Víðir


Víðir - 11.06.1949, Blaðsíða 2

Víðir - 11.06.1949, Blaðsíða 2
V 1 Ð I R '7 i| JPiZir ; kcmur út vikulcga J; Riutjóri: I; ;i EINAR SIGURÐSSON Auglýíingastjóri: !; i; ÁGÚST MATTHÍASSON ji i Prenumiðjan Eyrún h.f. |J Sjómannssiaríið Allir keppast vi'ð að bera lof á sjómannsstarfið, ekki sízt við hátíðleg tækifæri. Það er því að bera í bakkafullan læk- inn að bæta þar við. En hvert er hlutskipti sjó- mannsins? Á botnvörpungunum vinna þeir af kappi 2/s hluta úr sól- arhringnum, undir beru lofti, auðvitað úti í rúmsjó, næstum í hvaða veðri, sem er, og á öllum tímum árs. Vildu margir, sem hafa nota- lega vinnu í landi, skipta? Á vélbátunum er rói'ð uþp úr miðnættinu, ekki allt-af í rjómalogni, komið að eftir 12— 16 tíma, og þá er éftir að losa bátinn, sem er oft erfitt verk. Það eru færri, sem vilja standa í spörum sjómannsins á vetrarvertíð. Á stríðsárdnum sigldu þeir. í svartnættinu moruðu í hálfu kafi í sjónum segulmögnuð tundurdufl, kafbátarnir klufu undirdjúpin, hver taug var spennt. Hver sækist eftir að leika það eftir? Þetta er nú. Áður unnu þeir á togurun- um, meðan þeir gátu staðið, sóttu mikið á stýrishússlausum átta og tíu lesta vélbátum með litlum ógangtryggum vélum, réru matarlausir opnum ára- skipum frá brimasömum sönd- um og öðrum hafnleysum á hörðustu árstíðinni, í frosthörk um oft og tvísýnu. Hver vildi standa í þessum spor um feðra okkar fyrir hálfri öld? Dökku hliðarnar myndi ein- hver segja. Jú, satt er það, í sjómannsstarfinu skiptast meira á skin og skuggar en í ö'ðru starfi. Hér er bjartari hliðin: „Heyrið morgunsöng á sænum, sjáið bruna 11 ey undan hægum byrjarblænum burt frá strönd og ey. Sólin skreytir skiparaðir, skín hver þanin voð, söngljóð kveða sjómenn glaðir snjallt á hverri gnoð“. Rabb Skcmrntijerðalög. Nú nálg- ast sá tími, er fólk leggur dag- legu störiin á hilluna og bregð- ur sér í sumarlrí. Á æði mis- nrunandi staði er nú ferðinni heitið og flestir fara eitthvað. Hér á landi eru margir gufl- fallegir staðir til þess að dvelja á og skoða, en þau vandkvæði eru á, að fæst gistihús geta full- nægt eftirspurninni. Þá verður þrautaiendingin að búa í tjöidum, en það hentar helzt ekki nema unglingum og að- eins í góðri tíð. Fólk, sem far- ið er að eldast, á ekki gott með að liggja í tjöldum. Því fylgir líka arnstur og áhyggjur fyrir húsmóðurina, sem verður þá tíðast að matbúa, og er það þá lítið betra en allt bjástrið heima. Það vantar, því tiliinn- anlega á hinum fegurstu stöð- um, þar sem laugar eru, dval- arheimili með sameiginlegu mötuneyti, jrar sem þeir, er úr litlu hafa að spila, geta hvílt sig og safna'ð nýrri orku til vetrarins, án þess að það verði tilíinnanlega dýrt. Það hefur margt verið gert óþarfara hér á landi heldur en þó einhver skildingur væri látinn af hendi rakna, segjum t. d. af milljóna- tugunum, sem ríkið græðir á áfenginu og tóbakinu eða af skemmtanaskattinum, til þess að reisa fyrir slíka dvalarstaði. En nú þegar helsið hefur veri'ð leyst af mönnum með af- námi bannsins á utanferðum, langar margan, sem vonlegt er, til að skreppa út fyrir pollinn. Hekluferðirnar til Skotlands hljóta að vera skemmtilegar, því að Glasgow er snotur borg og umhverfi hennar alveg sér- staklega fallegt. Um það er hægt að ferðast ódýrt í stórum al- menningsvögnum. Gegnum borgina rennur áin Clyde. Of- an til við ósa hennar eru stærstu skipasmíðastöðvar í Bretlandi þar sem „Drottning