Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Blaðsíða 3

Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Blaðsíða 3
SÖNGMÁLABLAÐ Gefið út af Sambandi xslenzkra karlakóra og á þess ábyrgð. RITSTJÓRI: PÁLL ÍSÓLFSSON ORGANLEIKARI, MÍMIS- VEG 2, REYKJAVlK, SÍMI 4G45, PÓSTHÓLF 171. ------ AFGREIÐSLUMAÐUR OG FÉHIRDIR: S. HEIÐAR, ÖLDUGÖTU 40, REYKJAVÍK, SÍMI 4913, PÓSTHÓLF 171. - 1. hefti - 2. árg. Árg. kr. 4.00 greiðist fyrirfram, Jan.-marz 1936. SÖNGFÉLAGIÐ „BRÆÐURNI R“ I BORGARFIRÐI 2 0 ÁRA. EFTIR ÞÓRÐ K RI S T L EIF S S O N. Söngfélag þetta hóf starf sitt um það leyti, sem ung- mennafélagsskapurinn stóð í mestum blóma, og má liiklaust telja félagið beinlinis afsprengi lians og þeirr- ar andlegu hreyfingar, sem kvíslaðist út frá bonum i margskonar myndum. Ungmennafélagsskapurinn í það mund, er félagið var stofnað, vildi nema sem víðast lönd í heimkynnum menningar og lista. Hann beindi kröftum margra einstaklinga að sameiginlegum áliuga- málum til framsóknar, og leitar að nýjum verðmætum til þroska og frama. Þessi félagsandi vakti því nýtt líf og nýtt starf, þar sem áður bafði ríkt deyfð og sundr- aðir kraftar, án allrar skipulagningar. Ungmennafélags- skapurinn í þá daga átli mörg áhugamál gagnólik að eðli, var hann þess því megnugur, að glæða og þroska fjarskylda hæfileika þeirra, sem skipuðu sér með heil- um hug og einbeittum vilja undir hans merki. Innri hiti æskunnar, óslcir hennar og vonir, sem áður höfðu verið inniluktar í þögn og einangrun, fengu nú útrás, mál og liljóm, og urðu að skapandi mætti til fjölbreytt- ari atliafna og víðfleygari hugsana og framtaks.

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.