Heimir : söngmálablað - 01.06.1939, Blaðsíða 34

Heimir : söngmálablað - 01.06.1939, Blaðsíða 34
F R É T TI R. Annan ársfjórðunginn voru eingöngu góðir hljómleikar haldnir í Reykjavík. Þeir voru að vísu ekki margir, en þáð er líka qualitas, sed non quantitas — gæðin en ekki gnóttin — sem máli skiptir. Karlakórinn Fóst- bræður söng nokkrum sinnum í apríl við góða aðsókn og á- gætar viðtökur. Söngskráin var að mestu leyti með nýjum lög- um, þar á meðal „Island, far- sælda frón“, eftir Sigfús Ein- arsson, sem er mikið kórverk á islenzkan mælikvarða. Tvö lög eftir Emil Thoroddsen voru kærkomin nýjung, annað „Búð- arvísa“ úr „Pilti og stúlku“ eft- ir afa hans, sem Gunnar Möller lögfr. annaðist undirleikinn í með smekkvísi og prýði, en hitt er „Blástjarnan“, sem er ís- lenzkt þjóðlag. Hefir Emil ort lagið upp. Það er perla og er birt á öðrum stað hér í blað- inu. Daníel Þorkelsson söng einsöng í einu lagi. Hann hefir mjúka og liðuga tenorrödd, sem hann kann vel með að fara. Það verður ineð sanni sagt, að þeir Fóstbræður, undir stjórn Jóns Halldórssonar, beri siings- ins merki hátt. Kórinn liefir á- vallt verið í fararbroddi, enda gerir söngstjórinn strangar kröfur, og er vandlátur í vali verkefna. Að raddgæðum mun kórinn ekki eiga sinn líka hér á landi, og er ekki fjarri sanni að líkja honum við vandað og blæfagurl hljóðfæri, sem söng- stjórinn leikur á af meðfæddri smekkvísi og listrænum tilþrif- um. — Stefán Guðmundsson óperusöngvari söng nokkrum siifhum i júnímánuði við mikla aðsókn. Eins og kunnugt er, þá hefir hann unnið mikinn sig- ur í Kaupmannahöfn í aðal- tenórhlutverkinu í „Boheme“ eftir Puccini, samanber blaða- ummælin: „af honum getur ópera okkar verið stolt“ (So- cial-Demokraten). Hér í ætt- landi sinu hefir hann unnið fullnaðarsigur fyrir löngu. Það er engin þörf á því, að vera margorður um hina undurfögru tenórrödd lians og snjalla söng, því um þetta hefir verið ritað áður. Röddin hefir ljóma og fyllingu og yfir söng hans er ósvikinn ítalsknr blær. Hann söng bæði erlend og innlend smálög og óperuaríur, sem tók- ust langsamlega bezt. Það var liiti og fegurð yfir þeim. Það var óblandin ánægja, að hlusta á undirleik Arna Kristjánsson- ar píanóleikara. Tónlistarfélag- ið hélt hljómleika. Kennarar Tónlistarsjjólans, þeir Árrii Kristjánsson, Stepanek og Edel- stein spiluðu tríó eftir Beetho- ven og Dvorak. Var samleikur þeirra vandaður. Árni spilaði sónatínu eftir Ravel af sinni al- kunnu snilld, Á síðari hljóm-

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.