Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Qupperneq 73

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Qupperneq 73
leiðingar og upplýsingar, sem á þessum blöðum birtast, að sjálfsögðu aðeins sem bergmálið eitt miðað við allt það sem rita mætti um löggjöf og aðstæður í Suður-Ameríku á grunni þess sem fram kom í þessari kynnisferð, en sökum þess að ekki mun fyrr hafa verið ritað á íslensku um löggjöf og lögfræði þessara landa þykir engu að síður réttlætanlegt að draga upp, í stuttu máli, nokkra mynd af sumu því sem einna helst einkennir réttinn suður þar, og þá, eftir atvikum, með einhverjum samanburði við sum þau réttarkerfi heims sem annars staðar eru ráðandi.7 8 9 Aðstæður leyfa þá vart annað en að einkum sé vikið að og byggt á tengslum réttarkerfa Suður-Ameríkuríkjanna við þau tvö höfuðréttarkerfi eða „réttar- fjölskyldur“, sem við þekkjum best, þ.e. „civil law“-kerfið, sem sækir uppruna sinn til meginlandsríkja Vestur-Evrópu, og „common law“-kerfið, er á rætur sínar í Englandi. Bæði hafa þessi réttarkerfi haft veruleg áhrif á rétt Suður- Ameríkurfkjanna, einkum þó hið fyrmefnda á gjörvallan einkamálaréttinn en hið síðamefnda á suma þætti hins opinbera réttar. Megináhersla verður þó lögð á umfjöllun um einkaréttarlögbœkur þessara ríkja, fyrst og fremst þeirra ríkja sem höfundurinn heimsótti og fyrr voru nefnd. Lögbækur þessar eru tví- mælalaust gagnmerkar og yfirleitt afar vandaðar. Þær vísa óneitanlega til hárrar réttarmenningar (a.m.k. sé haft mið af lögvísinni einni) sem þróast hefur í fremur óhagstæðu og kaldranalegu ytra umhverfi eins og fyrr var getið um.10 7 Rétt er að taka fram að nær allt, sem ritað er um lög og lögfræði í ríkjum Suður-Ameríku, er á spænsku í flestum ríkjunum, eða á portúgölsku í Brasilíu. Þar eð fæstir Islendingar skilja þessi tungumál að gagni leitaðist greinarhöfundur við að kanna eftir fremsta megni hvað ritað hefði verið um þessi efni á ensku eða þýsku, en þar reyndist sannarlega ekki vera um auðugan garð að gresja. Auk stuttra og stundum mjög ófullkominna kafla um rétt þessara ríkja - eða a.m.k. sumra þeirra - í alkunnum kennslubókum og handbókum um samanburðarlögfræði, sem óþarfi er að tíunda hér, skal einkum bent á gagnlegar yfirlitsgreinar um rétt Suður-Ameríkuríkjanna í I. bindi safnritsins Intemational Encyclopaedia of Comparative Law, sem m.a. má finna í bókasafni Lagadeildar Háskóla íslands í Lögbergi. Af gagnlegum ritgerðum um einkamálarétt í Suður-Amerfku má einkum benda á ítarlega grein „Privatrecht in Lateinamerika" eftir Hermann Eichler, í ritinu Aus Österreichs Rechtsleben in Geschichte und Gegenwart - Festschrift fiir Hellbling, Berlín 1981, bls. 481-507. Um rétt og réttarþróun Suður-Ameríkuríkja er einnig m.a. fjallað í ítarlegri grein um „Romanische Rechte" í V. bindi safnritsins Handwörterbuch der Rechtswissenschaft, Berlín og Leipzig 1928, en að sjálfsögðu hefur margt og merkilegt gerst í löggjafarmálefnum sumra ríkjanna síðan það rit birtist. 8 Um nánari skilgreiningar þessara hugtaka skal hér vfsað til greinar eftir höfund þessarar rit- smíðar: „Samanburðarlögfræði - Hugleiðingar um efnissvið greinarinnar, gagnsemi hennar, mark- mið, réttarkerfi og réttarfjölskyldur heims“ í afmælisriti til heiðurs Gunnari G. Schram. Rvík. 2002. 9 f þessari ritgerð verða hugtökin einkaréttarlögbók og borgaralögbók notuð jöfnum höndum um þessar réttarheimildir, enda er merking þeirra nákvæmlega hin sama. 10 Þess skal hér getið, að þótt einkaréttar- eða borgaralögbækumar miklu séu eins konar „flagg- skip“ löggjafar þessara landa hafa þar sums staðar einnig komið til sérstakar lögbækur um við- skiptarétt (eftir fyrirmynd frá sumum Evrópuþjóðum) sem og víðast hvar umfangsmiklir lagabálkar um ýmis réttarsvið önnur, nánast í lögbókaformi, svo sem um refsirétt og réttarfar í einkamálum og opinberum málum, en ekki eru tök á því að fjalla um þessar réttarheimildir í þessari ritgerð. 67
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.