Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 05.03.1964, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 05.03.1964, Blaðsíða 2
2 RITSTJÓRI: BRAGI SIGURJÓNSSON . BJARKARSTÍG 7 . SÍMI 1604 ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG AKUREYRAR . VERÐ KR. 100.00 Á ÁRI . LAUSASALA KR. 3.00 BLAÐIÐ . SETNING OG PRENTUN: PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR H.F. . AKUREYRI SANFÆRSLA BYGGDAR Þegar rætt er um samfærslu byggðar, leggja flestir þann skilning í það hugtak, að afskekktar jarðir og byggðir séu lagðar niður, en byggð þétt og aukin, sem greiðari sam- göngur eru fyrir hendi og ýmis þægindi þéttbýlisins þeg- ar komin. Minni gaumur hefir hins vegar verið gefinn í opinberum umræðum ög manna á milli annars konar samfærslu byggð- ai, sem þróun tækninnar stefnir þó stöðugt að, en það er stækkun félagsheilda innan byggðarlaganna og minnkun einangmnar á þann liátt, samfærsla jafnvíðlendrar byggð- ar með bættum vegum, auknum samgöngum og auknu sam- starfi. Vissar gamlar hefðir reynast þó nokkur hemill á þessa samfærslu. Þannig er skipting sveita í hreppa víða orðin mjög á eftir tímanum, sem og ýmislegt annað, sem af hreppaskipt- ingunni leiðir. Unnar Stefánsson, viðskiptafræðingur, sem tók sæti ný- lega á Alþingi sem varamaður fyrir Alþfl., flytur þar þings- ályktunarlillögu þess efnis, að ríkisstjórnin láti gera tillög- ur um nýja skiptingu landsins í sveitarfélög, þannig að þau verði færri og stærri. Þetta er vissulega orðið tímahært. Fækkun og stækkun sveitarfélaga mundi auðvelda þeim ýmiss kotiar framkvæmd- ir, sem þau eiga nú mörg hver enn ólokið, svo sem byggingu skóla og félagsheimila. Þetta mundi ryðja úr vegi ýmsum staðbundnum hindrunum, sem ganga undir nafninu „hreppa- pólitík,“ auk þess sem sveitarfélögin yrðu fjárhagslega öfl- ugri og gætu þannig veitt íbúum sínum hetri þjónustu á marga lund. í þessu sambandi er rétt að drepa á eitt atriði, sem raunar þarf ekki að leysa samfara samruna sveitarfélaga, en líklega mun þó víða bíða eftir því, en það er stækkun eða samruni sjúkrasamlaga. Þau eru víða lögum samkvæmt laustengd í hverri sýslu í eitt héraðssamlag, en í raun starfar sjálfstætt sjúkrasam- lag fyrir hvern hrepp. Fámenn samlög geta þannig orðið mjög illa úti fjárhagslega, ef mikið ber upp á af sjúkra- kostnaði eitt árið fremur en annað og litlir sjóðir til að jafna skakkann. Mundi þetta allt viðráðanlegra, og samlags- þjónustan efnalega styrkari, ef héraðssamlögin tækju al- veg við starfsemi samlaganna eða a. m. k. samlagsheildirn- ar innan héraðssamlaganna yrðu færri en stærri. Samgöngur eru nú orðnar slíkar um hyggðir nær hvar- vetna á landinu, að „samfærsla byggðar“ í þeirri merk- ingu, sem hér er rædd, er nánast sjálfsagt mál. Spurningin er aðeins, hvenær gerist þetta? Vinningurinn við samfærsl- una ætti ekki að vera ágreiningsefni. Fylgi Framsóknarflokksins eftir Gylfa Þ Gíslason Blööum og málsvörum Fram- sóknarflokksins hefur síðan í sum- ar orðið mjög tíðrætt um það, sem þeir kalla „sigur Framsóknar- f!okksins“ í síðustu alþingiskosn- ingum. Þeir telja niðurstöðu kosn- inganna sýna, að Framsóknar- flokkurinn sé í gífurlegum vexti og njóti nú mjög aukins fylgis. í kosningunum hlaut Framsóknar- flokkurinn 28,2% atkvæða. At- kvæðahlutfallið jókst úr 25,7% eða um 2.5%, ef miðað er við haustkosningar 1959, en úr 27,2% eða um aðeins 1%, ef miðað er við sumarkosningar 1959. Flokk- ur, sem hefur verið og er í ákveð- inni stjórnarandstöðu, Þjóðvarn- arflokkurinn, bauð fram í báðum kosningunum 1959, en hafði nú kosningabandalag við Alþýðu- bandalagið og bauð ekki fram. Með hliðsjón af því, að atkvæða- hlutfall Alþýðubandalagsins hélzt alveg óbreytt, þ. e. a. s., að Al- þýðubandalaginu lókst ekki að auka fylgi sitt með samstarfinu við Þjóðvarnarflokkinn, þá er það sízt að undra, að hinn stjórnar- andstöðuflokkurinn, Framsóknar- flokkurinn, skuli hafa aukið at- kvæðahlutfall sitt um 1%, ef mið- að er við fyrri kosningarnar 1959, eða 2,5%, ef miðað er við seinni kosningarnar 1959, þegar stjórn- arandstöðuflokkur, s'em haustið 1959 hafði 3.4% atkvæðanna