Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 22.11.1949, Side 3

Alþýðumaðurinn - 22.11.1949, Side 3
Þriðjudagur 22. nóvember 1949 ALÞÝÐUMAÐURINN ! ALÞÝÐUMAÐURINN Útgefandi: AlþýfSuflokksféiag Akureyrar Ritstjóri: BRAGI SIGURJÓHSSON Bjarkastig 7. Sími 604. VerB 15.00 kr. á ári. Prentsmiðja Björns Jómsonar h.f. Jón Sveinsson sextugur Næstkoiliandi föstudag 25. þ. m. veröur Jón Sveinsson fyrrverandi bæjarstjóri sextugur. Hann kom bingað til Akureyrar árið 1919, þeg- ar ákveðið hafði verið, að hér yrði sett á stofn bæjarstjóraembætti í stað oddvita bæjarstjórnar, sem áð- ur var bæjarfógetinn hér. Jón hafði þá nýlokið lögfræðisnámi, sama vorið og hann kom hingað, og bæj- arstjórastarfinu gegndi hann næstu 15 árin á eftir til ársins 1934. Bæj- arfulltrúi var Jón kosinn árið 1934 til ársins 1938 og 1942 til 1946. Jón Sveinsson er því einn þeirra manna, sem lengst og mest afskipti hefir haft af bæjarmálum hér á síðastliðnum 30 árum, fyrst sem bæjarstjóri og síðar sem bæjarfulltrúi, enda fer það ekki milli mála, að hann er öðr- um mönnum hér kunnugri ýmsum málefnum bæjarins, og mætti þar sérstaklega tilnefna lóðamál, enda hefir honum verið falið það starf af bæjarstjórn að skrásetja lóðir bæj- arins, athuga um eignaheimildir að þeim og fleira. í sambandi við þær, sem kunnugustum manni í þeim efn- um. Fram að þeim tíma, er Jón kom hingað sem bæjarstjóri, hafði verið venja, að bærinn seldi byggingalóð- ir undir íbúðarhús og aðrar bygg- ingar einstaklinga og félaga, en strax eftir að bærinn fékk bæjarstjóra, var hætt við að selja lóðirnar og þær leigðar fyrir mjög lágt eftirgjald. Þá voru og fyrstu framkvæmdir hafnar að rafmagnsveitu fyrir bæinn hér við Glerána, sem leitt hafa af sér stærri framkvæmdir, vatnsveita bæj- arins stóraukin, byggð ytri bryggj- an hér á Torfunefinu ásamt hafnar- kvínni og hrundið af stað gatna-, holræsa- og gangstéttagerð í bænum, byggt stórt barnaskólahús og fleira. Jón er austlenzkur að ætt, fæddur að Árnastöðum í Loðmundarfirði 25. nóv. 1889. Foreldrar hans voru hjónin Sveinn Bjarnason og Sigríð- ur Bjarnadóttir, er síðar bjuggu í Húsavík í Borgarfirði eystra. Strax að fermingu lokinni réðist hann lil Einars Þórðarsonar prests að Desja- mýri og dvaldist þar tvö næstu árin, en að þeim loknum fór Jón að búa sig undir nám og naut undirbúnings undir gagnfræðaskólanám hjá séra Birni Þorlákssyni á Dvergasteini. Meðan Jón var í skóla, stundaði hann útgerð á Austfjörðum og afl- aði þannig fjár til skólanáms. Jón Sveinsson virðist hafa verið mjög hneigður fyrir atvinnurekstur eins og sjá má á útgerð hans á skólaárunum, því að slíkt mun fá- títt, að þeir, sem nám slunda að vetrinum til, reki á eigin spýtur að sumrinu útgerð, þó að í smáum stíl sé. Jón var alinn upp við landbúnað og þekkti því fjórrækt. Ilér á Akur- eyri varð því landbúnaðurinn eitt af áhugamálum hans, sem meðal ann- ars kom fram í því að eignast, á ak- ureyskan mælikvarða, talsvert mynd- arlegt sauðfjárbú, meðan hann var bæjarstjóri, og mun stutt síðan hann hætti þessari fjáreign sinni. Eftir að Jón Sveinsson hvarf frá bæjarstjórastarfinu, setti