Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 23

Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 23
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI SÆUN'N AXELS FISKVERKUN ' ~r Sceunn Axelsdóttir, fiskverkandi í Ólafsfirði, segist óhikað fara í hart til að fá úr því skorið hvort byggðakvóti og kvótakerfð standist sawkeppnislög. „Ég hef engu að tapa. Það verður einhver að rísa upp gegn þessu hrópandi óréttlæti." hleypa erlendum aðilum inn í sjávar- útveginn á íslandi. Þá fyrst verðum við komin á endimörk, að mínu mati. Núna er komið að því að taka verð- ur í taumana hvað varðar siðferðið í sjávarútveginum og stjórnvöld verða að fara að viðurkenna að þróunin sé komin út í óefni og á því verði að taka. Það gætu einhverjir af þeim stóru orð- ið fyrir því að sjá annað form á úthlut- un kvóta en ég sé engan mun á því og þeirri skerðingu sem t.d. hvalveiði- menn og hvalkjötsverkendur urðu fyr- ir á sínum tíma þegar hætt var að veiða hval. Ekki man ég til þess að því fólki hafi verið vorkennt fyrir þá at- vinnuskerðingu sem það varð fyrir vegna ákvörðunar stjórnvalda," segir Sæunn. Heimildirnar seldar úr einum potti Sæunn er ekki þeirrar skoðunar að fara eigi þá leið að kvóta verði úthlutað eft- ir byggðarlögum heldur eigi að fara með úthlutun í gegnum markað þannig að allir geti setið við sama borð og keypt sín réttindi til veiða á jafn- réttisgrundvelli. „Ég sé ekki annað að hreinlegasta ieiðin væri að allar heimildir til veiða fari í gegnum einn og sama markað- inn þar sem allir hafi jafna möguleika. Við hér í Ólafsfirði eigum þá okkar möguleika til jafns við stóru fyrirtækin og þeir sem hafa hæfileikana til að gera út og verka fisk eiga að geta notið þeirra," segir Sæunn Axelsdóttir, fiskverkandi í Ólafsfirði. Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur hjá LÍÚ um byggðakvótann: „Samræmist ekki arðsemisstefnunni“ „Byggðakvóti á ekkert skylt við þá arðsemisstefnu sem við höfum fylgt í sjávarútvegi á undanförnum árum. Hvaða forsendur liggja að baki því að úthluta kvótanum? Hann deiiist ekki til manna á arðsemisforsendum heldur byggir úthlutunin öll á viðhorfum. Hvað hefur það með arðsemi að gera að kvóti fer vestur á firði og fer á Þingeyri en ekki ísafjörö. Flateyri, Bolungarvík eða Súðavík. Þarna eru engar rekstrarlegar forsendur að baki og byggðakvótinn er mjög alvarlegur stílbrjótur á þeirri stefnu sem við höfum fylgt,“ segir Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ, um úthlutun Byggðakvótans. „Mér finnst í þessu máli að búa þurfi að baki grundvallarforsendur til að byggja á en það er að mínu mati ógerlegt að finna nokkrar forsendur fyrir byggðakvóta sem réttlæta hann,“ segir Sveinn Hjörtur. Hann segist persónulega algerlega andvígur því að ríkisvaldið skipti sér með beinum hætti af því hvort útgerð er í einu byggðarlagi fremur en öðru. Sveinn Hjörtur hafnar því sjónarmiði að nota eigi sjávarútveginn sem vopn í baráttunni gegn þeirri þróun að fólki fækki í sjávarplássum út um landið en fjölgi á höfuðborg- arsvæðinu. „Byggðakvótinn er engin lausn á byggðavandanum. Ég er löngu hætt- ur að kaupa það að kvótakerfið hafi eitthvað með byggðaröskun að gera heldur búa að baki tilflutningum fólks allt aðrir þættir.“ mm 23

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.