Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.10.1971, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 20.10.1971, Blaðsíða 4
m—*—— ..... £ m B / H BórSur Halldórsson, óbyrgðarmaour I 'Íky w Auglýsingastj.: Jóhanna Þróinsdóttir, J 11 J V B\ sími 1-13-99, kl. 2—6 e. h. ALÞÝÐUMAÐURINN ■.... -\\V-— í umboði hvers talarhann? í LIÐINNI viku kom orkumálaráðherra Magnús Kjartansson hingað til Akureyrar og hélt fund með Laxárvirkjunarstjórn. Sam- kvæmt fréttatilkynningu, sem birt var í út- varpi af boðskap ráðherray boðar hann veitu- lögn frá Sigölduvirkjun norður fjöll til Akur- eyrar og þaðan áfram vestur til Skagafjarð- ar. Úr orkuskorti okkar Norðlendinga á sam- kvæmt þessu að bæta með „hundi að sunnan", en ekki virkjunum í heimahéruðum, svo sem almenningur og forráðamenn heimamanna hafa lagt áherzlu á, m. a. vegna atvinnulífsins. Þá boðaði ráðherra, að til stæði að sameina Landsvirkjun, Laxárvirkjun og Andakílsvirkj- un í eina stofnun, með eða án hlutdeildar heimahéraða, og þótt óljóst væri orðað, fór það varia framhjá nokkrum, að þar á ríkisvaidið að ráða lögum og lofum. Laxárvirkjunarstjórn mun ráðherra hafa sagt afdráttarlaust, að ekki yrðu frekari virkjanir leyfðar í Laxá undir ráðherradómi sínum en fyrrverandi orkuráðherra hefði þegar leyft, þ. e. 6.5 megavatta rennslisvirkjun, og verða þá tugmilljóna fjárhæðir lagðar „á geymslureikning" í Laxárgljúfrum, því að nú- verandi framkvæmdir allar hafa verið miðað- ar við lokamörkin 19—38 megavatta virkjun, 20 metra stífla innifalin. Alltaf hefir verið vit- að, að núverandi virkjunarframkvæmd væri óhagkvæm, ef ekki fengist að taka skrefið fullt út, svo sem Laxárvirkjun III er hönnuð, og því hljóta héraðsbúar að spyrja nú: Eigum við að súpa seyðið af „banni" ráð- herra við hagkvæmri virkjun? Hvað segja hér- aðsbúar almennt um þennan „sigur" landeig- enda á kostnað allra raforkuneytenda í bæ og byggð? Hvað segja þingmenn Framsóknar hér í kjördæmi um þennan boðskap ráðherra, og hvað Laxárstjórnarmaðurinn Björn Jónsson? Er þessi boðskapur fluttur í samráði við þá og í umboði þeirra? Og gera menn sér Ijóst, að þar sem Sigöldu- virkjun er enn aðeins á pappírnum og ekkert farið að hugsa fyrir línulögn norður fjöll, að við verðum í síauknum mæli næstu ár að búa við díselrafmagn, sem hindrar alla uppbygg- ingu nýs iðnaðar hér um slóðir og drepur í dróma þann, sem þegar er þó risinn? Boðskapur ráðherra þýðir þannig umbúða- laust: Norðurland skal um sinn vera annars flokks byggð um rafmagn, um iðnað, um at- vinnumöguleika og þar með um fjölgun íbúa. Br. S. BÓKAÞÁTTUR Sigurður Nordal: Hallgrímur Péturs- son og Passíusálm- arnir, Helgafell 1971. í ÞANN mund, aS íslenzk ibók- rýni leggst einna lægst í andlegt volæði og bögglast fyrir sjálfri sér „af vanmetakennd óhagnýtra mennta andspænis náttúru- og eðlisfræðum“ 'birtir Nestor ís- lenzkrar bókrýni hverja bókina annarri merkilegri, eins og til árétdngar þeirri andlegu eyði- mörk, sem verk 'hans verða alla tíð svalar vinjar í. Bók Sigurð- ar Nordals um Hallgrím Péturs- son er sama markinu brennd sem fyrri 'bækur 'hans: 'hún 'ber mun fleiri spumingar fram en 'hún svarar, opnar þannig nýjar leiðir en lokar fáum. Slíkt er aðal 'húmanískra fræða, en í þeim fræðum ber Sigurð Nor- dal vafalaust einna hæst í nú- tímanum. Bókin er frá upphafi* dl enda lýsandi dæmi þess,“ 'hvernig rýna má í verk þeirra'ý höfunda, sem ekki er hægt að kalla til viðtals á vettvang nú- tíðarinnar, heldur verður að skilja af verkum þeirra og þeim brotum, sem geymzt hafa í munnmælum og rituðum 'heim- ildum. 