Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 16.06.1959, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 16.06.1959, Blaðsíða 1
XXIX. árg. Þriðjudagur 16. júní 1959 19. tbl. ígctir kjóscndafunðir Alþýðuflokksins il HMk, Akureyri, Mík, Ólofsjirði oo Mrkróki « 1 htlgi Fundirnir voru yfirleitt prýðisvel sót+ir og móli ræðumanno ógætlega tekið. Sérstoka athygli vakti, hve mólflutningur þeirra var mólefnalegur og óreitn- islaus í garð andstæðinga, gagnstætt mólflutníngi annarra flokka. Alþýðuflokkurinn efndi til 5 almennra kjósendafunda hér norð anlands um síðustu helgi og viku- lokin. Var hinn fyrsti á Húsavík sl. föstudagskvöld, annar á Akur- eyri síðdegis á laugardag, þriðji á Dalvík á laugardagskvöld, fjórði á Sauðárkróki síðdegis á sunnudag og hinn fimmti á Ólafs- firði á sunnudagskvöld. Allir voru fundirnir prýðisvel sóttir, t. d. var húsfyllir eða um 150 manns á hvorum stað Húsavík og Ólafs- firði, um 70—80 manns á Dalvík, 180 manns hér, en um fundarsókn á Sauðárkróki hefir blaðið ekki frétt nákvæmlega. Á Húsavíkurfundinum voru ræðumenn þeir Guðmundur í. Guðmundsson, utanríkisráðherra, Friðjón Skarphéðinsson, dóms- málaráðherra, og Axel Benedikts- son, skólastjóri, frambjóðandi Alþfl. í Suður-Þing. Fundarstjóri var Ingólfur Helgason trésmíða- meistari. Auk frummælanda tóku til máls Vernharður Bjarnason, Emil Jónsson. Þórhallur Snædal, Árni Jónsson og Jón Héðinsson. Á Akureyrarfundinum voru frummælendur þeir Emil Jónsson, forsætisráðherra, Guðmundur í. Guðmundsson, utanríkisráðherra, og Friðjón Skarphéðinsson, dóms málaráðherra, . frambjóðandi flokksins hér. Auk þeirra tóku til máls Bragi Sigurjónsson og Stein- dór Steindórsson, yfirkennari, er var fundarstjóri. Á Dalvíkurfundinum voru frum mælendur Emil, Guðmundur og Bragi Sigurjónsson, efsti maður Guðmundur í. Guðmundsson. framboðslista Alþfl. í Eyjafirði. Fundarstjóri var Gunnar Markús- son, skólastjóri á Húsabakka í Svarfaðardal. Á Ólafsfirði voru frummælend- ur Emil, Friðjón og Bragi. Fund- arstjóri Sigurður Ingimundarson, bifreiðastjóri. Á Sauðárkróki voru frummælendur Guðmundur í. Guðmundsson, Helgi Sæmunds- son, ritstjóri, og Albert Sölvason, framkvæmdarstj óri, efsti maður A-listans í Skagafirði. í ræðum sínum fjölluðu ráð- herrarnir sérstaklega um þessi mál: Emil um efnahagsmálin, störf ríkisstj órnar Alþfl. og að- dragandann að myndun hennar, Guðmundur um landhelgismálið og Friðjón um kj ördæmamálið. Allar voru ræður þeirra mjög greinaglöggar um málefnin eins og þau liggja nú fyrir. Sérstaka athygli vakti, hve málflutningur þeirra var málefna- Símar kosningaskrifstof- unnar eru 1399 og 2008. Alþýðuflokkurinn. Friðjón Skarphéðinsson. legur og laus við ádeilur og á- reitni í garð andstöðuflokka, og varð mörgum á að minnast ann- arra og ólíkra ræðna andstæðinga Alþfl. á fundum hér í vor, þar sem skothríð fúkyrða og órök- studdra skamma hafa dunið yfir öíl mörk. Prentaror 09 bólibind- oror tryggðfl sér líjeyrissji Verkfalli prentara, er stóð í 9 daga lauk síðastliðinn þriðjudag. Þann dag lauk og eins dags verk- falli bókbindara. Með hinum nýju samningum, er prentarar og