býður ekki fram. — Sigur Fram- sóknarflokksins í síðustu Alþing- iskosningum virðist því fyrst og fremst hafa verið fólginn í því að vinna verulegan hluta fyrrverandi kjósenda Þjóðvarnarflokksins til fylgis við sig, og þó engan veginn þá alla. Annars er fróðlegt að virða fyrir sér hlutfallslegt fylgi Fram- sóknarflokksins hjá íslenzkum kjósendum frá upphafi. Hlutfalls- tala Framsóknarflokksins hefur verið þessi síðan 1919: 1919 22,1% 1923 26,5% 1927 29,8% 1931 35,9% 1934 21,9% 1937 24,9% 1942 27,6% (sumar) 1942 26,6% (haust) 1946 23,1% 1949 24,5% 1953 21,9% 1959 27,2% (sumar) 1959 25,7% (haust) 1963 28,2% Kosningunum 1956 er sleppt vegna kosningabandalags Alþýðu- flokksins og Framsóknarflokksins. Af þessum tölum sézt, að Fram- sóknarflokkurinn hlýtur þegar á fvrstu árum stjórnmálastarfsemi sinnar 25,3% af fylgi kjósenda, og fylgi hans er enn þann dag í dag, um það bil fjórum áratugum síðar, svo að segja alveg hið sama. í kosningunum 1923 hlaut Fram- sóknarflokkurinn 26,5% atkvæð- anna eða örlítið lægri hlutfallstölu en hann hefur nú, 1927 hlaut hann 29,8% atkvæðanna eða örlítið hærri hlutfallstölu en hann hefur hú. Hin mikla fylgisaukning, sem ílokkurinn fékk 1931. stóð ein- vörðungu í sambandi við kjör- dæmamálið, sem þá var á döíinni. Fylgistapið á árunum 1934—1937 stóð í sambandi við klofning flokksins, þegar Bændaflokkurinn var myndaður, enda jókst fylgi Framsóknarflokksins aftur, eftir að Bændaflokkurinn var lagður niður. Fylgistapið 1953 stóð í sambandi við framboð Þjóðvarn- arflokksins og Lýðveldisflokksins, sem þá fengu samtals 9,3% at- kvæða. I þeim kosningum, þegar Þjóðvarnarflokkurinn og Lýð- veldisflokkurinn buðu fyrst fram, varð hlutfallslegt tap Alþýðu- bandalagsins og Framsóknar- flokksins mest. Þegar nýju flokk- arnir hverfa aftur af sjónarsvið- inu, er því eðlilegast að búast við, að fylgi þeirra flokka vaxi mest, sem áður böfðu goldið mest af- hroð. Þetta hefur þó ekki átt sér stað, að því er Alþýðubandalagið snertir. Það hefur enn sama at- kvæðahlutfall og 1953 eða 16%. Framsóknarflokkurinn hefur hins vegar aukið atkvæðahlutfall sitt síðan 1953 úr 21,9% í 28,2%, eða um 6,3%, en Þjóðvarnarflokkur- inn fékk 1953 einmitt 6,0% at- kvæðanna. Það er því fjarri lagi, að niður- staða síðustu Alþingiskosninga hafi sýnt, að um nokkur straum- hvörf hafi verið að ræða, Fram- sóknarflokknum í vil. Hann stend- ur nú í sömu sporum, hvað hlut- fallslegt fylgi snertir, og hann stóð fyrir 40 árum. r Eyjafjarðar var haldinn að Hótel KEA á Ak- ureyri dagana 3. og 4. f. m. Fundinn sátu fulltrúar frá 14 búnaðarfélögum, ennfr. stjórn sambandsins og nokkrir gestir. Formaður sambandsins, Ár- mann Dalmannsson, setti fundinn og stjórnaði honum, en fundarrit- arar voru Kristinn Sigmundsson og Snorri Kristjánsson. í sambandi við skýrslu stjórn- arinnar minntist formaður heið- ursfélaga sambandsins, Hannesar Davíðssonar á Hofi, sem lézt 16. apríl sl. Vakti formaður athygli á hinu þýðingarmikla framlagi Hannesar til landbúnaðarmála í héraðinu, en hann stofnaði sjóð til minningar um foreldra sína, prófastshjónin á Hofi, Sigríði Olafsdóttur og Davíð Guðmunds- Á þessu ári er gert ráð fyrir, að greiddar verði af vöxtum sjóðsins kr. 43.000.00, þar af 35 þúsund til væntanlegrar efnarann- sókarstofu á Akureyri. Fundarmenn vottuðu hinum látna heiðursfélaga virðingu sína og þökk með því að rísa úr sæt- um. Skýrslur stjórnar og ráðunauta sýndu, að starfsemin hefur aukizt á árinu 1963, einkum á Búvéla- verkstæði sambandsins. Á vegum húsagerðarsamþykkta sambands- ins starfaði vinnuflokkur að bygg- ingu votheysturna og voru byggð- ir 9 votheysturnar á sambands- svæðinu sl. sumar. Samkvæmt jarðabótaskýrslunni voru styrkhæfar jarðabætur og byggingar m. a. sem hér segir: a) Jarðabœtur: 1963: 1962: Nýræktir ................... 3256954 ha 2507000 ha Túnasléttur .................. 96066 — 98000 — Matjurtagarðar .............. 136289 — 76570 — Lokræsi, grjót ........ 1731 m 2603 m Girðingar .................... 34053 — 35875 — Vélgrafnir skurðir .... 161260 m3 181716 m8 Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.