Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 27.10.1959, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 27.10.1959, Blaðsíða 3
Laugardagur 24. október 1959 ALÞÝÐUMAÐURINN 3 Engin hœhhun nautsynjavdra við ajndm tehjishatts Aðeins 9% hækkun ó öðrum vörum á óbeinum sköftum. Það þyrfti ekki að hœkka óbeina skatta nema um 9% til þess að vega upp á móti tekjuskattinum, jafnvel þótt þessi hækkun yrði ekki látin taka til neinnar þeirra nauðsynja- vöru, sem nú er í lœgsta flokki yfirfærslugjalds, sagði Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, í útvarpsumræðunum sl. miðvikudagskvöld. „Ég hef látið athuga, hver áhrif slík hækkun á óbeinu sköttunum hefði á verðlag nokkurra vöruteg- unda, bæði þeirra, sem eru í meðalgjaldaflokki og hæsta flokki, en eins og ég gat um áðan geri ég ekki ráð fyrir neinni hækkun ó- beinna skatta á nauðsynja- vörum í lægsta flokki,“ hélt ráðherrann áfram. „Niðurstaðan er sú, að t. d. ullargarn, sem er í meðalflokki mundi hækka um 40 aura hver 100 gr. eða um 1.6%, en karlmannaskór, sem einnig eru í meðalflokki mundu hækka um 12.12 kr. eða 3%. Kjólaefni, sem er í hæsta flokki, mundi hækka um 4.83 kr. meterinn eða um 3.5% og rúsínur, sem einnig eru í hæsta flokki mundu hækka um 1.10 kr. kílóið eða um 3.40%. Af þessum dæmum er augljóst, að verðhækkun sú, er hlytist af þessari hreytingu er tiltölulega smávægileg. Og nú spyr ég ykkur, hlustendur góðir: Finnst ykkur ekki skynsamlegra að losna við tekjuskattsfarganið, fram- tölin, álagninguna, sem kostar vinnu tvö hundruð manna, innheimtuna, óþægindin, sem fylgja því að verða að greiða skattinn af tekjum, sem ef til vill er búið að eyða og þá síð- ast en ekki sízt óánægjuna út af misréttinu og ranglætinu, sem hlýtur að fylgja þessari skattheimtuaðferð, þegar í stað- inn þyrfti ekki að koma annað en 9% hækkun á óbeinum sköttum, sem við greiðum hvort eð er af öðrum vörum en brýnustu nauðsynjavörum?“ Gylfi lauk ræðu sinni með þessum orðum: „ÞÆR RÁÐSTAFANIR, sem nú þarf að gera í efna- hagsmálum þjóðarinnar, eiga að hafa það að markmiði, að íslendingar lifi á íslandi af þeim gæðum, sem þeir vinna úr skauti lands og sjávar. Það er bjargföst sannfæring mín, að meginhluti þjóðarinnar muni styðja slíkar ráðstafanir, ef henni eru kynntar þær af hreinskilni og þær eru fram- kvæmdar af festu, heiðarleik og réttsýni. Ég vona, að gæfa þjóðarinnar verði svo mikil, að slík stefna nái fram að ganga. Þá væri mikill sigur unninn í ævarandi sjálfstæðis- baráttu íslendinga. Og er það ekki í raun og veru sameigin- legt takmark okkar allra?“ Útgerðarfélags Akureyringa h.f. vantar nokkrar stúlkur til vinnu nú þegar. — Upplýsingar hjá verkstjóra. Taliiin^ atkvæða við alþingiskosningarnar 25. og 26. þ. m., fer fram í Landsbankasalnum á Akureyri þriðjudaginn 27. þ. m. og hefst kl. 14. Yfirkjörstjórnin í Norðurlandskjördæmi eystra. Orðsending til bifreiðaeigenda. Athygli bifreiðaeigenda hér í umdæminu er hér með vakin á því, að framvegis verður gengið ríkt eftir því, að bifreiðar séu með löglegum Ijósútbúnaði, þar á meðal stefnuljósaút- búnaði, enda eru nú fyrir hendi reglur um þetta. Bifreiðaeftirlitið lætur í té nánari upplýsingar um þessi atriði. Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Bœjarfógetinn á Akureyri. Frd Æsyýðsheimilini i Vorðborg Les- og leikstofur verða í vetur opnar sem hér segir: Á þriðju- dag og föstudaga kl. 5—7 fyrir börn í 5. og 6. bekkjum barna- skólanna. Sömu daga kl. 8—10 fyrir unglinga. — Námskeið í flugmódelsmíði og pappírsföndri hefjast strax og næg þátt- taka fæst. — Upplýsingar um námskeiðin verða gefnar í Varðborg á þriðjudögum og föstudögum kl. 5—7 og kl. 8— 10. — Sími 1481. TRYGGVI ÞORSTEINSSON. »Ekki batnar Birni enn bana- kringlu- verknrinn« Þetta gamla vísubrot mun mörg- um hafa komið í hug, er þeir lásu Verkamanninn í gær og sáu, áð þar var Björn Jónsson, fyrrver- andi alþm., enn að endurtaka þau ósannindi sín, að Sjálfsbjörg hefði ekki fengið þann styrk og þau lán fyrir tilstyrk Friðjóns Skarphéðinssonar, sem hann hafði heitið félaginu. Forstjóri Tryggingar- stofnunar ríkisins hefir þó vot-tað hið sanna, og stjórn Sjólfsbjargar hefir einnig vottað það. En Björn Jónsson er ekki sá drengur að viðurkenna ósannindi sín, heldur endurtekur þau á ný. Djúpt er sá sokkinn, er svona berst. ------X------ LEIKSKÓLINN Svo sem bæjarbúum er kunnugt hefur Barnaverndarfélag Akur- eyrar haft í byggingu leikskóla á Oddeyri. Skólinn verður vígður laugardaginn 24. þ. m. kl. 4 e. h. Allir velunnarar Barnaverndarfé- lagsins eru velkomnir meðan hús- rúm leyfir. — Kaffisala verður á sama stað eftir vígsluna. — Húsið verður opið til sýnis fyrir almenn- ing sunnudaginn 25. þ. m. kl. 3— 6 e. h. og fer þá einnig fram kaffi- sala. -------□-------- ír ræðu Gylía (Framh. af 2. síðu.) auki sífellt bætt við lausaskuldir bankanna. Á þann gjaldeyri, sem þjóðin fær til ráðstöfunar á þennan hátt, eru ekki greiddar 88% bætur, eins og á gjaldeyrinn, sem fæst fyrir útflutning.inn, held- ur aðeins 55% á föstu lánin, en engar bætur á þann gjaldeyri, sem fæst með aukningu á lausaskuld- um bankanna. Ekki eru heldur greiddar neinar bætur á þann gjaldeyri, sem varnarliðið í Kefla- vík selur bönkunum. Ef núverandi kerfi ætti að standa, yrðum við því að halda áfram að taka föst erlend lán í ríkum mæli og halda áfram að auka lausaskuldir bank- anna. Þetta er hvorki mögulegt né heldur ráðlegt.“ 170 millj. kr. órlega af erlendum lónum. í niðurlagi ræðu sinnar ræddi Gylfi Þ. Gíslason um hin miklu erlendu lán, er íslendingar hafa safnað. Hann sagði, að við gæt- um ekki haldið svo áfram lengur. Við verðum að greiða í vexti og afborganir 170 millj. kr. árlega af þessum lánum, sagði ráðherrann. Og við getum ekki haldið þannig áfram. Lagði Gylfi áherzlu á það í lok ræðu sinnar, að þessu yrði að breyta. ------X------ Mikill munur í allt sumar hefir flokkur vega- v.innumanna barizt við vatnahlaup á Mýrdalssandi. Hver varnargarð- urinn eftir annan hefir brostið og vatnsflóðin gert veginn ófæran. Þessu verki hefir stjórnað Ás- geir Markússon, fyrrverandi bæj- arverkfræðingur hér í bæ, og skoðanabróðir Björns Jónssonar. Framkvæmdir hans hafa farið í handaskolum, verið húmbúkk og kák. Árið, sem er að líða, hefir Emil Jónsson, forsætisráðherra, stjórn- að varnargarðagerð gegn verð- bólguflauminum á Mýrdalssandi hins ótrygga efnahagslífs þjóðar- innar. Sú varnargarðagerð hefir tekizt með slíkum ágætum, að al- þjóðarathygli hefir vakið, enda aldrei gefið yfir garðana, síðan á verkstjórn Emil Jónsson tók við verkstjórn. Þar hefir gert gæfumuninn hæfi- leikar hans og meðráðherra hans, en ógæfumuninn á hinum raun- verulega Mýrdalssandi verk- stjórnarvanhæfni kommúnistans Ásgeirs Markússonar. Vanhæfni hans til varnargarðagerða er táknræn fyrir flokk hans. Munið kosningasjóð A-listans. Þeir, sem vilja lóna bíla ó kjördag, geri svo vel að hafa samband við skrif- stofuna í Túngötu 2, sími 1399. A-listinn. KJósendnr A-listan§! Kjósið snemma, það auðveldar kosningastarf- ið. Munið að kosningin á Akureyri stendur að- eins sunnudaginn og lýkur kl. 22. Kjósið snemma! X ft-listion

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.