Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Síða 60

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Síða 60
lenska ríkið hefði ekki sýnt fram á að nauðsyn hefði borið til að þvinga kær- andann til aðildar að Frama og var þá m.a. horft til þess að höfuðábyrgð á eftirliti með beitingu reglna um útgáfu atvinnuleyfa var í höndum nefndar sem var skipuð af ráðherra og félagsaðild væri engan veginn eina færa leiðin til að knýja leyfishafa til að gegna skyldum sínum (§41). I sænska vinnuveitandamálinu8 frá árinu 1996 áréttar dómstóllinn enn að vernd neikvæðs félagafrelsis samkvæmt 11. gr. MSE þarfnist sérstakrar skoð- unar í hverju máli. I dóminum er vísað til íslenska leigubflstjóramálsins og breska vörubflstjóramálsins og ítrekað að 11. gr. MSE feli í sér neikvætt félaga- frelsi þótt dómstóllinn hafi ekki tekið á því hvort það sé verndað í sama mæli og það jákvæða. Einnig kemur fram að þótt dómstóllinn telji að þvingun til aðildar að stéttarfélagi þurfí ekki alltaf að brjóta gegn sáttmálanum geti við sumar aðstæður slík þvingun brotið gegn kjarna félagafrelsis sam- kvæmt 11. gr. (§45). Dómstóllinn féllst á að aðgerðir stéttarfélags gegn vinnu- veitanda sem var á móti kjarasamningakerfinu í Svíþjóð og vildi því hvorki ganga í vinnuveitendafélag né semja um kjör á grundvelli kjarasamnings sem stéttarfélagið hafði gert við vinnuveitendafélagið hefðu að vissu marki brotið gegn neikvæðu félagafrelsi hans og því ætti 11. gr. MSE við (§44). Á hinn bóginn var talið að 11. gr. MSE tryggði stéttarfélögum frelsi til að vernda at- vinnuhagsmuni félagsmanna sinna með aðgerðum (§45). Því næst voru vegnir og metnir þessir andstæðu hagsmunir stéttarfélagsins og vinnu- veitandans. Dómstóllinn taldi að 11. gr. MSE tryggði mönnum ekki rétt til að hafna aðild að kjarasamningum og þvingunaraðgerðirnar sem vinnu- veitandinn hefði sætt hefðu ekki brotið gegn félagafrelsi hans með veru- legum hætti jafnvel þótt þær hefðu haft í för með sér fjárhagslegt tjón (§52). Þá var einnig horft til sérstaks hlutverks og mikilvægis kjarasamninga á vinnu- markaðinum í Svíþjóð og talið að hagsmunir stéttarfélagsins af því að berjast fyrir þessu kerfi væru lögmætir (§53). Sænska rfldð var því ekki talið hafa brot- ið gegn skyldum sínum samkvæmt 11. gr. MSE. 2.3 Neikvætt félagafrelsi tryggt í íslenskum rétti Eins og áður sagði var það viðurkenning mannréttindadómstólsins á nei- kvæðu félagafrelsi og dómur hans í íslenska leigubflstjóramálinu sem réði miklu um það að sett var regla um neikvætt félagafrelsi í stjórnarskrána þegar mannréttindakafli hennar var endurskoðaður, sbr. stjórnarskipunarlög nr. 97/1995. í frumvarpi að stjórnarskipunarlögum er rakin niðurstaða Hæstaréttar í H 1988 1532 og bent á ýmis rök fyrir því að breyta félagafrelsisákvæðinu og tryggja neikvætt félagafrelsi. Sérstök áhersla er lögð á að mannréttindadóm- stóllinn hafi slegið því föstu að íslenska rfldð hafi brotið gegn skyldum sínum samkvæmt 11. gr. MSE og bent á að yrðu ákvæði 73. gr. stjskr. tekin upp efnis- 8 MDE 25. apríl 1996, Gustafsson gegn Svíþjóð, Reports of Judgements and Decisions 1996-11. 228
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.