hann hér upp lögfræðisskrifstofu, en mun nú að mestu hættur að stunda lögfræð- isstörf, enda haft öðrum störfum að gegna, þar sem hann var skipaður árið 1942 rannsóknardómari í skattamálum, og hefir haft með höndum starf fyrir Akureyrarbæ, eins og áður hefir verið skýrt frá. Árið 1920, 25. nóv. gekk Jón að eiga Fanneyju Jóhannesdóttur verzl- unarmanns á ísafirði. Eiga þau hjón- in nú 29 ára hjúskaparafmæli um leið og Jón á sextugsafmælið. Þau hjónin Jón og Fanney eiga miklum vinsældum að fagna hér í bæ, og munu því margir bæjarbúar óska þeim heilla á þessum afmælis- degi þeirra. Erlingur Friðjónsson. SYSTRABRÚÐKAUP S. 1. laugardag voru gefin saman að Völlum í Svarfaðardal af séra Stefóni Snævar Rósa María Sigurð- ardóttir, Sigtúnum, Dalvík, og Þor- valdur Jónsson, bókbindari, Lög- bergsgötu 3, Akureyri. Einnig voru þá gefin saman þar Elín Sigurðar- dóttir, Sigtúnum, Dalvík, og Óskar Jónsson, bílstjóri, Dalvík. Aðalfundur Auslfirðingafélagsins á Ak- ureyri verður haldinn að Hótel Kea mið- vikudaginn 30. þ. m. kl. 8.30 síðdegis. Venjuleg aðalfundarstörf, og að fundi loknum verður spilað ef tími vinnst til. Fjölmennið og mætið stundvíslega. Stjórnin. TILKYNNING frá Fjárhagsráði <c Frá og með 21. nóv. mun fjárhagsráð veita móttöku nýjutn umsóknum um fjárfestingarleyfi fyrir órið 1950. í því sambandi vill ráðið vekja athygli væntanlegra urnsækj- enda á eftirfarandi atriðum: 1. Eyðublöð fyrir umsóknir er hægt að fá hjá skrifstofu ráðs- ins í Arnarhvoli, Reykjavík, og hjá oddvitum og bæjarstjór- um í öllum sveitarfélögum landsins utan Reykjavíkur. 2. Nauðsynlegt er að sækja um fjárfestingarleyfi fyrir öllum nýbyggingum, sem áætlað er að kosti meira í efni og vinnu en 10.000.00 kr., og ennfremur til byggingar útihúsa og vot- ■ heysgryfja, enda þótt þær framkvæmdir kosti innan við þá fjárhæð. Um fjárfestingarleyfi þarf ekki að sækja vegna •viðhalds eða framkvæmda, sem kosta innan við 10.000,00, kr., er mönnum þó ráðlagt að senda fjárhagsráði umsóknir urn efnisleyfi. 3. Fjárhagsráð hefir horfið að því ráði að þessu sinni að . ókveða ekki sérstakan umsóknarfrest, heldur mun ráðið: ■ veita umsóknum móttöku um óákveðinn: tíma.' Þyki síðar óstæða til að ákveða annað, verður það gert með nægum « fyrirvara. 4. Ollum þeirn, sem fjárfestingarleyfi hafa fengið á þessu ári, hefir verið sent hréf og eyðublað til endurnýjunar. Skal beiðni um endurnýjun vera konrin til fjárhagsráðs eða póst- \ V' lögð fyrir 31. des. þ. á. Reykjavík, 17. nóv. 1949. Fjárhagsráð. Frá Landssímanum Þeir sem hafa pantað síma á Akureyri fyrir 1. janúar 1949, þurfa að hafa endurnýjað pöntun sína skriflega fyrir 27. þ. m., að öðrum kosti skoðast hún úr gjldi fallin. Breytingar og leiðréttingar á símaskránni þurfa einnig að sendast fyrir 27. þ. m. Símastjórinn. AUGLÝSING- Bæjarstjórn Akureyrar hefir samþykkt að leita tilboða urn leigu á nýju dráttarbrautinni á Oddeyrartanga. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu bæjarstjóra. Tilboðum sé skilað fyrir 5. desember næstkomandi. Bæjarsf-jóri.

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.