Heimir : söngmálablað - 01.06.1936, Blaðsíða 24

Heimir : söngmálablað - 01.06.1936, Blaðsíða 24
54 Fréttir F R É T T I R. Aðalfundur „Sambands ís- lenzkra karlakóra“ var hald- inn í „Baðstofu" iðnaðar- manna mánudaginn 29. júní. Mættir voru, auk 5 stjórnar- meðiima, 20 atkvæðisbærir fulltrúar og ennfremur nokkr- ir af söngstjórum og formönn- um kóranna. Formaður Sambandsins, Salómon Heiðar, gerði grein fyrir starfi Sambandsins á liðnu ári. Taldi hann útgáfu söngmálablaðsins „Heimi“ til hins merkasta er gerst hefði, og minntist sérstaklega á hversu mikill fengur væri í því, að hverju hef'ti fylgdi jafnan eitt karlakórslag. Nokk- ur vonbrigði taldi hann stjórn Sambandsins hafa orðið fyrir hvað snertir útbreiðslu blaðs- ins, sérstaklega meðal söng- manna kóranna. Síðan skýrði form. frá umsókn um hækkun á styrk Sambandsins til síðasta Alþingis. Var umsókninni ekki veitt áheyrn að þessu sinni. Samningur við Sig. Birkis, söngkennara var framlengdur um eitt ár. Stofnað var heiðursmerki Sambandins og hafa þessir menn verið sæmdir því: Sig- fús Einarsson, tónskáld, söng- stjórarnir Jón Halldórsson og Sig. Þórðarson. Ennfremur hafa þeir Hugo Alfvén, tón- skáld, og Lúbeck, landshöfð- ingi, báðir sænskir, verið sæmdir heiðursmerkinu. Sendur var fulltrúi á söng- liátíð, er haldin var i Gauta- borg og tókst Sig. Skúlason magister þá ferð á hendur, en stjórn Sambandsins hafði bor- ist boðsbréf frá „Svenska Sángarforbundet" um að senda íulltrúa. Ýmsar umræður uyðu á fundinum um útgáfu „Heimis“, cndurskoðun laga, livort veita skuli blönduðum kórum upp- töku í Sambandið o. fl. og voru nefndir skipaðar. Salómon Heiðar baðst undan endurkosningu sökum heilsu- brests, og voru kosnir i stjórn Sambandsins ólafur Pálsson, formaður, Hallur Þorleifsson, varaformaður, Kjartan Norð- dahl, Björn Árnason, sr. Sig- urgeir Sigurðsson, ísafirði, Ingimundur Árnason, Akur- eyri og Jón Vigfússon, Seyðis- íirði. Varamenn voru allir endurkosnir. Ýmislegt fleira bar á góma á fundinum sem ekki þykir ástæða til að fjölyrða um hér i blaðinu. * TÓNLEIKAR í REYKJAVÍK. Karlakór K. F. U. M. átti 20 ára starfsafmæli í vetur og hélt samsöng 1. apríl. Jón Halldórs- son, söngstjóri kórsins, er öt- ull og vandvirkur og komu þessir kostir hans vel i ljós á þessum samsöng, sem var að

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.