Vikuútgáfa Alþýðublaðsins


Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 12.01.1927, Blaðsíða 3

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 12.01.1927, Blaðsíða 3
VIKUÚTGÁFA ALÞÝÐUBLAÐSINS 3 Efnileg hreppsnefnd! Hún vlll ekki láta lengja láf puríamanna. Héraðslæknii* fremur yng- ingaraðgerðir með Steinachs-aðferð. Góður árangnr. Einn ■ af efnilegustu ungum læknum vorum, Jónas Sveinsson, héraðslæknir í Miðfjarðarhéraði, búsettur á Hvammstanga, hefir að undanförnu gert yngingaraðgerðir á gamalmennum, pó einvörðungu á karlmönnum. T. d. gerði hann fyrir nokkru slikar aðgerðir á tveim mönnum í læknishéraði sínu, og varð árangurinn af ann- ari enginn, en af hinni varð hann þó nokkur; að minsta kosti fór sá rnaður, 63 ára, fyrir skemstu áð staðfesta ráð sitt af nýju. Þurfamaður kastar elli- belgnuin. Fyrir skömmu þurfti að gera við kviðslit á þurfamanni, sem kominn var hátt á áttræðisaldur, og þjáðst hafði langa æfi af berklaveiki, svo að fótur hafði verið af honum tekinn af þeim orsökum. Var hann gamalmenni, komið að fótum fram. Áður en Jónas læknir framdi kviðslits- skurðinn, sagði hann sjúklingnum af Steinachsaðgerðunum, lýsti fyr- ir honum eðli þeirra og spurði hann, hvort hann vildi ekki láta gera á sér þennan skurð, því að hann gæti, ef vel færi, lengt líf hans að mun, jafnvel um 10 ár eða svo. Þurfamanninn lang- aði til að lifa eins og aðra menn, og bað Jónás að fremja á sér að- gerð þessa, og það gerði læknir- inn. Þurfamaðurinn færist í aukana. Ef:ir að sjúklingiirinn var orð- inn heill heilsu, varð þess skjót- lega vart, að aðgerðin hefði hrif- ið, því að karlinn, sem hafði ver- ið dauður úr öllum æðum, fór nú að gerast umsvifamikill og há- vaðamaður, og fylgdu þau ósköp með, að hann fór að gerast vífn- ari en þægilegt var fyrir þá, sem voru með honum á heimilinu. Urðu svo mikil brögð að þessu, að hreppstjóri sá, er þurfamann- inum var komið fyrir hjá, þóttist verða að heimta meðgjöíina með honum hækkaða um 400 kr. á ári. Hreppsnefndin færist i aukana. Það virðist, sem Steinachsað- geröin hafi haft all-lífgandi áhrif á hreppsnefnd þá, sem átti að sjá þurfamanninum fyrir fram- færi, þó ekki væri hún beinlínis |gerð á henni, og tók hana að log- svíða í pyngjuna við tilhugsun- ina um þau útgjöld, sem hrepp- urinn yrði fyrir, ef svo herfilega ;tækist til, að æfi þurfamanns lengdist að mun eða jafnvel um þann óratíma, sem 10 ár eru. Hún komst að þeirri djúphyggnu nið- urstöðu, að þar sem hún hefði ekki beðið lækninn að lengja líf þurfamannsins, og henni væri ekkert nema fjárhagslegt tjón að slíku athæfi, þá hlyti læknirinn að bera það „fjárhagstjón“, sem leiddi af því, að þurfamaðurinn lifði lengur en sjúkdómar og sparnaðargefin örlög leyfðu. Hreppsnefndin krefst nú þess, að læknirinn greiði 300 kr. með þurfamanninum á ári, þar til hann andast. Eru engin takmörk naglaskap- og sviðingsháttar? Það er alkunna, að það er til- gangurinn með starfi lækna, að halda mönnum sem lengst á lífi og við heihu. Það er og tilgang- urinn með fáíækrastyrk að forða öreigum frá því að deyja fyrir bjargarskort. Hreppsnefndin þessi lítur ber.'