Alþýðumaðurinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Alþýðumaðurinn - 09.01.1934, Qupperneq 5

Alþýðumaðurinn - 09.01.1934, Qupperneq 5
Aukablaö 9. Jan. 1934. ALi»ÝmjMA©mtn«N 5 Skæðadrífa. Til minnis. Pað er gott fyrir Akureyrskan verka- lýð að leggja það sér á minni nú fyrir kosningarnar, að það eina ár (árið 1932), sem kommúnistar höfðu forystu í kaupgjaldsmálum hér í bæn- um, lœkkaði kaupgjald verkalýðsins yfir hásumariö eins og hér segir: Eftirvinna karla 10 au. kl.st. Helgidagav. — 100 — - Dagv. kvenna 15 — — Eftirv. — 10 — Helgidagav. kvenua 25 — Kv. og salta 10 au. á tn. — — krydda 15 — - — — — sykursalta 15 — - — — — magadraga 40 — - — Slóg- & tálkndraga 50 _ . _ Haussk. & slógdraga 50 — - — Haussk. & krydda 20 — - __ Haussk. & slægja 50 — - — Rúmsalta 15 — . _ Einnig var skipavinnu breytt i al- menna vinnu, sem ekki hefir fengist lagfæring^ síðan. S. I. ár fékk Verklýðsfélag Akureyr- ar hækkað aftur nokkra liði taxtans.-- Er enginn vafi á að stórfeld kaup- lœkkurt hefði enn skollið á verkalýðn- um, ef ráðin hefðu ekki verið tekin af kornmúnistunuin s. I. sumar. Á batavegi. Pað er algengt að allskonat fítons- andi hleypur í menn fyrir kosningar. — Sumir fyllast heift til náungans, aðrir fara á blind-fyllirí, enn aðrir fyllast þrjósku og ólund, svo ekki er við þá tautandi, að ekki sé talað um hið almenna daður við skáldkonuna Lygi. Bæjarstjórinn og bæjarverkstjór- inn eru fyllstu andstæður v*ð þetta núna fyrir kosningarnar. Undanfarið hafa þeir dálítið — svona hins-eginn — verið á rölti um bæinn, og þá — svona af hendingu — slegið sér á tal við verkamenn. Hafa flestar umræðurnar byrjað á því, að þessi einstöku góðmenni hafa farið að útmála það fyrir verkamönnunura, hvað það sé »ósköp bágt* að geta ekki látið »mennina fá neitt að gera*. — Hafa þjáningadrættirnir í ásjónum þéssara ágætismanna túlkað á átakan- legan hátt hvað þeir líða" nú um tíma af ást til verknmannanna, og hefir mörgum gengist svo hugur við, að hafi talið að síðustu — svona af til- viljun — borist að næstu bæjarstjórn- arkosningum, hafa þeir inætt einstakri góðvild, eins og vera á. Nú er byrj- að á undirbúningi smábátakvíarinnar, svo vonandi er að bæjarstjórinn og bæjarverkstjórinn séu á góðum bata- vegi. - »Uppbyggileg skemtiatriði.« Pegar kominúnistarnir hættu að geta narrað fólk til sín á verklýðs-, almenna-, samfylkingar-, baráttufúsafundi, fann Porst. Porsteinsson upp á því að fara að halda »klúbbskemmtanir« og bjóða þangað fólki. Srgði hann í »Verkam.« að á klúbbskemtunum þessum ættu að vera skemmt-aliiði, sem uppbyggi- leg væru fyn'r verkalýðinn, og við hans hæfi, Einkum áttu ræðurnar að göfga og fræða verkalýðinn. Porst. Porsteinsson hefir verið aðal ræðu maðurinn og aðallega dvalið við að skýra fyrir verkalýðnum hvað hann væri ágætur maður og ákjósa.ilegt fulltrúaefni, en á síðustu klúbbskemt. un (?) fór hann dálítið lengra, því þá var uppbyggilegasíta skemtiatriðið það, að skýra klúbbgestunum frá því hvað Erlingur Friðjónsson væri ið nn við að svíkja verkalýðinn. Var auðheyrt á honum, að honum þótti Erl. .Iftill karl* að vera allt af að róa í sömu Keflavíkinni, meðan hann (P. P) væri búinn að svíkja alla flokka, sem hann hefði komist inn í. Pótti öllum, sem til heyrðu, þetta mjög uppbyggi. legt, sem von var, og við hæfi »verkalýðsins«, ekki síst þegar P. P. bætti því við, að hann sjálfur færi með þrjá fulltrúa með sér inn í bæjarstjórn- ina, en Alþýðuflokkslistinn félli!!! — Er þess að vænta að P. P. verði eins duglegur að göfga verkalýðinn með • uppbyggilegum* skemtiatriðum á klúbbskemtununum eftir kosningarnar eins og hann hefir verið fyrir þær, Verkamannatélagiö *Fram« á Sauðáikróki hélt aðalfund sinn 3. þ. m. Fyrv. stjórn var endurkosin. Hafði Alþýðufl. 59 — 63 atkvæði áfundinum, en Ihaldið og Kommúnistar sameinað- lr 26 — 37, Kommúnistar voru búnir að sverja við skegg Lenins að ná yfir- ráðum í félaginu nú um áramátin. 50 ára afmæli Góðtemplarareglunnar verður rninst með hátíðahöldum hér í bænum á morgun, Saga Reglunnar er bæjar- búum svo kunn, að Alþýðumaðurinn telur óþarft að rita um hana langt mál. Þess skal þó minst með ánægju, að hér stóð vagga Reglunnar hér á landi. Iíéðan breiddist hún út um alt land, og hér dvelja enn á meðal vor nokkrir af þeim mönnum, sem fyrstir gengu undir fána þessa al- heimsfélagsskapar, sem var alt ann- að en vel séður, er hann hóf starf sitt hér fyrir 50 árum. Það fer að líkum að 50 ára starf þessa félags- skapar hefir haft mikla þýðingu fyr- ir þetta bæjarfélag, og Akureyrar- búar hafa margt að þakka Reglunni, enda hafa þeir ætíð sýnt henni full- an sóma og velvild. Það mun og sýna sig á morgun á ýmsan hátt hvern hug bæjarbúar yfirleitt bera til Reglunnar, og sannast hér, sem víðar, að reynslan er ólýgnust. Hér í blaðinu í dag er auglýst tilhögunarskrá hátíðahaldanna, og skrúðgöngunnar sérstaklega, Þess skal ennfremur getið, að öllurn versl- unum og bönkum verður lokað frá hádegi. Gefið frí i skólunum og fánar dregnir að hún um allan bæinn. Hreppsnefnd Sauðárkróks hefir feng- ið heimild hreppsfélagsins til að kaupa jörðina Sjávarborg handa kauptúninu. Var þessa hin mesta nauðsyn. Einnig hefir hreppslélagið samþykkt að ganga í ábyrgð fyrir útgerðarfélag þar á staðn- um, sem ætlar að kaupa Ifi.uveiðara er á að stunda veiðar frá Sauðár- kióki. Pá hefir hreppurinn í þriðjalagi ákveðið að taka lán til framhalds ^yggi’^gar á hafskipabryggju á Sauð- árkróki. Ógurleg námusprengitig varð í kola- námu einni í Tékkoslovakíu fyrir nokkr- um dögum.' 150 námumenn brunnu inni. Slysið hefir valdið mjög mikilli æsingu meðal fólksins, því talið er að það liali orsakast af vangá verkstjóra í námunni. Hafa 10 námuverkstjórar verið teknir fastir og málið fengið sérstakri rannsóknarnefnd í hendur.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.