'Eins og stef í lagi ómar sú spurning fyrir eýrum lesanda: Hvað kom fyrir Hallgrím Pét- ursson, að 'hann skyldi upp úr þurru taka til við samning Pass- íusálmanna? Höfundur svarar spurningunni aldrei beinlínis, enda óhægt um vik, þar sem Hallgrímur hefur ekki verið til viötals um fjögurra alda skeið. Hins vegar varpar höfundur miklu lj ósi á þann tíðaranda, þá menningu og þær menntir, sem veriö gætu 'baksviS Passíusálm- anna, án þess þó að gerast sek- ur um þann flótta, sem mönnum verður svo æði oft á í tíð vax- andi kröfugerðar um nákvæmar niðurstöður, oft og einatt fengn- ar að vafasömum leiðum í 'þeim fræðum, sem aldrei verður brugðið á kvarða né tölum tald- ar. 011 er bókin læsilega fram sett á framúrskararidi máli eins og vænta mátti. Gæti sem slík verið ágæt til kennslu í stíla- gerð, einkum hvað myndauðgi málsins snertir. Sigurður Nor- dal hefur stundum verið borinn þeim sökum, að hann skrifi af slíkum þrótti og skáldlegri anda gift, að sannleikurinn fari stund um ofangarðs. Slík fullyrðing stenzt sé litíð á mannanna verk sem þau tilheyrðu aðeins tveim flokkum, væru ýmist sönn eða fölsk, rétt eða röng, en ekki í ætt við hvorutveggja eins og oftast vill vera. Þeir menn, sem eitt sinn sögðu, að ekkert mann- legt væri þeim óviðkomandi áttu sér þá trú að leiðarhnoða, að sannleikur mannsins væri afstæð ur. Hinn algjöri sannleikur væri aðeins til á bók, þótt hann hins vegar virðist nú fyrir misskiln- ing kominn í koll margra þeirra, sem um bókmenntir skrifa. Slík- um mönnum væri bók Sigurðar Nordals um Hallgrím Pétursson holl lesning. Eg bið að heilsa! EINS OG fram kemur í þessu blaði verður á nokkur breyting varðandi útgáfu blaðsins nú á ■ haustdægrum, eftir sumarsvefn, sem stafar ; fyrst og fremst af fjárhagsörðugleikum, sem ég / tel eigi neitt feimnismál að segja í hrein- skilni frá. En það er mér gleðiefni að ferskir og dugmiklir starfskraftar innan raða lýðræðis- jafnaðarmanna hafa tekið saman höndum og ákveðið að vinna í algerri sjálfboðavinnu að útgáfu blaðsins fram að n.k. áramótum. Ég : fagna heilshugar þessum sóknarvilja og færi Bárði Halldórssyni menntaskólakennara og for manni F.U.J. beztu árnaðaróskir, einnig Jó- hönnu Þránsdóttur, er tekið hefir að sér aug- lýsngasöfnun — og er þess fullviss að hún muni mæta velvild af hálfu auglýsenda. Svo bið ég að heilsa öllum lesendum blaðsins. ; Lifið öll heil. Sigurjón Jóhannsson. -- ----—~.—--------------- JsL.dw AaOit JBiíiA? «•>«■» AvsÉlk MESSAB verSur í Akureyrar- kirkju n.k. sunnud. kl. 2 e. h. Vetrarkoma og dagur aldr- aðra. Skorað er á 'hina yngri að aðstoða 'hina eldri til kirkj- unnar. En þeir sem þarfnast bílaþjónustu hringi í 2-10-45 á sunnudagsmorgun). Sálm- ar: 518 — 228 — 137 — 289 — 514. — Sóknarprestar. SAMKOMUR votta Jehóva að Þingvallastræti 14, II. hæð: Hinn guðveldislegi skóli, föstud. 22. október kl. 20.30. Opinber fyrirlestrir: Hvernig biblíulestur veitir persónulegan hagnað, sunnud. 24. október kl. 16.00. Allir velkomnir. SJÓNARHÆÐ. Almenn sam- koma n.k. sunnudag kl. 17.00. Sunnudagaskóli kl. 13.30. — Drengjafundir á laugard. kl. 16.00. Unglingafundir á laug- ardag kl. 17.00. — Verið vel- komin. GLERÁRHVERFI. Sunnudaga- skóli í skólahúsinu n.k. sunnu- dag kl. 13.15. Öll börn vel- komin. FÍLADELFÍA, Lundargötu 12. Sunnudagaskóli 'hvem sunnu- dag kl. 11 f. h. Öll 'böm vel- komin. Almenn samkoma hvern sunnudag kl. 8.30 e. h. veriS velkomin. — Fíladelfía. KRISTNIBOÐSHÚSIÐ ZION. Sunnudagaskóli kl. 11 f. h. Öll 'börn velkomin. Samkoma kl. 8.30 e. h. Allir hjartanlega velkomnir. HEIMSÓKN. Ofursti K. A. Sól- ‘haug og frú 'heimsækja Akur- eyri mánudaginn 25. október og tala á samkomu í sal Hj álp- ræðishersins kl. 20.30. Briga- der Enda Mortensen stjórnar. Allir hjartanlega velkomnir. — Hjálpræðisherinn. HAUSTÞING Umdæmisstúk- unnar nr. 5 verður haldið á Akureyri sunnudaginn 24. okt. og 'hefst í Félagsheimili templara í Varðborg kl. 2 e. h. Rætt veröur um störf Regl- unnar í umdæminu og áfeng- isvandamálið. Þess er vænzt að fulltrúar og félagsmenn Umdæmisstúkunnar mæti á þinginu. — Framkvæmda- nefndin. SÍMSKRÁIN kemur út á næsta ári. Auglýsing um útgáfu hennar er á öðrum stað í 'blað inu og ættu menn að kynna sér efni hennar. ÁRSÞING ÍBA fer fram 4. nóv- ember n.k. — Fundarstaður auglýstur síðar. 4 _ ALÞÝÐUMAÐURINN

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.