Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 63

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 63
óbreyttar frá því, sem ákveðið var í upphafi... Ekki er annað fram komið en að farið hafi verið í öllu að gildandi reglum, er áfrýjanda var úthlutað fullvirðisrétti árið 1986. Hefur hann ekki sýnt fram á, að jafnræðisreglan hafi verið brotin á honum, þegar fullvirðisréttarkerfinu var komið á . . . Athyglisverð eru þau ummæli, sem fram koma í dómi þessum um það, að bóndinn hafi ekki geta vænst þess, að tímabil og aðrar viðmiðanir yrðu óbreyttar frá því, sem ákveðið var í upphafi. Með þessum orðum sýnist lögð á það áhersla, að handhafar slíkra réttinda geti jafnan búist við því, að úthlutuð réttindi þeirra breytist með einum eða öðrum hætti vegna ráðstafana ríkisvalds- ins. 11. NIÐURSTÖÐUR í STUTTU MÁUI Allt frá þjóðveldisöld og fram á 8. áratug þessar aldar var það gildandi meg- inregla í íslenskum rétti, að veiðar í hafalmenningum voru öllum landsmönnum jafn heimilar. Hér var um almennan afnotarétt allra landsmanna yfir auðlindum sjávarins að ræða. Slíkur almennur afnotaréttur gat ekki orðið grundvöllur stjómarskrárvarins einstaklingseignarrréttar nokkurs manns. Löggjafanum var samkvæmt fullveldisrétti sínum og almennum valdheim- ildum heimilt, þegar þörf krafði, að takmarka hinn almenna afnotarétt þjóðar- innar og binda réttinn eftirleiðis við afmarkaðan hóp manna, þar sem fyrst og fremst var lagður til grundvallar hefðarréttur, þ.e. veiðireynsla þeirra, sem at- vinnu sína höfðu haft af sjávarútvegi á tilteknu tímabili. Þær almennu heimildir, sem menn höfðu fram til þessa haft til veiða á miðunum við landið stóðu því ekki í vegi, að slíkar reglur væru settar. Hins vegar má velta því fyrir sér, hvort tilteknir einstaklingar hafi hagnýtt sér þessa heimild með svo sérstökum hætti í atvinnuskyni, að þeir hafi með þeim hætti myndað atvinnuréttindi sér til handa, sem telja megi eign í merkingu eignarréttarákvæðis stjómarskrárinnar. Við gildistöku fiskveiðistjórnunarlaganna árið 1990 urðu mikil kaflaskil varðandi nýtingu þessarar þýðingarmestu auðlindar þjóðarinnar. Hópur afnota- hafanna var þrengdur verulega og réttindi þeirra skilgreind nánar, og við út- færslu kerfisins vora rétthöfunum fengnar í hendur ýmsar heimildir varðandi meðferð réttinda sinna, sem almennt tilheyra eignarréttindum, og ekki þekktust áður við nýtingu fiskistofna á íslandsmiðum. Er þar fyrst og fremst átt við heimildina til að framselja veiðiheimildimar. Réttindi handhafa veiðiheimild- anna njóta vemdar laga og stjómarskrár með margvíslegum hætti. Sú yfirlýsing 1. gr. fiskveiðistjómunarlaganna, að nytjastofnar á Islandsmið- um séu sameign íslensku þjóðarinnar, er villandi, ef með henni er verið að gefa til kynna hefðbundinn einstaklingseignarrétt þjóðarinnar af einhverju tagi. Fiski- stofnar á íslandsmiðum og hafsvæðin umhverfis landið eru verðmæti, sem ekki geta verið undirorpin einstaklingseignarrétti nokkurs manns. Þá verður heldur ekki talið, að íslenska þjóðin eða þjóðarheildin án nánari afmörkunar geti verið eigandi í lögfræðilegri merkingu þess hugtaks, hvorki þessara réttinda né ann- 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.