Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 25.02.1975, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 25.02.1975, Blaðsíða 2
 ■ £LJVI ALÞÝÐ Útgefandi: Alþýðuflokksfélag Akureyrar. — Ritstjóri og ábm. - Hjörleifur Hallgríms. UMAÐURINN Afgreiðsla og auglýsingar: Strandgötu 9, sími 1-13-99. Prentsmiðja Björns Jónssonar prentaði. Orku- spamaður Einn af þingmönnum Reykjaneskjördæmis hefur nú bor- ið fram fyrirspurn á Alþingi til iðnaöarráðherra um Lax- árvirkjun. Er þar með gerð tilraun til að brjóta á bak aft- ur það samsæri, sem núverandi þingmenn Norðuriands- kjördæmis eysíra hafa gerí með sér um að þegja Laxár- málið í hel, þ. e. að iáta fullgert orkuver nær ónotað sök- um bjálfaskapar og iinkindar við örfáa sérvitra þvermóði, sem fundið hafa með sér köllun til að berjast gegn hags- munum ahnennings í héraðinu. Spurningin er m. a. um það, hvað lengi Laxárvirkjun á að vinna með 30% afköstum eftir að líffræðilegar rann- sóknir hafa ekki leitt í Ijós að núverandi lífríki Laxár stafi nein hætía af 23 metra stíflu í Laxárgljúfrum og því síður að búskapur í Laxárdal bíði nokkurn hnekki af slíku mannvirki. Á sama tíma ætia þingmennirnir svo félausum ríkissjóði að standa undir milljarða útgjöldum til að afla raforku með öðru móti og rússneskri oiíu á að brenna áfram á Akureyri fyrir margfalt andvirði þess, sení kostar að ijúka framkvæmdunum við Laxá. Norðlendingar munu vissuiega taka eftir afstöðu þing- manna sinna í þessu máli. Við heimtum skýlaus svör um það, hvort hnyndaðir hagsmunir 8 landeigenda eigi að ganga fyrir raunverulegum hagsmunum allra norðlendinga. Við hljótum líka að furða okkur á því, að einn af þeim, sem gerðu afglapasamninginn um Laxárvirkjun, Jón Sól- nes, skuli nú settur yfir nýtt orkuöfiunarfjírirtæki á Norð- urlandi. Nóg var ringulreiöin í raforkumálunum fyrir, þótt ekki sé verið að bæta þar nýju fyrirtæki við. — í. S. Við heimtum skýlaus svör Allar innflutningsþjóðir olíu og annarra orkugjafa gera nú víðtækar ráðstafanir til þess að nýta betur þá orku, sem eytt er. Hér er um að ræða aðgerðir til þess að draga úr eða jafnvel stöðva aukningu í heildarorkuþörf hinna ýmsu greina þjóðarbúskaparins, hvort heldur hún er í formi raf- orku, bensíns, gasolíu eða annarra orkugjafa. Við brennum innfluttri olíu fyrir allt að 7 milljarða á ári og fjárfesting í raforkuiðnaði gctur ekki fylgt aukn- ingu á raforkuþörfinni eftir. Samt virðast yfirvöld ekki sjá nauðsynina á orkusparnaðarherferð hér á landi og jafnvel eru dæmi þess að þau svæfi tillögur um slíkar aðgerðir. — B. F. Fyrstur með íþróttafréttir helgarinnar ÍÞRÖTTIR Akureyrarmót í stórsvigi Um siðustu helgi var haldið Ak- ureyrarmót í stórsvigi unglinga í Hlíðarfjalli. Nokkra af okkar hestu unglingum í alpagreinum vantaði, og hefur vantað að und- anförnu þar sem að þau eru við æfingar í Frakklandi, en eru væntanleg heim í dag, (þriðju- dag), eða á morgun. Þá á Karl Frímannsson ennþá í fóthroti, sem hann varð fyrir í velur. Annars urðu úrslit í stórsviginu þessi: 15—16 ára drengir: 1. Otto Leifsson, KA 158,32 sek. 2. Guðbergur Ellertsson, KA 159,03 sek. 3. Kristján Þorvaldsson, KA 161,92 sek. 134,18 sek. 3. Aldís Arnardóttir, Þór 134,44 sek. 11—12 ára stúlkur: 1. Nanna Leifsdóttir, KA 137,67 sek. 2. Svandís Þóroddsdóttir, KA 3. Lilja Stefánsdóttir, KA 229,02 sek. A Isafirði fór fram punklamót fullorðinna um s .1. helgi, og stóðu Akureyringarnir sig nokk- uð vel þar. Urslit urðu þessi: Svig lcarla: 1. Árni Öðinsson, Ak. 2. Haukur Jóhannsson, Ak. 3. Hafsteinn Sigurðsson, ís. 13—14 ára drengir: 1. ’Finnhogi Baldvinsson, KA 129,73 sek. 2. Ölafur Grétarsson, Þór 129,87 sek. 3. Þórður Svanbergsson, KA 132,94 sek. 11—12 ára drengir: 1. Kristján Kristjánsson KA 117,99 sek. 2. Ólafur Harðarson, KA 121,81 sek. 