Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.05.1970, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 14.05.1970, Blaðsíða 7
STYÐJUM HJARTAYERND Efuir til happdrættis til styrktar starfsemi sinni. - Miðarnir eru til sölu hjá JÓNI JENS- SYNI, Skarðshlíð 15, hér á Akureyri. EINS og kunnugt er, rekur Hjartavernd rannsóknarstöð að Lágmúla 9 í Reykjavík og fer þ ar fram: í fyrsía lagi hóprannsóknir á fólki — konum og körlum. Er þá fyrst og.fremst leitast við að finna hjarta- og æðasjúkdóma á ýmsum stigum, jafnframt aðra sjúkdóroa, er geta verið undan- fari hjarta- og æðakvilla. Eru þessar sérstöku rannsckn ir kerfisbundnar og eru þær framkvæmdar í flestum menn- ingarlöndum heims og þá í sam ráði við Alþjóðaheilbrigðismála stofnunima, og stefna allar að sama marki, að vinna sameigin- ■lega á móti þessum ört vaxandi sjúkdómi, sem ágerist nú mjög í öllum svonefndum velferðar- löndum og einnig hér á landi. f öðru lagi tekur stöðin til Skoðunai; alla þá er þess óska og má segja að þá fari fram mjög nákvæm skoðun á heilsu- fari viðkomandi, en þó fyrst og fremst á hjarta- og æðakerfi, eða svipuð skoðun og í áður- nefndri hóprannsókn. Mjög ört va>1indi tækni á sviði læknavísinda krsfst stöð- ugt nýrra tækja, sem stuð'Ia að bættri sjúkdómsgreiningu og þótt stuttur tími sé liðinn síðan stöðin tók til starfa að Lág- múla 9 og þá búin hinum nýj- ustu og fullkomnustu tækjum er nú þegar orðið bráðnauðsyn- legt að auka þann tækjabúnað, en til þess að það megi verða, skortir fé, en öll slík tæki eru afar dýr. Sl. ár var stofnað happdrætti að tilhlutan Hjartaverndar til að styrkja þá sjúklinga, sem leita þurfa sér lækninga erlend is vegna hjartasjúkdóma, sem ekki var hægt að gera neitt við hér heima. Hafa nokkrir sjúkl- ingar nú þegar notið mjög góðs etuðnings af ágóða fyrrnefnds happdrættis, en þar sem nú mun ákveðið að Almannatrygg- ingarnar taiki að sér þetta hlut- verk í framtíðinni, þá er eigi lengur þörf á aðstoð Hjarta- verndar í þessu augnamiði. En önnur verkefni Hjarta- verndar eru mörg og aðkall- andi ig hefir nú framkvæmdar- stjórn Hjiai-taverndar ákveðið að halda happdrættinu áfram með liku sniði, en þó breyttu nafni cg heitir happdrættið nú: HAPPDRÆTTI HJARTA- VERNDAR og ágóða þess varið ti.l m. a. tækjakaupa og annarra nauðsynlegra hluta, sem allt miðar að því að gera starfsem- ina fjölbreyttari öllum landslýð til heilla. Hjartavernd væntir þess að þár hjálpið til við sölu happ- drættismiðanna og vonar að happdrættið njóti jafn góðrar fyrirgreiðslu og sl. ár. Nú leitar Hjartavernd stuðn- ings allra þeirra, sem berjast vilja á móti skæðasta sjúkdómi þjóðarinnar í dag og væntir þess að nú sem fyrr, þegar gott og göfugt málefni er á ferðinni, láti Norðlendingar ekki sitt eft- ir liggja og veiti þessu nauð- synjamáli verðugt brautargengi. Eins og sagt er frá í fyrir- sögn eru happdrættismiðar Hjartaverndar til sölu hjá Jóni Jenssyni, Skarðshlíð 15, sími lians er 21577. AM hvetur les- endur sína til að styðja gott málefni. 500C« EKKI VORLEGT NYRÐRA ENNÞÁ LÍTT er vorlegt um að litast hér norðanlands enn sem komið er — og er snjór víða geysimikill, t. d. í Svarfaðar- og Skíðadal. Einnig í Ólafsfirði, Fljótum og Siglufirði svo að dæmi séu nefnd. Sauðburður er þegar hafinn — en þrátt fyrir fannfergi munu flestir bændur birgir af heyjum — eftir því sem blaðið hefur fregnað. HEIMILIÐ - veröld innan veggja CANDY ÞVOTTAVÉLAR fyrirliggjandi. HAGSTÆÐIR GREIÐSLU- SKILMÁLAR. RAFORKA H.F. — Glerárgötu 32 - Sími 1-22-57. s Skógerð Iðunnar flytur ÞESSA dagana er Skógerð Iðunnar að flytja starfsemi sína í nýtt og glæsilegt húsnæði, sem er 1200 ferm. að stærð. Bygging hinna nýju húsakynna hefur gengið fljótt og vel. En eftir brunann mikla flutti Skógerðin í bráðabirgðahúsnæði við Ráð- hústorg, — en nú hefur sá hluti reksturs fyrirtækisins er þar fór fram verið fluttur í hið nýja húsnæði á Gleráreyrum. Venk- efni eru næg í framtíðinni — og vinna við verksmiðjuna um 80 manns, 'karlar og konur. SYNINGIN „HEIMILIÐ — Ver öld innan veggja“ er fyrsta sýn ing sinnar tegundar hérlendis. Hún hefur þann tilgang að gefa landsmönnum kost á að kynn- ast á einum stað framboði flest- allra þeirra hluta, sem bústofn og rekstur heimilis varðar. Sýningar sem þessi eru 'haldn ar einu sinni til tvisvar á ári í mörgum borgum erlendis, en kunnust þeirra er sýningin „Ideal Home“ í London. Alls munu um 140 fyrirtæki innlendra framleiðenda og er- lend fyrirtæki fyrir milligöngu umboðsmanna sinna hér, hafa sýningardeildir og er allt rými Sýningahallarinnar nýtt. Auk sýningadeilda fyrirtækj- anna mun sýningarstjórn koma upp sérsýningu um þróun heim ilishalds hér á landi undir nefn- inu „Hvaðan komum við — hvert fömm við.