Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 17.07.1962, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 17.07.1962, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 17. júlí 1962 ALÞÝÐUMAÐURINN 3 Já, Tívolí hefir opnað hllð sín upp á gátt; Tfvolfvarðllðlð marsérar f hátíðabúnlngl sfnum og flugeldar varpa bjarma á hlýjan næturhimlninn yfir Kaupmannahöfn. Það er vor f Kaupmatuiahöfn - og Kaupmannahöfn er falleg f birtu vorsins-og hlýindúm sumarsins. Kaupmannahöfn er Iífs- glöð borg; þar er alltaf eitthvað að gerast á öllum tímum sólarhringsins. Takið sumarleyflð snemma - og krækið yður f áukaskammt af sumrinu - og ferðizt með Flugfélagl íslands; það er skemmtilegur viðburður útaf fyrlr slg. Skipulegglð sumarl§yfi. yðar f samráðl við ferðaskrlfstofu yðar eða »fréttaniciin!ska« Uggur í »ÞjóðviljaDum« Svo sem kunnugt er, hefur Þjóðviljinn, blað Kommúnista- flokks íslands, fordæmt alla at- hugun á því, með hvaðá kjörum innganga Islands í Efnahagsbanda- lag Evrópu væri hugsanleg. Hefur blaðið hingað til rekið áróður sinn gegn athugun þessari á þeim grundvelli, að sjálfsákvörðunar- rétti íslands um eigin mál ýmis- konar væri hætt og raunar sjálf- stæði öllu. En á sunnudaginn kom blaðið illa „upp um strákinn Tuma“, því að á forsíðu er móðursýkis- leg grein um það, að viðskipta- málaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, hafi í Brussel nýverið rætt austur- viðskipti Islands (Sovétríkin), en á slíkum viðskiptum séu geysileg- ar hömlur í Efnahagsbandalag- inu. Síðan birtir blaðið á bak- síðu upplýsingar um viðskipti Is- lands við Sovétríkin á fjórum fyrstu mánuðum þ. á. Eiga svo lesendur að lesa í málið, hvílíkt efnahagslegt tjón það væri, ef viðskipti austurs drægjust sam- an. Er augljóst á öllu, að það er sambandið við Sovétríkin, sem kommarnir bera mest fyrir hrjósti, enda eru ýmsir straumar sagðir liggja til þeirra persónulega í sambandi við austurviðskiptin. Ófiiigaiaiiles' Sl. laugardag gat að líta eftir- farandi fyrirsögn yfir þvera for- síðu Þjóðviljans: „Adenauer vill fund æðstu manna EBE vegna umsóknar frá Islandi!“ Síðan var frá því sagt, að sam- kvæmt skeyti frá norsku frétta- stofunni NTB, sem blaðinu hafi borizt, hafi Adenauer, kanslari Þýzkalands, sagt á flokksfundi í vikunni, að ísland hafi meðal nokkurra nafngreindra ríkja sótt um aðild að EBE. Sl. sunnudag spyr svo blaðið með annarri þversíðufyrirsögn hvor ljúgi, Gylfi eða Adenauer, þar eð Gylfi neiti, að ísland hafi sótt um aðild, en Adenauer stað- hæfi hið gangstæða. Við nánari athugun á „frétt“ Þjóðviljans hefur þetta upplýstst: „Ýtarlegur yfirlestur á ræðu Adenauers sýnir, að hvergi hefur verið minnzt á ísland.“ (A.P. fréttastofan). M. ö. o. Þjóðviljinn rangtúlkar opinbera frétt í óróðursskyni, og spyr síðan með alvöruþunga: Lýgur Gylfi eða Adenauer? Svarið er náttúrlega dálítið á aðra lund en Þjóðviljinn ætlast til: Lygarinn er Þjóðviljinn sjálfur. En m. ö; o. hvar erum við stödd með mólflutning okkar, ef þetta á að verða framtíðarblaðamennsk- an að ljúga upp forsendum og draga svo ályktanir út frá lyg- inni? Þeir, stm sött hajo um lón vegna íbúðarbyggingar, hjá Húsnæðismálastofnun ríkisins og beðið Kaupfélag Eyfirðinga að annast milligöngu um lán- tökuna, eru vinsamlegast beðnir að hafa tal af mér sem fyrst. ' f Arngrímur Bjarnason. TILKYNNING um aðstöðugjald Sarnkv. ákvörðun hæjarstjórnar Akureyrar verður inn- þeimt aðstöðugjald á Akureyri skv. III. kafla laga nr. 69/1962 um tekjustofna sveitarfélaga sbr. reglugerð nr. 81/1962 um aðstöðugjald, samkv. eftirfarandi gjaldskrá: 0,5% Rekstur flugvéla og fiskiskipa og hvers konar fiskvinnslustarfsemi. 