Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 8

Stúdentablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 8
FAGLEGAR RAÐNINGAR TAKATVO í síðasta tölublaði Stúdentablaðsins var grein eftir tvo háskólastúdenta. Greinin hét „Faglegar ráðningar, allir mega scekja um" og var á neðri hluta tiundu síðu. Engin myndvarmeðgreininni. Höfundar hennar vQuðu ekki fyrir sér að draga fram viðsnúnar staðreyndir um stúdentapólitík og vega talsvert að þátttakendum hennar.Alltáyfirgengilega kómískan og kaldhœðnislegan máta. Ef íróníunni sem umlék orð þeirra er blásið frá stendur þó eftir góð vangavelta: með hvaða hætti er ráðið í starf framkvæmdastjóra Stúdentaráðs; á pólitískum forsendum eða faglegum eins og lög ráðsins kveða á um? ÞETTA ER í ÞREMUR HLUTUM Þessari spurningu er auðveldast að svara með tilvísun í fyrirsögn greinar skötuhjúanna: það er ráðið faglega í stöðuna, allir mega sækja um. En um leið býr talsverð útskýring, upplýsingar og saga þar að baki sem ekki kom fram í greininni sem hér er svarað né heimildum sem höfundar hennar hafa grúskað í. Er sú nauðsynlega viðbót hér að neðan í þremur hlutum. Útskýring Þegar kemur að umsóknum um stöðu framkvæmdastjóra Stúdentaráðs er það enginn feluleikur né stúdentum dulið að undanfarin ár hafa einungis einstaklingar sem hafa annað hvort verið á framboðslista Röskvu eða Vöku sótt um starfið. í ljósi þess mætti setja spurningarmerki við það skýlausa umboð laganna að staðan skuli auglýst opinberlega - enda er sú lagagrein í náinni athugun hjá starfandi Stúdentaráði. Upplýsingar Faglega er ráðið í stöðuna með hliðsjón af stjórn Stúdentaráðs hverju sinni eins og árin sanna. Lýðræðislega kjörin fylking í meirihluta stjórnarinnar markar heildarstefnu fyrir starfsár ráðsins hverju sinni og metur því samkvæmt hver umsækjanda sé hæfastur til komandi verka. Auðvelt er að útskýra og rökstyðja að pólitísk reynsla skipti sköpum og vegi þungt á metunum þegar kemur að samstarfi við formann og meirihluta sem þegar hefur verið kjörinn. Saga Það gefur augaleið að eftir oft á tíðum hatramma kosningabaráttu fylkinga innan háskólans er takmarkaður samstarfsvilji fyrir hendi og ólíkar hugmyndir Röskvu og Vöku um heildarhagsmuni stúdenta vaða uppi. Af þessu leiðir að formaður og framkvæmdastjóri Stúdentaráðs hafa ætíð komið úr sömu fylkingu þegar önnur hvor fylking hlýtur hreinan meirihluta í stúdentaráðskosningum. Það þarf ekki annað en að skyggnast aftur í sögu Stúdentaráðs til þess að koma auga á það augljósa atriði. Þá hljóta að vakna þær spurningar hvers vegna ekki sé ráðið pólitískt í stöðuna eða faglega til nokkurra ára - og málið þannig útrætt. Þeim spurningum verður þó ekki svarað hér heldur með mögulegum lagabreytingum í framtíðinni. SVONA HEFUR ÞETTA ALLTAF VERIÐ Af upplýsingum hér að ofan gefur augaleið að ráðið er faglega í stöðu framkvæmdastjóra Stúdentaráðs með hliðsjón af fyrirætlunum nýkjörins meirihluta sem setur hæfnisskilyrði fyrir ráðninguna. Og þannig hefur það verið síðan elstu konur og menn muna. Núverandi Stúdentaráð hefur þó tekið 64. gr. laganna og ráðningu framkvæmdastjóra sérlega fyrir