bókbindarar hafa gert við atvinnurekendur, hafa þessar stéttir tryggt sér lífeyris- sjóð og ýmis önnur starfshlunn- indi. Kauphækkun er hins vegar engin. Helztu atriðin í hinum nýju samningum prentara eru þessi: Komið verður á fót lífeyris- sjóði. Munu prentsmiðjueigendur greiða 6% í sjóðinn en prentarar greiða ekkert á þessu ári. Næsta ár greiða prentarar 1% af laun- um sínum i sjóðinn, ár,ið 1961 greiða þeir 2%, 1962 3% og 1964 4% eða fullt framlag. Samið var um ný ákvæði varð- andi veikindadaga. Veita þau prenturum aukna tryggingu fyrir því að missa ekki rétt til veikinda- daga. Samkvæmt gömlu samning- unum áttu prentarar rétt á 12 veikindadögum á ári. Og væru þeir ekki notaðir áttu menn þá inni hjá fyrirtækjunum. En at- vinnurekendur gátu sagt upp starfsmönnum sínum og þannig um leið losnað undan þeirri kvöð að láta í té veikindadaga, er safn- azt höfðu fyrir. Nú hefir ákvæð- Framh. á 8. síðu. Er ykknr þetta hngrfast: Með sfofnun Hósefafélags Reykjavíkur og síðar Sjómannafélags Reykjavíkur 1915 hefsf fyrsfa markvissa baróffan fyrir rétfindum og kjörum ís- lenzkra sjómanna. Þar var Alþýðuflokkurinn að verki. Árið 1921 voru togaravökulögin sett eftir harða baróttu Jóns Baldvinssonar, þingmanns Alþýðu- flokksins. Þessi lög hafa síðan verið endurbætt, hvað hvíldartíma sjómanna snertir. Þar hefir Álþýðuflokkurinn alltaf haft forystuna. Öryggis- og tryggingamól sjómanna hafa fró stofnun Alþýðuflokksins verið eitt af baróttumól- um hans. í sögu þeirra móla mun nafn Sigurjóns Á. Ólafssonar aldrei gleymast. Árin 1917, 1921, 1928, 1936, 1946, 1950, 1954, 1957 og 1959 hafa tryggingabætur verið hækkaðar með lögum til sjómanna, alltaf fyrir for- göngu Alþýðuflokksins. Loks er svo að minnast lífeyrissjóðs togarasjó- monna, sem lögfestur var fyrir skömmu fyrir at- beina Alþýðuflokksins, og lífeyrissjóður bótasjó- manna er í fæðingunni, einnig fyrir atbeina Al- þýðuflokksins. Þannig hefir enginn stjórnmólaflokkanna borið hag sjómanna jafnmikið fyrir brjósti og Álþýðu- flokkurinn. Sjómenn hafa og sýnt í verki, oð þeir kunna vel að meta baróttu flokksins fyrir réttind- um sínum og kjörum og veitt honum víðast um land hið bezta brautargengi. Veiztn — AÐ fram til 1934 höfðu menn yngri en 25 óra ekki kosningarétt hér ó landi? Fyrir forystu Alþýðuflokksins var kosningaaldur færður niður í 21 ór 1934, en það kostaði flokkinn margra óra baróttu innan þings og utan að vinna mólinu nægilegt fyigi, m. a. var Sjólfstæðisflokkur- inn hatrammur ó móti. ÁÐ fram til 1934 voru þeir sviptir kosningarétti, sem þegið höfðu framfæri af sveit. Fyrir forystu Alþýðuflokksins var þessi ómenn- ingarvoftur numinn úr lögum 1934, en Sjólfstæðið barðist ó móti. AÐ Alþýðuflokkurinn hefir ótt frumkvæðið að öll- um lagfæringum og leiðréttingum ó kjördæmaskip- uninni, síðan hann var stofnaður, en Framsóknar- flokkurinn hefir barizt með hnúum og hnefum gegn öllum. Hefðu þessar lagfæringar ekki fengizt, en vilji Fromsóknar róðið, mundu verkalýðsflokkarnir nú sennilega ekki eiga neinn fulltrúa ó alþingi, þótt kjósendatala þeirra sé um 30 þúsund!

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.