0,8% Verzlun ótalin annars staðar. 0,9% Bóka- og ritfangaverzlun, útgáfustarfsemi. 1,0% Iðja og iðnaður ótalinn annars staðar, rekstur verzlunarskipa, hótelrekstur og veitingasala. Rekstur ót. a. 1,5% Lyfjaverzlun, rekstur bifreiða og véla, rekstur sælgætis-, efna- og gosdrykkjagerða. 2,0% Leigustarfsemi, umboðsverzlun, kvöldsölur, persónuleg þjónusta, verzlun með gleraugu, sportvörur, skartgripi, hljóðfæri, gull- og silfur- smíði, ljósmyndavörur, leikföng, blómaverzlun, listmunaverzlun, minjagripaverzlun, klukku- og úraverzlun, kvikmyndahúsrekstur. Þeim, sem ekki eru framtalsskyldir til tekju- og eignaskatts, ber að senda skattstjóra sérstakt framtal til aðstöðugjalds, sbr. 14. gr. áðurnefndrar reglugerðar, og er frestur ákveðinn til 23. þ. m. Þeim, er margþætta starfsemi reka, þannig að útgjöld þeirra teljist til fleiri en eins gjaldaflokks, skv. ofangreindri gjald- skrá, er bent á að senda skattstjóra sundurliðun þá er um ræðir í 7. gr. nefndrar reglugerðar fyrir 23. júlí n.k., verður skipting í gjaldflokka annars áætluð, eða aðilum gert að greiða aðstöðugjald af öllum útgjöldum sínum skv. þeim gjaldflokki sem hæstur er. Akureyri, 10. júlí 1962. Skattstjórinn á Akureyri. TILKYNNING um endurnýjun lónaumsókna o.fl. fró Húsnæðismólastofnun ríkisins. 1. Húsnæðismálastjórn hefur ákveðið að allar fyrirliggj- andi lánsumsóknir hjá stofnuninni skuli endurnýjaðar á sérstök og þar til gerð endurnýjunareyðublöð fyrir 20. ágúst n.k. Áherzla er á það lögð að endurnýja þarf allar umsóknir, hvort sem um er að ræða viðbótarumsóknir, eða nýjar umsóknar sem enga fyrirgreiðslu hafa hlotið. Þær lánsumsóknir, sem ekki hafa verið endurnýjaðar fyrir áðurgreindan tíma, teljast þá ekki lengur meðal lánshæfra umsókna. 2. Fyrir alla þá sem rétt eiga og hafa í huga að sækja um íbúðalán hjá stofnuninni, hafa verið gerð ný umsóknar- eyðublöð. Áherzla er á það lögð, að nýir umsækjendur sendi umsóknir sínai;, ásamt teikningum, áður en bygg- ingarframkvæmdir eru hafnar. 3. Samkvæmt lögum frá síðasta Alþingi og ákvörðun Fé- lagsmálaráðuneytisins frá 2. júlí s.l. eiga þeir er sann- anlega hófu byggingaframkvæmdir við íbúðir sínar eftir 1. ágúst 1961, rétt til að sækja um lán allt að 150.000.00 — eitt hundrað og fimmtíu þúsund krónur — hámarkslán. Þeir sem áður höfðu hafið framkvæmdir, skulu nú sem áður eiga rétt til allt að kr. 100.000.00 — eitt hundrað þúsund krónur hámarkslán, hvorttveggja með sömu skil- yrðum. 4. Þeir umsækjendur sem samkv. framangreindu telja sig eiga rétt til hærra lánsins, skulu auk venjulegra gagna, láta umsóknum sínum fylgja vottorð byggingafulltrúa (bygg- inganefnda) um hvenær grunngólf (botnplata) var tekin út. 5. Fyrrgreind eyðublöð ásamt tilskyldum gögnum hafa verið póstlögð til bæjarstjóra og oddvita um land allt og her umsækjendum að snúa sér til þeirra en í Reykjavík til skrifstofu Húsnæðismálastofnunar ríkisins að Laugaveg 21, III. hæð. Reykjavík, 9. júlí 1962. Húsnæðismólastofnun ríkisins.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.