Elísabet“, stærsta skip Breta, var byggð, og mörg önnur stærstu skip Breta. Alltaf eru mörg stórskip þar á stokkun- um. Upp með ánni er ljómandi fallegt, og hægt er að fara þá leið með almenningsbátum, einnig fyrir lítið gjald. Ferðin með Heklu er ódýr, 1000 kr- fram og til baka. Sennilega komast færri með þessum ferð- nm en vilja, þó að margir kjósi nú helzt orðið að ferðast í loftinu. Svo eru það togararnir okk- ar. Með því að taka sér far með þeim, sem er undir vel- vilja skipstjóranna og útgerð- arinnar komið, er hægt áð sjá sig um í þeim borgum, sem Jreir sigla til, og næsta um- liverfi Jaeirra, á meðan skipið stendur við, en æskilegast er að geta verið úti yfir eina veiði- ferð. Þetta eru allra ódýrustu ferðirnar, jafnvel livert sem larið væri, því að þær kosta áðeins fæðið, 25 krónur á dag. - Þeir, sem helzt aldrei fara neitt og hafa Jjví mesta þörf- ina íyrir að sjá sig uin, ættu nú að láta verða af því að lara eitthvað. Ferðafélagið greiðir einnig fyrir þeim, sem Jrað vilja, með styttri og lengri ferðir. Umgengnin í Samkornuhús- inu. Fáir staðir á landinu hafa upp á betra samkomuhús að bjóða en Vestmannaeyjar. Það var líka talið svo, að umgengn- ishættir á skemmtunum helðu mjög batnað, þegar þetta nýja hús var tekið í notkun. Þó er Jiað þannig, að æði mun ábóta- vant í þessum efnum, einkum að Jrví er snertir meðferð á því,_ sem veitingar eru bornar fram í, og virðist þetta gert af. hreinni skemmdarstarfsemi. Bollarnir eru brotnir og stút- - arnir al tekötlunum, teskeið- arnar eru brotnar eða lagðar - saman og troðið ofan í tepott- ana eða kaffikönnurnar. Sígar- ettustubbum er troðið í sykur- inn, sern er eftir. Þetta er ekk- ert annað en argasti ómenn- ingarháttur, sem setur bletti á skemmtanalífið. Til sölu Kópa (síð, sem ný) Föt Smoking | Stmumur h.ff. Egg nýkomin ÍSHÚSIÐ SÁMSÖN6UR Framhald af 1. síCu. gætir mest í þríhljómi, er bass- inn syngur þríund hljómsins. Á söngskrá voru tólf lög eft- ir íslenzka og erlenda höfunda. Meðal laga, sem vöktu sér- staka athygli áheyrenda má nefna: Hin dimma, grimma hamrahöll, eftir Brynjúlf Sig- lússon, Suðurnesjamenn, eftir Sigurð Ágústsson, Rímnakvi'ðu Jóns Leifs og Þjóðiag frá Vest- mannaeyjum. Einsöngvarar kórsins voru Sveinbjörn Guðlaugssou og Jón Eiríksson. Vakti rödd Jóns athygli vegna rnýktar og blæfegurðar og túlkun lians söngvís og smekkleg, en verkefni Svein- bjarnar lá ekki vel fyrr rödd hans, sem frekar er „tenór- baritön“ en lýriskur tenór. Þagnir á öðrum stöðum en tónskáldið hefur sjálft skrifað eyðileggja svip laglínunnar og samband kórs og einsöngvara rofnar. Sísi Gísladóttir annaðist und- irleik af smékkvísi, en meira skaps héfði rnátt gæta í leik hennar. Áheyrendur fögnuðu kór og enisöngvurum ákaflega, og varð kórinn að endurtaka mörg lögin og syngja aukalag. Rétt er að hafa í liuga, að leiksvið Samkomuhússins er mjög illa lagað til tónlistar- flutnings, Jrví að hljómfylling er Jrar cngin. Staðsetning hljóðfærisins var mjög slæm og dró úr þrótti bassanna. Það er spá mín, að nýtt tíma- bil sé að hefjast í sögu kórsins og hann eigi eftir að vinna marga sigra undir bandleiðslu söngstjórans, Pálmars Þ. Eyj- óllssonar. O. K. Tapasl hefir rauðbrúnt kápubelti. Vinsamlegast skilist að Breka- stíg 5. Unglingsslúlku vantar mig í sumar fyrri hluta dans. — Kaup eftir samkomulagi. Sigríður Magnúsdótf-ir Höfn \ /

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.