Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Qupperneq 44

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Qupperneq 44
semdum með þessari grein segir, að brjóti fangar reglur fangelsis, teljist það agabrot í fangavistinni. Eins og fram komi í almennum athugasemdum með frumvarpinu, sé eitt af markmiðum þess að aðlaga fullnustu óskilorðsbundinna refsivistardóma með samfélagsþjónustu sem mest annarri fullnustu slíkra dóma. Til samræmis við það sé lagt til, að brot á reglum um samfélagsþjónustu verði meðhöndluð sem líkast því, þegar um agabrot í fangelsi er að ræða. Virð- ist þannig ekki gert ráð fyrir, að dómstóll, sem tekur hið nýja brot til meðferðar, taki hið eldra upp og ákveði refsingu í einu lagi fyrir bæði málin, með hliðsjón af þeirri refsivist, sem ólokið er, þegar skilyrði samfélagsþjónustunnar voru rofin, svo sem háttar til, þegar skilorðsbundin reynslulausn er veitt samkvæmt 1. mgr. 42. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 60. gr. sömu laga. Er fangelsismálastofnun, og eftir atvikum dómsmálaráðherra, falið endanlegt vald í þessu efni samkvæmt lögunum. Ofangreint fyrirkomulag vekur í fyrsta lagi þá spurningu, hvort það sam- rýmist 2. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, að fela stjórnvöldum ýmsar þær matskenndu ákvarðanir, sem þarf að taka, þegar reynir á, hvort um skilorðsrof sé að ræða. Þá hlýtur jafnframt sá möguleiki að vera fyrir hendi, að dómstóll telji sig óbundinn af ákvörðun stjómvalds að þessu leyti og dæmi upp dóm þann, sem heimilað hefur verið, að fullnustaður yrði með samfélagsþjónustu, og ákveði refsingu í einu lagi fyrir bæði málin í samræmi við reglur 60. gr. almennra hegningarlaga. 6. NIÐURLAG Athygli vekur, að frumvarp til laganna um samfélagsþjónustu var, að tillögu dómsmálaráðherra, samið „að verulegu leyti“ í Fangelsismálastofnun rrkisins og að einungis var var leitað umsagnar samfélagsþjónustunefndar við meðferð þess á Alþingi. Vaknar sú spurning óhjákvæmilega, hvort alþingismenn hafi alls ekki leitt hugann að því, að hér er um grundvallaratriði í stjórnskipun landsins að ræða og jafnframt, að þessi tilhögun mála fer í bága við þá skilgreiningu á hugtakinu samfélagsþjónusta, sem almennt er viðurkennd hvarvetna í Evrópu, þar sem refsiúrræði þetta hefur verið tekið upp. Ennfremur, að hér er tvímæla- laust verið takmarka valdheimildir dómstóla. Lrklegra verður þó að teljast, að málið hafi einfaldlega verið lagt fyrir Alþingi með þeim hætti, að þessi tilhögun mála væri í raun sú eina, sem til skoðunar kæmi. Miðað við aðdraganda frum- varpsins og þann einlita búning, sem það klæddist, þegar það var lagt fyrir Alþingi, læðist sú hugsun óneitanlega að greinarhöfundi, að ástæðan kunni að vera sú, að þægilegt geti verið fyrir fangelsisyfirvöld að hafa það í hendi sér, eftir aðstæðum hverju sinni, hvort og eftir atvikum hversu marga dóma sé hag- fellt að fullnusta í formi samfélagsþjónustu. Sé fangelsisyfirvöldum þannig í lófa lagið, þegar fangelsin eru yfirfull og biðlistar langir, að beita þessu úrræði í ríkari mæli en í þeim tilvikum, þegar nægt fangelsisrými er fyrir hendi. Ef svo er, hlýtur að skapast veruleg hætta á, að ómálefnaleg sjónarmið ráði niðurstöðu máls. Hafa verður í huga í þessu sambandi, að þeir dómar, sem mæla fyrir um 212
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.