3. Jón R. Pétursson, KA 123,69 sek. 13—15 ára stúlkur: 1. Sigríður Jónasdóttir, KA 132,63 sek. 2. Halla Gunnarsdóttir, KA Svig Jcvenna: 1. Sigrún Grímsdóttir, ís. 2. Guðrún Frímannsdóttir, Ak. 3. Guðrún Sigurðardóttir, Hús. - Stórsvig Jcarla: 1. Árni Óðinsson, Ak. 2. Hafþór Júlíusson, Is. 3. Haukur Jóhannsson, Ak. Stórsvig kvenna: 1. Jórunn Viggósdóttir, Rvík. 2. Sigrún Grímsdóttir, ís. Eins og í unglingfalokkunum vantaði þarna tvær af okkar bestu skíðakonum, þær nöfnur Margréti Baldvinsdóttur og Mar- gréti Vilhelmsdóttur, en þær eru einnig við æfingar í Frakklandi, en eru væntanlegar heim nú um þessar mundir. Rosaleg útreið í handboltanum „Ekki eru allar ferðir farnar til fjár“, og sannaðist það best hjá Akureyrska handboltafólkinu um síðustu helgi. Ónnur eins ó- sköp hafa ekkj dunið yfir í lang- an tíma hvað íþróttafólk okkar varðar, og hefur þó verið hálf dökkleitt yfir því stundum. Það var engin frægðarför, sem Þórs- ararnir fóru, en þeir spiluðu við Þrótt í Reykjavík á laugardag- inn og töpuðu með 17 mörkum gegn 30. Seinni hálfleikur er sagður hafa verið með eindæm- um lélegur hjá þeim, og Þor- björn nánast ekki með, svo gjör- samlega var honum haldið niðri, enda sýna það best tölurnar í hálfleik, en þá var staðan 13-11 fyrir Þrótt, aðeins tveggja marka munur. Þórsarar léku svo sinn seinni leik í ferðinni við ÍBK á sunnu- daginn. Ekki er hægt að segja, að blásið hafi byrlega fyrir þeim í Keflavík, því eftir að hafa haft yfir í hálfleik 8-5, léku þeir al- veg eins og byrjendur í seinni hálfleik og glopruðu þar með öllu niður, enda töpuðu þeir þeim leik með 13 mörkum gegn 12. Hér heima léku svo Þór og FH í I. deild kvenna á laugar- daginn, og enn varð tapleikur fyrir Þór, því FH-stúlkurnar unnu þnan leik með 12 mörkum gegn 9. Þá fréttum við af all sögulegri ferð hjá 2. deildarliði KA (stúlkur) til Reykjavíkur og Keflavíkur um helgina. Þær töp- uðu fyrir ÍBK með 21 marki gegn 5 og munaði þar mestu um frábæra markvörslu í marki IBK, en stúlkan sem þar stóð, varði helst allt, og þar á meðal vítaskot. En þá víkur sögunni til leiks- ins í Reykjavík, sem áttf að vera við Stjörnuna. Þar mættu engir dómarar, þó beðið væri svo klukkutímum skipti, aðrir flokk- ar voru teknir framyfir stúlkna- leikinn, en allt kom fyrir ekki, engir sáust dómararnir. Loksins fékkst það í gegn að þjálfari KA stúlknanna áttj að dæma leikinn ásamt öðrum frá Stjörnunni, en þá birtist þar Framari, sem sagði að nú ætti annar leikur að fara fram, og gætu stúlkurnar reynt að híða svolítið lengur. En þá var þolinmæðin að sjálf- sögðu á þrotum, enda stúlkurnar matarlausar og ekkert viðurværi að fá, einnig var að koma að því, að þær voru að missa af flugvélinni norður aftur. Þetta er ljót saga, en alls ekki einsdæjni, og ættu forsvarsmenn þessara mála að skammast sín, og það verulega. Þetta eru ungir og óharðnaðir unglingar, sem svona er farið með, en það virð- ist allt í lagi þar sem þær eru utan af landsbyggðinni. Það er Reykjavík, sem forganginn hef- ur. Þessar ungu stúlkur gera þetta af sinni fórnfýsi og áhuga- mennsku, auk þess að greiða þessi ferðalög að miklu leyti sjálfar, og það má liver vita það sem vill, að þetta er um 40 þús- und króna ferðalag fyrir þær, enda hefur heyrst, að þær muni gefa þennan umrædda leik, þar sem þær treysta sér ekki fjár- hagslega til að fara aftur. Því miður virðist sem klíku- skapur og ódrengileg framkoma einkenna æ meir vinnubrögð hinna ýmsu aðila við íþrótta- flokka af landsbyggðinni, sem þurfa Reykjavík heim að sækja. Enska knatt- spyrnan Spámaðurinn Síðasti spámaður okkar, Hörður Hilmarsson var með 4 leiki rétta. Vegna óviðráðanlegra orsaka á síðustu stundu, fellur spáin nið- ur að þessu sinni. 2 - ALÞÝÐUMAÐURINN

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.