ýnilega svo á, að henni beri ekki skylda til annars en að bjarga þurfalingum frá hungur- morði, en að öðru leyti sé það réítur hennar, að þurfalingar deyi svo fljótt, sem unt er, af öðrum orsökum, og megi enginn grípa þar inn í rás viðburðaonna. Sting- jir þetta í stúf við aðra framkomu nefndarinnar, því að hún hefir áð- ur greitt meðul og sjúkrakostnað þessa manns. En eftir þessum hugsunarhæíii sýnist það ekki ó- mögulegt, að einhver gáfuð hreppsnefnd fari þess á flot við stjórnarráðið, að mega lóga þurfa- 'mönnum sínum. En hvar er mann- úðin ? Skyldu ekki jafnvel hrepps- nefndir hjá hottentottum og hala- blámönnum vera skárri en þetta? Þess skal getið, að í hreppsnefnd þessari situr einn fyrr verandi al- þingismaður. Hvernig skyldi hon- um Lða þar? Eða er hann einn af átján? Sé svo, þá fer að verða bezt að athuga þingmannsefni vel áður en kosið er. Annars má við ýmsu búast af þinginu. Krafan er komin til sýslumanns, og sýnist hreppsnefndin ætla að fylgja henni efíir. Læknum fer að verða vandlifað hér, ef þessi vit- leysa hefst fram. Svívirðingarorðbragð „Morgunblaðsins“ um verkamenn. Það var svo sem ekki í fyrsta skiftið núna á þrettándanum, sem „Mgbl.“ hefir gert sitt til að reyna að svívirða verkamenn, af því að margir þeirra hafa haft mannrænu í sér til að bindast samtökum, svo að ekki yrði hægt að leika þá líkt og Martein, sem danska skáldið Johannes V. Jensen segir frá í jólasögunni, sem Alþýðu- blaðið flutti á þrettándanum, dag- inn, sem „Mgbl.“ kallr.ði þá „vilja- lausa ríkisómaga“. Marteinn þessi var danskur húsmaður, sem var látir.n bera drápí k yf jar fyrir mis- grip alt jólakvöldið án svo mik- ils sem þakka og lá síðan rúm- fastur allan jóladaginn vegna of- þreytu. Verkamaður, sem vinnur hjá einstaklingi eða félagi, fær eða á a. m. k. að fá greiðslu vinnu sinnar. Það er kaup hans, en hvorki styrkur né gjöf. Auðvitað er alveg sama nráli að gegna um þá, sem starfa hjá ríkinu eða vinna fyrir þjóðfélagið. Eða vill „Mgbl.“ halda því fram, að emb- ættismenn ríkisins séu yfirleitt ó- magar þess? Var t. d. Jón Kjart- ansson ómagi ríkisms, á meðan hann var fulltrúi lögreglustjóra? Og er hann nú ómagi hjá stór- kaupmönnum, dönskum og ís- lenzkum, og stórútgerðarmönnum, sem leggja fé í „Mgbl.“, siðan hann varð „ritstjóri-1 þess? Var Valtýr Stefánsson ómagi hjá Bún- aðarfélaginu, á meðan hann var ráðunautur þess? Ef þeir álíta, að svo sé, þá er við því að búast, að þeir haldi aðra menn af sér. En jafnvel þótt svo væri, er ó- svifnin harla mikil að dæma heið- arlega verkamenn eftir slíkum fyrirmyndum. — Fjöldi verkamanna hefir tekið eftir sleifarlaginu á stóratvinnu- rekstrinum, þar sem t. d. margir framkvæmdastjórar eru settir til að stjórna útgerð, sem einn hæfur maður — og sennilega einhver úr hópi þeirra sömu manna — myndi gera jafn-vel. Hugsandi verkaflienn hafa séð hina hamslausu og heimskulegu samkeppni, þar sem hver otar fram sínum tota, og feiknastarf fer í að troða vörum eins félagsins fram á kostnað ann- ars, og svo koll af kolli. Þeir sjá einnig, af hverra bökum risfar eru lengstu lengjurnar, — að það eru þeir sjálfir, verkamennirnir, þeir, sem bera hita og þunga dagsins, sem að lokum eru látnir borga hallann með því að spara við þá kaup og auka þrælkun þeirra. Þeir eru líka alt af fleiri og fleiri, sem sjá, að þetta þarf ekki svona að vera. Blessun vís- indanna