Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1997, Blaðsíða 7

Ægir - 01.03.1997, Blaðsíða 7
Kælitæknifélag íslands: Norrænt kælitæknimót í Reykjavík í sumar Dagana 19. til 21. júní í sumar verður haldið norrænt kæli- og varmadælumót í Reykjavík. Mótið er haldið á fjögurra ára fresti og nú í fyrsta sinn á Islandi. A mótinu verður sérstök áhersla lögð á meðferð sjávarfangs og verður einn dag- ur þess helgaður fiskvinnslunni. Kælitæknifélag íslands stendur að mótinu í samvinnu við systurfélög í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finn- landi. Fiskistofa mælist til viðgerða á skemmdum körum Fiskistofa hefur að undanfömu gert átak í að ýta á eftir sjávarútvegsfyr- irtækjum að koma skemmdum plastkörum til viðgerðar. Skemmd kör eru mjög varasöm í fiskiðnaðin- um því óhreinindi og bakteríur setj- ast að í skemmdunum í plastinu og einangruninni og geta haft áhrif á matvælin sem í körunum eru. Halldór Zoega hjá Fiskistofu, sagði í samtali við Ægi að almennt hafi tilmælum Fiskistofu verið vel tekið og fregnir hafa borist um að mikið af körum hafi komið inn til við- gerða. Halldór segir að um 100.000 kör séu í notkun í landinu og gefi augaleið að aðgerðir eins og þess- ar geti aldrei gert að verkum að öll skemmd kör skili sér til viðgerðar. „Menn gera sér alveg grein fyrir að skemmd kör eiga ekki að vera í notkun heldur finnst mér þetta frek- ar vera hugsunarleysi," sagði Hall- dór. Hann segir Fiskistofu geta not- að refsiákvæði reglugerðar vegna skemmdra kara en út í slíkt hafi ekki verið farið enda tilmælum um lagfæringar verið vel tekið. Á fiskideginum sem áður er nefndur veröa bæði innlendir og erlendir fyrir- lesarar. Meðal annars koma fyrirlesarar sem fjalla um kælingu uppsjávarfiska í fiskiskipum, íslenskir fyrirlesarar fjalla um gæðakerfi í fiskiðnaði, framtíðar- kælimiðla í skipum, frsytingu á loðnu og síld og frá Svíþjóð koma fyrirlesarar sem fjalla um glasseringu á fiski og þannig mætti áfram telja. /--------------------------------- Auk þess efnis sem beint snýr að fisk- iðnaði verður á ráðstefnunni fjallað um rannsóknir, náttúruvæna kælimiðla, varmadælur, matvöruverslanir, mennt- un fólks í kæliiðnaði og úttektir á reynslu varðandi ýmsar nýjungar. í raun verður því fjaliað um allt það nýjasta sem í boði er á hverju sviði. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins ÞEKKING I ÞINA ÞAGU Hlutverk Rf er að auka samkeppnishæfni viðskiptavina með rannsóknum, þjónustu og upplýsingamiðlun. Stofnunin er leiðandi í matvælarannsóknum og leggur áherslu á öflugt samstarf við innlend sem erlend fyrirtæki og stofnanir. Rannsóknarsvið: Á rannsóknarsviði er áherslan lögð á vönduð rannsóknar- og þróunarverkefni í nánu samstarfi við viðskiptavini. Sviðið veitir alhliða þjónustu á sviði matvælaframleiðslu er tekur til umhverfis, hráefnis, vinnslu og afurða. Þjónustusvið: Á þjónustusviði er áherslan lögð á ömggar mælingar og hraða þjónustu. Mældir eru mikilvægustu gæða- og öryggisþættir í hráefni og afurðum. Ennfremur er boðið upp á sérhæfða þjónustu, eins og mælingu íblönd- unarefna og mengunarefna. llpplýsingasvið: Á upplýsingasviði er áherslan lögð á alhliða ráðgjöf og upplýsingamiðlun, námskeið og útgefið efni. Aðgangur að fullkomnasta sjávarútvegsbókasafni landsins. Ókeypis áskrift að Rf tíðindum og póstlista Rf. Veffang: http://www.rfisk.is/ Reykjavík • ísafirði • Akureyri • Neskaupstað • Vestmannaeyjum Rannsóknastofnun fiskiðnaðaríns ÆGIR 7

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.