Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Qupperneq 20

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Qupperneq 20
1. Af hverju þurfti nýja töflu fyrst hliðstæðar töflur voru til? 2. Hvers vegna þurfti nýjan og aðeins einn aðila til að meta hið sama og aðrir höfðu áður gert? 3. Hvers vegna var sama aðila, örorkunefnd, bæði falið að semja töflurnar og meta miska samkvæmt þeim? 4. Hvaða gildi hafa þessar töflur t.d. fyrir dómkvadda matsmenn? Við þessum spurningum er engin svör að finna hvorki í frumvarpinu né annars staðar þrátt fyrir harða gagnrýni í umsögnum til allsherjarnefndar, m.a. frá Læknafélagi Islands, samanber framanritað. Vera má að síðar til komnar staðreyndir svari þessu að einhverju leyti. Við afgreiðslu frumvarpsins var þessi grein samþykkt óbreytt, eins og aðrar. 7.3 Athugasemdir við 10. gr. I athugasemdunum segir m.a. svo, sjá bls. 37 í greinargerð: Ef frumvarpið verður að lögum verður gerbreyting á forsendum og grunni ör- orkumats. Horfið verður frá mati sem í aðalatriðum er talið læknisfræðilegt. í stað þess kemur svonefnt fjárhagslegt örorkumat sem felur í sér álit á því hvort og að hve miklu leyti geta tjónþola til að afla vinnutekna hefur skerst varanlega. Vegna þess er nauðsynlegt að örorkumat verði ekki einungis í höndum lækna. Einnig þykir sjálfsagt að hér á landi sé aðeins einn aðili sem hefur með höndum mat á varanlegri örorku. Hér er því lagt til að þriggja manna nefnd, „örorkunefnd", verði falið að meta örorku þeirra sem hafa uppi skaðabótakröfur fyrir varanlegt fjártjón vegna líkamsspjalla. Sú skipan, sem hér er gerð tillaga um, er í grundvallaratriðum í samræmi við það sem gerist í nágrannaríkjunum. Hér er ýmislegt ónákvæmt og annað ekki rökstutt. Fyrst skal nefnt að með skaðabótalögunum var ekki horfið frá læknisfræðilegu örorkumati og í „stað þess“ tekið upp fjárhagslegt örorkumat. Hið rétta er, að gert er læknisfræðilegt mat á líkamsskaða hins slasaða, kallað „varanlegur miski“ í 4. grein laganna. Það mat er gert af einum lækni örorkunefndar að undangenginni skoðun hans. Til viðbótar er svo framkvæmt annað mat á fjárhagslegum afleiðingum þessara líkamsspjalla fyrir þennan tiltekna einstakling, kallað varanleg örorka í 5. grein frumvarpsins. Þar koma til skjalanna annar læknir og lögfræðingur. Þá er þess ekki getið í þessum athugasemdum að skaðabætur fyrir varanlega örorku til þeirra fjölmörgu sem eiga að fá tjón sitt bætt samkvæmt reglum 1. mgr. 8. greinar mun alls ekki byggjast á „fjárhagslegu örorkumati“ heldur „læknisfræðilegu“, nákvæmlega eins og áður. Fullyrðingin að „nauðsynlegt“ sé að mat á örorku verði ekki einungis í hönd- um lækna, er ekki rökstudd. Heldur ekki sú staðhæfing að „sjálfsagt“ þyki að hér á landi meti aðeins einn aðili varanlega örorku. Má túlka þessi orð svo að þau eigi ekki við mat á varanlegum miska? 188
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.