Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 89

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 89
Rússland er, eins og kunnugt er, langstærst þeirra ríkja, sem áður heyrðu til Sovétríkjunum (þar sem það hafði ætíð ótvíræða forystu) og jafnframt hið fjölmennasta. Það er byggt upp af sambandi ríkja eða fylkja, sem hafa innri sjálfstjórn í ýmsum málaflokkum, en lúta hins vegar alríkisvaldi á mikilvægum sviðum, eins og nánar er mælt fyrir um í stjómarskrá Rússneska sambands- ríkisins frá 1993. Rússland er langstærsta ríki heims landfræðilega (yfir sautján milljónir ferkílómetra að flatarmáli) og er nærfellt tvöfalt stærra en Bandaríkin eða Kína hvort um sig - svo að aðrir „risar“ séu teknir til samanburðar. Hins vegar er það ekki þéttbýlt að sama skapi, þegar á heildina er litið, því að fimm þjóðríki jarðar búa við meiri fólksfjölda, þ.e. Kína, Indland, Bandaríkin, Indó- nesía og Brasilía. 2. LÖGGJAFARÞRÓUN í RÚSSLANDI 2.1 Almennt Hér eru hvorki tök á né heldur ástæða til að ræða í ítarlegu máli um réttar- þróun í Rússlandi fyrr á tíð né heldur í Sovétríkjunum sálugu2. Þess skal þó getið, að á keisaratímanum - sem jafnframt var lengst af einveldistími - bar löggjöfin, og um leið lögfræðin, um margt annað svipmót en almennt var meðal þjóða Vestur-Evrópu. Þar réð m.a. miklu, að Rómarréttur varð aldrei hluti af rétti ríkisins og hafði heldur ekki veruleg og almenn áhrif að öðru leyti - m.a. í háskólakennslu - gagnstætt því sem var meðal flestra annarra Evrópuþjóða. Engu að síður bar réttarkerfi Rússa á þessum tímum flest megineinkenni „civil law-kerfisins“, eins og það er kallað á alþjóðlegu máli samanburðarlögfræð- innar. Á sovéttímunum - frá 1917 til 1991 - bar réttarkefi Sovétríkjanna einnig mörg megineinkenni þess höfuðkerfis, enda þótt sérkenni sovétréttarins væru hins vegar mikil og afdrifarík. Á hinu nýjasta skeiði réttarþróunar Rússlands þarf ekki að ganga að því gruflandi, að þarlendur réttur fellur fullkomlega að hefðbundnum meginskilgreiningum á hugtakinu „civil law“ - og er ástæðulaust að orðlengja frekar um það á þessum vettvangi. Margvíslegar réttarvenjur í Rússlandi - bæði staðbundnar venjur og eins þær, er höfðu almennara gildissvið - voru um alda skeið mjög ólíkar því, sem fara gerðist meðal Vestur-Evrópuþjóðanna. Það safn tilskipana hinna einvöldu 2 Almennt og greinargott yfirlit um rússneska réttarsögu fram til byltingarinnar 1917 má m.a. finna í hinu ítarlega og vandaða riti Russian Law eftir William E. Butler. Oxford 1999, bls. 14 og áfr. Sjá jafnframt D. H. Keiser: The Growth of Law in Medieval Russia. Princeton N. J. 1980 og safnritið: Russian Law - Historical and Political Perspectives. W.E. Butler annaðist útgáfuna, Oxford 1977. Um rétt Sovétríkjanna, megineinkenni hans og áhrif, sem og um rétt ýmissa ríkja, er sóttu þangað fyrirmyndir að mörgum þáttum löggjafar sinnar um áratuga skeið, gefur m.a. að finna allítarlegt og glöggt yfirlit í René David: Major Legal Systems in the World Today. 3. útg. í umsjón og þýðingu J. Brierly's. London 1985, bls. 155-306. Sjá jafnframt: J. N. Hazard, W. E. Butler og P. B. Maggs: The Soviet Legal System. 3. útg. New York 1977; J. N. Ha/.ard: Communists and Their Law - A Search for the Common Core of the Legal Systems of the Marxian Socialist States. Chicago 1969 og E. L. Johnson: An Introduction to the Soviet Legal System. London 1969. 283
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.