og er einróma samþykkt því að óeðlilegt sé að mannabreytingar séu með jafnörum hætti og framkvæmdastjórastaðan sannar. OG HVAÐ Á AÐ GERA? Stúdentaráð hefur fyrir fjölmörgum dögum rætt mögulegar lausnir á þeim vanda sem spinnst kringum örar mannabreytingar starfsins og samhugur ríkir um að framkvæmdastjóri ætti að vera áfram faglega ráðinn - en til nokkurra ára í senn. Hér telst þá tilvalið að vitna í drög að samningi ráðsins við yfirvöld Háskóla Islands, sem lagður verður fyrir áður en sameining við Kennaraháskólann verður að veruleika 1. júlí næstkomandi: „SHI óskar eftir fjárhagslegu bolmagni til þess að greiða framkvæmdastjóra ráðsins hærri mánaðarlaun, svo hægt sé að ráða í þá stöðu til meira en eins árs í senn.“ Og síðar: „Bæði FS og öll stjórnsýsla HÍ kvartar yfir því að erfitt sé að halda tengslum þar sem árlega er ráðinn nýr framkvæmdastjóri." Og á enn öðrum stað: „Fastráðinn framkvæmdastjóri eykur vafalítið á skilvirkni verkefna og aðgerða, hefur góða yfirsýn yfir viðfangsefni og fjármál ráðsins." Vil ég benda fyrrnefndum greinahöfundum, sem tala augljóslega um sjálfa sig, „...þegar tekið er tillit til þess fullkomna áhugaleysis sem þorri stúdenta sýnir Stúdentaráði og þeim hrossakaupum og hrókeringum sem þar fara fram,“ á að fundir ráðsins eru öllum opnir og kjörinn vettvangur til upplýsingaöflunar þegar skrifa á grein um starf Stúdentaráðs, hvort sem hún á að vera í niðurrifsstíl eður ei. Á slíkum fundi hefur ofannefndur samningur verið reifaður sem og aðrar hugsanlegar lagabreytingar á 64. gr. gangi hann ekki í gegn óbreyttur. ÞETTA ER ALVEG AÐ VERÐA BÚIÐ í dag er framkvæmdastjóri Stúdentaráðs ráðinn á faglegum forsendum með hliðsjón af kröfum og áætlunum nýkjörinnar stjórnar ráðsins. Gerir það ráðninguna sögulega séð að hluta til pólitíska þó það komi ekki fram í lögum heldur venjum. Undanfarin ár hafa einungis Röskvu- og Vökuliðar sótt um starfið þannig að skýlaust boð laga ráðsins um opinbera auglýsingu er ef til vill óþarft eins og staðan er í dag. Ýmsar hugmyndir varðandi ráðningu framkvæmdastjóra Stúdentaráðs hafa verið ræddar á fundum. í kjölfar þeirra hafa verið lögð fram drög að samningi við háskólayfirvöld þess efnis að framkvæmdastjóri verði ráðinn til lengri tíma en eins árs í senn og á hærri taxta líkt og fyrirkomulagið er til að mynda hjá kollegum í Kennaraháskólanum. Fari sá samningur forgörðum er annars konar lagabreyting yfirvofandi. Þegar öllu er á botninn hvolft er undirrituð í meginatriðum sammála inntaki greinarinnar: „Faglegar ráðningar, allir mega sækja um.“ Enda veltir hún upp hitamáli sem hefur reglulega verið tekið fyrir á opnum fundum Stúdentaráðs. Af mörgu var yfirdrifið í greininni en það sem skorti heldur á voru upplýsingar sem hér með hafa verið dregnar fram í dagsljósið. Og er þetta þá ekki samþykkt, staðfest og útrætt? ■ Höfundur er formaður Stúdentaráðs 2008-2009. 