er snúið í bölvun fyrir þá. I stað þess að létta þeim vinn- una eru þeir eða félagar þeirra sviftir henni. Slík er aðferð auð- valdsins. Af þessum rökum verða allir beztu og skynsömustu verkamenn- irnir jafnaðarmenn. Þeir vilja láty> ríkið eiga stóru framleiðslutæk- in, sem flestum einstaklingum er um megn að eignast. Einnig vilja þeir láta verkamennina sjálfa hafa umráðarétt á stjórn þeirra, — velja stjórnendurna eða a. m. k. hafa fulltrúa sína í ráðum um starfsræksluna. Þeir munu að því fengnu vinna engu síður trúlega en áður. Gleðin yfir sameiginlegu gagni mun einmitt auka hvöt margra til að vinna vel. Það getur verið, að „Mgbl.“-rit- ararnir geti ekki skilið annað, en að verkamenn og aðrir starfsmenn hafi það fyrir mark og mið að svíkjast um störf sín, þegar þeim er unt. Þrátt fyrir það áttu þeir „Mgbl.“-menn að kunna að þegja um þá firru sína. Jón Kjartans- son ætti að minnast heilræðis þess, sem Björn Líndal gaf hon- um á alþingi í fyrra, — og ekkl skaðaði, þó að hann segði blað- félögum sínum frá því ráði, — að honum væri bezt að þegja um það á alþingi, sem hann hefði ekkert vit á. Sama regla gildir, þegar skrifað er í blöð, jafnvel þótt það sé í „Mgbl.“ Hins vegar sjá verkamenn hug íhaldsblaðsritaranna til sín, og þeir munu sjálfsagt minnast þesa við næstu kosningar, að stærsta blað íhaldsflokksins, „Morgun- blaðið", hefir slett á þá þeim „fálkakrossi“, að kalla þá „vilja- lausa ríkisómaga“, án þess, að for- ingjar þess flokks hafi andmælt slíkum ummælum blaðs síns. Frá Þmgeyrl. Viðtal við formann verklýðs- félags Þingeyrar. í haust var stofnað verka- mannafélag á Þingeyri, er þá þeg- ar gekk í Alþýðusamband íslands. Formaður félagsins, Sigurður Fr. Einarsson, er nú á ferð hér í bænum, og hefir Alþýðublaðið átt viðtal við hann. — Hvernig eru atvinnuhorfur vestur þar? spyrjuip vér. — Atvinnuhorfur eru mjög slæmar á Þingeyri, segir Sigurður, miklu erfiðara ástand og verra útlit en áður hefir verið, vegna stöðvunar á verzlunar- og at- vinnu-rekstri Proppé-bræðra, en þeir hafa verið aðalatvinnurekend- ur þar undanfarið. — Alþýðublaðið hefir fengið fregnir að vestan um það, að tals- vert kveði að verklýðsfélaginu. — Já, segir Sigurður. Það er talsvert fjör í félagsskapnum, og menn eru vel samtaka um það að koma öllum vinnandi mönnum í félagið, og sú samþykt hefir verið gerð að vinna eigi með utanfé- lagsmönnum. — Eru þá margir verkamenn utan félagsins? spyrjum vér. — Ekki nú orðið. Þeir eru ekki,. það ég veit, nema þrír, verka- imenn á Þingeyri, sem eru utan fé- lagsins, en félagsmannatalan í verkamannafélaginu er nú kom- in á annað hundrað. Annars langar mig til þess að segja yður frá því, að verka- mannafélagið hefir orðið fyrir höppum. Hafa því hlotnast óvænt tvær peningagjafir. Önnur gjöfin var sjóður gamla verkamannafé- lagsins, en hin var frá bindindis- félagi, er starfaði einu sinni á Þingeyri, en hafði ákveðið, að sjóður þess skyldi ganga til verkamannafélags eða bindindis- félags, hvort sem fyrr yrði stofn- að. Vér þökkum Sigurði fyrir frá- sögnina og óskum Verklýðsfélagi

x

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikuútgáfa Alþýðublaðsins
https://timarit.is/publication/596

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.