Heimir : söngmálablað - 01.12.1938, Blaðsíða 33

Heimir : söngmálablað - 01.12.1938, Blaðsíða 33
H EI M I R 105 „Þeir syngja hvern tóninn á eftir öðrum, og sannarlega verður aldrei neitt lag úr því!“ Þessi réttmæta aðfinnsla er sprottin af þvi, að margir söngvarar vita ekki hvað iag (melódía) er. Þeir lialda að lag sé ekkert annað en tóna- röð — röð mismunandi tóna. En það verður að skoða lag sem aðeins einn og alveg sérstæðan tón, sem breytir hæð sinni og hljómblæ — og þetta her að skilja i orðsins fyllstu merkingu. Og nú kem ég að síðasta og veigamesta atriðinu i bel- cantósöng: beiting tækninnar. Söngmaðurinn verður að hafa mikla samúð með lögunum, sem liann syngur, en þó jafnan að liafa fullkomið vald yfir sjálfum sér. Ást og reiði, samúð og liatur, vonbrigði og gremja eru kenndir, sem hann þekkir og notar sér til hjálpar til að gera sér söngverkið innlíft, meðan hann er að kynna sér það. En krefjist hlutverk hrifandi söngs og skapgerðarlistar, þá verður hann að gæta þess, að tilfinningar lians komist ekki i uppnám, svo hann missi ekki vald yfir röddinni, og mis- takist þannig að sannfæra og lirífa áheyrendur. Því það er gömul reynsla fyrir því, að sannar og sterkar tilfinning- ar listamannsins eru eins áhrifalausar á leiksviði og ó- sviknir skartgripir eru ósjálegir. Það er þvi liverju orði sannara, sem segir i hinum fræga Prolog í söngleiknum „Pacliacci“ eftir Leancovallo: „Tár- in á leiksviðinu eru uppgerð, eru lýgi, andvörpin eru láta- læti og hryggðin er tál“. Þannig hlýtur þetta lika að vera, þvi ef t. d. söngkona yrði í sannleika svo snortin á leik- sviðinu, að hún 3rrði grátklökk, þá væri hún komin í slikt hugarástand, að hún gæti ekki svo að segja á næsla augna- hliki, þegar söngvcrkið skiptir um svip, sungið rólega og haft fullkomið vald yfir öndunarvöðvunum. Það er ekkí undir því komið, að tilfinningar söngkonunnar séu slerk- ar og sannar, heldur þvi, að áheyrandinn og áliorfandinn finnist söngurinn sannur og álirifamikill. Belcantósöng- iþróttin gerir þær kröfur til kunnáttu og listar söngvarans, að söngurinn verki á áheyrandannn með sannfæringar-

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.