ákvarðar bæturnar samkvæmt miskastigi og aldri tjónþola. Samkvæmt eldra kerfi var fjárhæð miskabóta samningsatriði í uppgjöri aðila. Var einungis við dómafordæmi að styðjast til leiðbeiningar. Er ekki vandalaust að draga öruggar ályktanir af fordæmum í því efni og álitamál hvemig bera skuli saman dóma- fordæmin um miskabætur og reglur skaðabótalaganna. í dómum Hæstaréttar eru miskabætur oftast aðgreindar sérstaklega í forsendum dómanna, en koma svo fram sem hluti heildarbóta í dómsorði og bera vexti frá tjónsdegi með sama hætti og bætur fyrir annað tjón. Miskabótakrafa tjónþola var því ekki verð- tryggð, heldur ákvarðaðist höfuðstóll hennar miðað við tjónsdag og bar síðan vexti frá þeim degi til uppgjörsdags. Vextir vom almennir vextir af óverðtryggðum kröfum og síðan dráttarvextir frá þeim tíma, er skilyrði til töku þeirra var uppfyllt. Til skoðunar kom, með hverjum hætti væri eðlilegast að bera saman miskabætur, sem ákveðnar hafa verið í dómum Hæstaréttar frá árinu 1988 til 1993 annars vegar og miskabætur samkvæmt reglum skaðabótalaganna hins vegar. Var þá meðal annars haft í huga, að í nokkmm dómanna er sagt að við ákvörðun höfuðstóls miskabóta hafi verið tekið tillit til verðlags eins og það var á dómsuppsögudegi. Að ígrunduðu máli var það niðurstaða okkar, að mark- tækastur samanburður fengist með því að færa tjónsdagshöfuðstól miskabót- anna til sama verðlags miðað við breytingar á lánskjaravísitölu. Miðað var við júní 1994, er skýrslunni var lokið. Þannig væri unnt að bera kerfin saman á sama verðlagi. Þann fyrirvara varð þó að setja við þessa aðferð, að með henni var alveg horft framhjá hugsanlegum áhrifum ávöxtunar bótanna umfram lánskjaravísitölu frá tjónsdegi til uppgjörsdags. Ef slíkur þáttur væri tekinn inn í samanburðinn yrði hann til þess að hækka matið á miskabótum samkvæmt eldra kerfinu. Til álita kom að bera kerfin saman með því að reikna út samtölu miskabóta og áfallinna vaxta á dómsuppsögudegi og færa þá niðurstöðu, sem þannig fengist, til verðlags skaðabótalaganna. Slíkur samanburður er þó varla eðli- legur. Veldur því fyrst og fremst, að dráttarvextir færa eiganda kröfu raun- verulega ávöxtun verðmæta til viðbótar því að viðhalda verðgildi hennar. Sú verðmætaaukning á ekki erindi inn í þennan samanburð því þar er um bætur fyrir vanefndir að ræða. Kannaðir voru dómar Hæstaréttar í örorkumálum frá árinu 1988 til 1993 með tilliti til miskabóta. Við þá athugun var höfuðstól miskabóta í þessum málum skipt á varanleg örorkustig slasaða í hverju tilviki (læknisfræðileg örorka) og fjárhæðin, þannig fengin, færð til verðlags í júní 1994 með lánskjaravísitölu (3351). Niðurstaða athugunarinnar varð þessi: 151
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.