001. Mynstur úr fána Hvíta-Rússlands SVARTHOL EVRÓPU / Evrópu er að finna svarthol fyrir mannréttindi. Þetta svarthol er í Hvíta-Rússlandi. Pyntingar, lögregluofbeldi og ógnanir eru daglegt brauð í Hvíta- Rússlandi. En ungliðar stjórnarandstöðunnar, sem ekki vilja láta kúga sig lengur, berjast fyrir borgaralegu samfélagi og lýðrœði. TILEFNISLAUSAR HANDTÖKUR Kacia Halickaja er meðlimur Ungu framvarðasveitarinnar í Hvíta-Rússlandi. Hún hefur fengið að reyna kúgunaraðferðir stjórnvalda á eigin skinni. Eftir heimsókn Samtaka ungra lýðræðissinna í Evrópu (DEMYC) í janúar var Halickaja, ásamt níu öðrum virkum meðlimum Ungu framvarðasveitarinnar, handtekin. Þau höfðu frætt sendinefnd DEMYC um skort á lýðræðisþróun í Hvíta- Rússlandi og þannig sýnt stjórnvöldum opinbera andspyrnu. Þar að auki tjáðu þau sendinefndinni hvernig „alræðisstjórn Lúkashenkos beitti einræðistilburðum og ógnunum” til að halda ungu fólki frá stjórnmálum. Halickaja og félagar hennar voru því kærð fyrir að „viðhafa ósæmilegt orðafar á almannafæri” og dæmd til fimmtán daga fangelsisvistar. Kacia Markouskaja frá ungliðahreyfingu Alþýðufylkingar Hvíta- Rússlands segir að handtökurnar hafi verið tilraun stjórnvalda til að þagga niður pólitíska umræðu. Hún segir að ungmennin hafi ætlað að taka þátt í mótmælaaðgerð gegn ríkisstjórninni og „til að koma í veg fyrir það hafi stjórnvöld lokað fjölda marga mótmælendur inni." UNGLIÐAR ÖGRA Ungliðahreyfing Alþýðufylkingar Hvíta-Rússlands berst fyrir uppstokkun samfélagsins. Meðlimir hennar neita að viðurkenna stjórn Lúkashenkos forseta. Þeir eru sannfærðir um að hann vilji endurreisa Sovétríkin með aðstoð Rússlands. Mál- og fundarfrelsi fyrirfinnst varla í Hvíta-Rússlandi. Öll ummæli sem hægt er að túlka sem móðgun í garð forsetans eða opinberra starfsmanna eru refsiverð. Auk þess þurfa öll samtök og félög á sérstöku leyfi að halda til að starfa í landinu. „Allir sem eru virkir í hvít-rússnesku stjórnar- andstöðunni eru handteknir allt að tíu sinnum á ári”, segir Marouskaja. En þrátt fyrir hinar ójöfnu leikreglur er hún sannfærð um að stjórnarandstaðan muni ótrauð halda baráttunni áfram. STUÐNINGUR AÐ UTAN Síðan 1997 hefur DEMYC stutt unga lýðræðissinna í Hvíta-Rússlandi. Samtökin berjast fyrir opnun samfélagsins í þessu síðasta einræðisríki Evrópu. Janúarheimsóknin var í þriðja skiptið sem samtökin fara til landsins í þeim tilgangi að afla upplýsinga um ástandið þar. Páll Heimisson var í sendinefnd DEMYC. Hann segir að þrátt fyrir harkaleg viðbrögð hvít-rússneskra stjórnvalda við heimsókninni muni samtökin ekki gefa landið upp á bátinn. „Þvert á móti munum við gera allt sem í okkar valdi stendur”, segir Páll. Hann telur sig þó ekki sjálfan eiga afturkvæmt til Hvíta- Rússlands þar sem hann sé líklegast kominn á svartan lista hjá stjórnvöldum. Adrian Severin, upplýsingarfulltrúi Mannréttinda- ráðs Sameinuðu Þjóðanna (SÞ), hefur fordæmt ofbeldisfulla kúgun hvít-rússneskra stjórnvalda á samfélaginu. í janúar síðasta árs skilaði hann skýrslu til ráðsins þar sem hélt því fram að SÞ hefðu um tvo kosti að velja: annað hvort beiti þær sér fyrir auknum lýðréttindum í Hvíta-Rússlandi, eða þær viðurkenni að fyrirlitning á mannréttindum sé í eðli stjórnkefi þess. Hingað til virðist sem seinni kosturinn hafi orðið ofaná. ■

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.