Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 26.04.1949, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 26.04.1949, Blaðsíða 1
XIX. árg. Þriðjudaginn 26. apríl 1949 15. tbl. Frelsi, jafnrétti og bræðraiag Undir pestnm elnknnnarorSnm verínr aker- eyrsknr verkalíður að sameinast um karáttn- mál sín. Bygging félagsheimilis má ekki dragast. Næstkomandi sunnudag er 1. maí, dagur alþýðustétta allra landa, en þó sérstaklega verka- lýðsins. Þá minnist hann á úti- og innifundum baráttu sinnar og sigra fyrir bættum lífskjör- um og vinnur ný heit um nýja baráttu fyrir nýjum sigrum. Um langt skeið hefir 1. mai hér á Akureyri borið miður heppilegan svip á ýmsa lund. Er höfuðorsakar þeirrar meinsemd • ar að leita hjá þeim leiðtogum kommúnista, sem leggja alltaf þann skilnng 'í , góðan 1. maí- dag“, að hann sé flokksnýttur til hins ítrasta af þeim. Þar sem kommúnistar hafa nú um skeið haft meirililuta stjórnar í 4 af 5 stærstu verka- lýðsfélögum bæjarins, hefir eðli lega komið fyrst og fremst í hlut þeirra að skipuleggja há- tíðahöld dagsins, og þannig hafa þeir haft ár eftir ár tækifæri til að sýna ,,einingarvilja“ sinn og samvinnuiipurð við annarra flokka menn innan verkalýðsfé- laganna, en Akureyringar þekkja dæmin: Hinn árlega úti- fund 1. maí sem víða um land f og víða um heim er kjarni há- tíðahaldanna þennan dag, hafa kommúnistar hér gert að hrein- um skrípaleik í augum bæjar- búa, kröfugönguna að meining- arlausu rölti um götur bæjar- ins með kommúnistisk kröfu- spjöld og borða. Síðan Verklýðsfélagi Akur- eyrar var vikið úr Alþýðusam- bandi Islands og hinar vinsælu og fjölsóttu kveldskemmtanir þess 1. maí féllu niður, hefir stór hópur verkamanna ekki komið nærri 1. maí hátíðahöld* unum, og gefur að skilja, að slíkt er mjög leitt. Um nokkurt árabil hefir Al- þýðuflokksfélag Akureyrar stað ið fyrir kveldskemmtunum 1. maí, sem hafa verið vinsælar og vel sóttar. Þessar skemmtanir hafa aðeins verið haldnar vegna ríkjandi ástands í 1. maí-hátíða höldunum hér og með það eitt fyrir augum að gefa þeim, sem ekki vildu sækja hinar kommún istisku kveldskemmtanir, samt kost á því að halda 1. maí hátíð legan meðal góðra og glaðra fé- laga. Frá því fyrsta hefir AI- þýðuflokksfélagi Akureyrar þó verið ljóst, að óæskilegt væri að þurfa að grípa til þessara ráð- stafana vegna 1. maí. Dagurinn væri og ætti að vera fyrst og fremst vettvangur fagfélaganna en ekki hinna pólitísku félaga, enda þótt bæði kommúnistar og Sjálfstæðismenn hefðu farið inn á þessa braut. Til þess að gera þessa skoðun sina augljósa hélt félagið fyrstu kvöldskemmtanir sínar þennan dag við svo vægu verði, að varla eða aðeins hrökk fyrir beinum kostnaði, en síðar var þó horfið að því að hækka aðgangseyri og láta ágóðann renna í sérstakan húsbyggingar sjóð, sem afhenda skyldi verka- lýðsfélögum bæjarins, þegar þau hæfust handa um byggingu sameiginlegs félagshúss. 1 fyrra féll þó þessi árlega kveldskemmtun Alþýðuflokks- íélagsins niður og lágu til þess tvær ástæður: Sú fyrri, að full- trúaráð verkalýðsfélaganna hafði óskað þess bréflega við öll flokksfélög bæjarins, að þau tækju daginn á engan hátt í sína þjónustu hin síðari var sú; að hálflofað húsnæði brást. 1 ár hefir Alþýðuflokksfélag Akureyrar einnig ákveðið að halda enga 1. maí-skemmtun. Liggja til þess tvær ástæður: Sú fyrri; að Alþýðuflokksfélag- ar, sem einnig eru í fagfélögun- um( hafa óskað eftir slíku, svo að þeir geti kannað til fulls, hvort hægt sé að finna viðhlít- andi lausn á 1. maí-hátíðahöld unum í samvinnu við núverandi forsvarsmenn kommúnista á staðnum; hin ástæðan er sú, að Alþýðuflokksfélagið getur ekki fengið húsnæði til kveldskemmt unar sinnar nema með því skil- yrði, að ágóðinn; ef enhver yerð ur, renni lekbi í húsbyggingasjóð verkalýðsfélaganna. Alþýðumaðurinn vill hvetja alla í verkalýðsstétt og verka- lýðssinna í bænum að fylgjast vel með hátiðahöldunúm nú 1. maí. Takist að gera þau sam- stilltari og áhrifaríkari en verið hefir til framdráttar baráttu- málum verkalýðsins er það vissulega sigur, sem vert' verður að minnast; en setji kommúnist- ar nú, eins og undanfarin ár, flokksstimpil sinn á 1. maí- skemmtanirnar hér, verður ak- ureyrskur verkalýður, sem ekki er slíku samþykkur, að taka til sinna ráða að ári og fá þau verkalýðsfélög, sem lýðræðis- sinnar stjórna, til að skipa sér saman um fagleg 1. maí-hátíða- höld. Verkalýðsfélögin hér hafa ekki efni á því að það dragist ár frá ári vegna klaufalegrar forystu, að þau komi sér upp myndarlegu félagsheimili, þar sem þau geti haldið uppi marg- háttuðu starfi, sér og bæjarfé- lagi sínu til vaxtar og viðgangs. Akureyringar, fylgist með 1. maí-hátíðahöldunuin í ár og dragið svo ykkar ályktanir, hvort meinsemdin, sem hér hef- Skjaldborgarbíó „Monsieur Verdoux“ Mjög áhrifarík, sérkenni- leg og óvenjulega vel leikin amerísk stórmynd, samin og stjórnað af hinum heims- fræga gamanleikara CAELIE CHAPLIN. Aðallhlutverkin leika: Charlie Chaplin Marta Raye Isabet Elson. Bönnuð yngri en 16 ára. ———irii’Mi—— NÝJA-BÍÓ 1 kvöld kl. 9: Njdsnatörin (SECRET MISSION) Aðalhlutverkin leika: James Mason Hugh Wiiliams Michael Wilding Carla Lehmann. Bönnuð 12 ára. Ólafur Jónsson, framkvæmd- arstjóri í Gróðrarstöðinni hér, lætur af þeim störfum nú í vor, en við tekur Árni Jónsson, kennari við Garðyrkjuskólann á Reykjum í ölfusi. ir verið undanfarin ár, sé að eyðast, eða hvort réglulegur uppskurður sé nauðsynlegur að ári, svo að akureyrskur verka- lýður geti hindrunarlaust geng- ið fram að marki sínu: Frelsi, jafnrétti og bræðra- lagi.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.