Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1997, Blaðsíða 29

Ægir - 01.10.1997, Blaðsíða 29
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI A. Bjarnason íHafnarfirði tekur við nýju umboði: Castrol olíur inn á markaðinn að nýju gleyma að smyrja þannig að það er rekstraröryggi af því að vera með sjálf- virkni á þessum viðhaldsþætti vél- anna," segir Ásgeir. Hann segir að því miður sé ekki nógu algengt að sett séu upp smurkerfi á vélar en hann segist ekki telja að kostnaður við búnaðinn sé af þeirri stærðargráðu að menn eigi að TJyrírtœkið Á. Bjamasoti íHafnar- -T firði liefur tekið við imiboði fyrir hitiar þekktu bresku Castrol olíuvör- ur sem eru meðal þekktustu olíuvara í heiminum. Á árum áður höfðu þess- ar vörur sterka markaðsstöðu á ís- landi en Ásgeir Bjarnason, fram- kvœmdastjóri Á. Bjarnasonar, segir að markaðssetningin liafi verið í lœgð um nokkurn tíma en markmiðið sé að ná fótfestu með Castrol á nýjan leik, ekki hvað síst í skipaflotanum. „Castrol nær í raun yfir allt sviðið, framleiðir feiti, gír- og mótorolíur, hvort heldur er fyrir bíla, báta eða stærstu skip, einnig frystivéla- og loftpressuolíur og margskonar skurðar- og kæliolíur sem notaðar eru í málm- iðnaðinum. Það nýjasta á þessu sviði er Castrol TLX sem er mótorolía fyrir skipavélar og Marine DFM bætiefni fyrir dieselolíur en DFM er skammstöfun á Diesel Fuel Manage- ment. Til að mynda hefur Castrol um 60% af málmiðnaðarmarkaðnum í Danmörku þannig að þetta eru góðar vörur," segir Ásgeir. „Það nýjasta á þessu sviði er Castrol TLX sem er mótorolía fyrir skipavélar og Marine DFM bætiefni fyrir dieseleolíur en DFM er skammstöfun á Diesel Fuel Management. „Við tókum við umboðinu fyrir Castrol í haust og fyrsta kastið komum við til með að leggja áhersluna á þau svið sem við þekkjum hvað best til, þ.e. í rækju- og frystiiðnaðinum. Tím- inn leiðir svo í ljós hvernig gengur en hvað verð snertir þá tel ég okkur vera að bjóða sambærilegt verð og skipin eru að fá annars staðar. Og gæðin eru til staðar, það sýnir bara hversu þekkt- Ásgeir Bjarnason, framkvœmdastjóri Á. Bjamasonar. ar þessar olíur eru í skipum erlendis," segir Ásgeir. Umboðið fyrir Castrol olíurnar kemur í beinu framhaldi af verkefnum á sviði smurtækni sem Á. Bjarnason hefur í vaxandi mæli sinnt á undan- förnum árum. Á því sviði hefur fyrir- tækið selt sjálfvirk smurkerfi og sjálf- virka smurskammtara. Ásgeir segir að í fæstum tilfellum séu vélar framleiddar með sjálfvirkum smurkerfum en góð kerfi eru ekki hvað síst mikilvæg í sjávarútvegsfyrirtækjunum og í frysti- togurunum þar sem erfitt getur verið að komast að til að sinna þessum nauðsynlega viðhaldsþætti. „Það kemur fyrir að við erum kall- aðir til að setja niður smurkerfi á ný tæki þegar þau eru sett upp en algeng- ast er þó að ráðist sé í að setja upp sjálfvirkt smurkerfi þegar eitthvað hefur komið uppá. Maður hefur oft séð stórtjón hljótast af því að menn setja hann fyrir sig. „Eftir því sem vélarnar eru með fleiri smurfleti þeim mun ódýrara er kerfið hlutfallslega. Ef við tökum bara sem dæmi Baader karfavél þá er hún með á annað hundrað smurkoppa þannig að tíma- og viðhaldssparnaður er mikill af sjálfvirku smurkerfi á svo- leiðis vél," segir Ásgeir. Eins og áður var vikið að hefur Á. Bjarnason mikla reynslu af rækjuiðn- aðinum en fyrirtækið hefur selt Laitram búnað og fyrir rúmu ári komu á markaðinn nýir rækjuflokkarar sem settir hafa verið upp hjá rækjuvinnslu FH á Kópaskeri og hjá Söltunarfélagi Dalvíkur. „Þessir flokkarar hafa komið mjög vel út í flokkun en þeir eru ekki með hristibúnað sem aðrar vélar eru með. Menn eru því að losna við allan titring og hávaða og fá betri meðferð á hrá- efnið. Æcm 29

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.