Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 3
ALÞYÐUMAÐURINN 3 Akkorðstaxtinn er miðaöur við að verkið sé að mestu leyti unnið á virkum dögum. Allir þeir, sem akkorð vinna, skulu vera þátttaker.dur í akkorðinu. Verði tekin akkorð við verk, sem taxtinn nær ekki yfir, er félags- mönnum skylt að fá samþykki félagsstjórnar og kauptaxtanefndar áður en samningar um akkorðin eru fullgerðir, V eröi akkorð unnin utan Akureyrar, ber akkorðstökum fríar ferðir þangaö, sem vinnan fer fram og heim aftur. Félagið áskilur að öll vinna á Akureyrarhöfn, við afgreiðslu fraktskipa - önnur en talning og skriftir — sé unnin af mönnum úr landi. Lágmarkskauptaxti kvenna í algengri vinnu, fiskvinnu og síldarvinnu. Almenn dagvinna og fiskvinna..............kr. 1,28 á klst. Uppskipun og móttaka á blautfiski . . . . — 1,42 - — Eftirvinna.................................— 1,78 - — Helgidagavinna.............................— 2,49 - _ Fiskþvottur skal unninn í akkorði og greiðist með kr. 1,56 fyrir hver 100 kg. af himnuteknum fiski og kr. 1,28 fyrir 100 kg. af óhimnutekn- um fiski, Almenn vinna kvenna við síldarvinnu . . . kr. 1,56 á klst. Eftirvinna við sama...........................— 2,13 - — Helgidagavinna............................... — 2,70 - — Hreingerning á íshvisum og skipum, pönnun og önnur íshúsvinna kvenna greiðist eins og síldarvinna. Fyrir aö kverka og salta hverja tn. síldar kr. 1,56 Fyrir að — — krydda — — — — 1,85 Fyrir að — — sykursalta — — — — 1,70 Fyrir að — — magadraga — — — — 2,70 Fyrir að slóg- og tálkndraga — .— — — 3,12 Fyrir að hausskera og slógdraga — — — — 3,12 Fyrir aö — — krydda — — — — 2,47 Fyrir að — — slægja — — — — 3,91 Fyrir að runnsalta — — — — 1,07 Fyrir flokkun á slld greiðast kr. 0,57 viðbót við hverja tunnu síldar. Óþekktar verkunaraðíeröir greiöast með hliösjón af þeirri aðferð, sem líkust er. Vinnudagur kvenna er hinn sami og fyrir karlmenn, og tími til mat- ar og kaffi hinn sami, Helgidagavinna telst einnig eftir sömu reglum og belgidagavinna karlmanna. Við lok hvers vinnudags skulu verkstjóxar afhenda verkafólki vinnu- nótur, er sjlni tímaijölda og kaup þess, þó má við stöðuga vinnu - og að fengnu samþykki hlutaðeigandi verkafólks — tilfæra vikuvinnu á einni nótu. Vinnukaupið skal goldið í vikulokin á vinnustöðvunum og í vinnutím- anum, nema verkafólkiö kjósi annað frekar, Framhald af 2. síðu. til að auka dýrtíðina í landinu með kaupkröfum, sem gera vöru verka- mannsins — vinnuna — svo dýra, að sala hennar minnki, og atvinnu- leysið vaxi. Kommúnistar eru ekki svo miklir fávitar að þeir sjái ekki að hverju uppástungur þeirra um kaupkröfur miða. En ábyrgðarleysi þeirra og lítilsvirðing fyrir heill og heiðri veikalýðsins, ásamt blindri æfinlýraþrá og von um upplausn í þjóðfélaginu, reka þá út á þessa braut. Nýafstaðið kjötverðlagsæf- intýri bændanna getur ekki einu sinni opnað á þeim augun. Það má líka fullyrða, sem betur fer, að kröfur kommúnista eiga litlum byr að fagna meðal verklýðsfélaganna. Verkamenn sjá sviksemina, sem á bak vlð liggur, og því leggja þeir ekki eyru við boðskap þeirra. Upp af þessum kröfum mun því ekki annað spretta en stórar fyrirsagnir í kommúnistablöðunum, með nokkr- um hræsnisvaðli undir. Hin sfefnan, sú sem allsherjar- samtök verkalýðsins standa að baki, er sú, að krefjast vaxandi kaups með vaxandi dýrtíð, en með fullri sanngirni, svo vara verka- mannsins sé seljanleg á hvaða tíma sem er. í þessu felst ekki einungis trygging fyrir verkalýðinn sjálfan, heldur og þjóðina alla, þar sem tryggð er ólömuö frámleiðslu- starfsemi, en með því er atvinnu- leysinu vísað á bug. í öðru lagi er aðstaða verkalýðsins til kröfu á hendur annara stétta í landinu um hófsemi í kröfum, mikiu betri, er hann gengur á undan með góðu eftirdæmi, að því ógleymdu, að með þessi spil á hendinni get- ur verkalýðurinn krafist þess ir.eð fullum krafti af forráðamönnum þjóðarinnar, að þeir geri skyldu sína um að halda -dýrtíðinni niðri. Akureyri, 30. Desember 1940. Erlingur Friðjónsson, Árni forgrírasson, Haraldur forvaldsson, formaður. ritari. gjaldkcri. Helga Jönsdóttir og Jóhannes Jóhannesson raeðstjórnendur. Verkalýðurinn hefir komið auga á að þessi leið er farsælli og lík- legri til framdráttar hinum vinnandi lýð, en svikamilla kommúnista. — Þess vegna ganga nú flestöll verk- lýðsfélög í landinu til samninga við atvinnurekendur á þeim grund-

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.