“ í veitingasal verða flutt stutt erindi um ýmis legt er varðar heimilishald, og loks verður margt til skemmt- unar og fræðslu. Til þess að auðvelda fólki að komast á sýninguna á sem hag- kvæmastan hátt hefur samkomu lag verið gert við Flugfélag ís- lands um 20% afslátt á fargjaldi fyrir hópa, 15 eða fleiri. KAUPSTEFN AN-REYKJA- VÍK stendur fyrir þessari sýn- ingu, en sýningarstjórn skipa Ragnar Kjartansson, sem er framkvæmdastjóri hennar, Gísh B. Björnsson og Haukur Björns son. Viðskiptamálaráðherra er verndari sýningarinnar og mun 'hann opna hana með ávai'pi, en heiðurssýningarnefnd skipa full trúar frá Verzlunarráði íslands, Félagi ísl. iðnrekenda, Félagi stórkaupmanna, Kaupmanna- samtökum íslands og Kven- félagasambandi íslands. í auglýsingabæklingi sínum segir stjóm sýningarinnar: „Verði sýningin til þess að auka samband neytenda og seljenda og auka smekkvísi og hag- kvæmni í heimilishaldi lands- manna er tilgangi hennar náð.“ =S VERNDUM FAGRA LANDIÐ OKKAR SYNINGIN Náttúruvernd á Norðurlandi hefur nú verið sett upp á Dalvík (4.—5. apríl) og Blönduósi (25.—26. apríl) Var góð aðsókn á báðum stöðum. Næst verður hún sett upp á Sauðárkróki um miðjan maí, og síðan væntanlega á Siglufirði og Húsavík. Sunnudaginn 26. apríl var haldinn almennur héraðsfund- ur um náttúruvernd í veiði- mannahúsinu Flóðvangi í Vatns dal. Helgi Hallgrímsson safn- vörður hélt erindi á fundinum og sýndi myndir. Um 30 manns sóttu fundinn, sem stóð lengi nætur. Fleiri fundir af svipuðu tagi eru fyrirhugaðir á næst- unni. (Fréttatilkynning frá SUNN) Vegirnir eru mjög slæmir ÞJÓÐVEGIR víðast hvar á land inu eru mjög torfærh- um þess- ar mundir. Hér í nágrenni Akur eyrar eru þeir í mjög slæmu ásigkomulagi, t. d. Dalvíkurveg ur sem er vart fær öðrum öku- tækjum en jeppum. Ólafsfjarðar vegur er með öllu ófær á Upsa- strönd utan Dalvíkur. *- , . , & & Hugheilar þakkir fyrir heimsóknir, hlý handtök, í X g/a/fr, blóm og góðar óskir og alla vináttu í orði ® ® ■ ogverki á fimmtugSafmœli minu, þctnn S. mai s.l. ¥' Sérstakar þakkir fœri ég Söngfélaginu Gígjunni ® % fyrir ánœgjulega heimsókn. % Góðhugur ykkar allra, sem gjörðuð mér daginn f auðugan, mótar gull minninganna ogvarþar Ijósi '4 I dveg- I £ Lifið heil. ýj JÓRUNN ÓLAFSDÓTTIR frá Sörlastöðum. Samlaka nú - jafnaðarmenn (Framhald af blaðsíðu 1) dauða flokkinn" sem hér á ár- um áður fyrr, en nú sé þaði styrkleikamerki hans, að báðir „stóru flokkarnir" óttast fylgis- aukningu jafnaðarmanna. Báð- ir flokkarnir óttast að senn sé á enda runnin sundrung jafn- aðarstefnuimar á íslandi. Eng- inn Héðinn né Hannibal muni framar stuðla að því að Sjálf- stæðisflokkurinn og Framsókn geti fitað sig lengur á sundur- lyndi jafnaðarmanna. Bjargs- fundurinn sýndi það ótvírætt að akureyrskir jafnaðarmenn eru staðráðnir í því að samein- ast um að senda út á sextugt djúp sundurlyndisfjandann. — Samtakamáttur jafnaðarmanna getur stuðlað að þrem kjömum jafnaðarmönnum í bæjarstjóm Akureyrar. Samtaka nú jafnt konur sem karlar, er hylla jafn- aðarstefnuna. Verum öll virk og stuðlið þar með að glæsileg- um sigri A-Iistans. Ef jafnaðar- menn fá þrjá kjörna í bæjar- stjórn hafa þeir náð aðstöðu í bæjarstjórn Akureyrar, er þýð- ir það að „happa glappa“ stefná Framsóknar og íhalds verður að víkja. Bjargfundurinn einkennd ist af kjörorðinu SAMTAKA NÚ JAFNAÐARMENN — og undir því merki eru jafnaðar- menn staðráðnir að vinna sig- ur. — s. j. Séð yfir hluta salarins á Bjargi. — Allar myndirnar frá fundinum tók Hersteinn Tryggvason.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.