Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.04.1976, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 14.04.1976, Blaðsíða 1
ALÞYÐU AÐURINN Listræn sæluvika á Sauðárkróki Leikfélag Akureyrar sýndi Glerdýrin sem 46. árgangur - Akureyri, miðvikudaginn 14. apríl 1976 - 13. tbl. Sæluvika SkagfirSinga, er nýafstaðin þótti vera með fjölbreyttara og menningar- legra sniði en oft áður. Til við- bótar hefðbundinni dagskrá þ. e. dansleikir, kvikmynda- s IVIeira aðhald í sölu skotvopna Lagt hefur verið fram á Al- þingi frumvarp til laga um mun meira aðhald í sölu skot- vopna en verið hefur. Á und- anförnum árum og nú síðast hér á Akureyri hafa gerst hörmulegir atburðir, þegar drukknir menn eða vitstola hafa ráðið öðrum bana. Alþýðuflokksþingmennirnir, Bragi Sigurjónsson og Eggert G. Þorsteinsson, vilja ganga enn lengra en fyrrgreint frum varp segir til um og hafa þeir lagt frám breytingartillögu við þetta frumvarp. í breyt- ingartillögunni segir að eng- inn nema ríkisstjórnin megi flytja til landsins eða frá því nokkra gerð af skotvopnum, skotfærum, sprengiefni eða skoteldum. Enginn nema ríkis stjórnin má versla í smásölu með skotvopn, skotfæri, sprengiefni eða skotelda. Heimilt er þó, að veita ein- staklingum eða félögum leyfi til smásölu á skoteldum, enda hafi aðilar verslunarleyfi og ábyrgist örugga vörslu vörunn ar. Þá er í tillögunni gert ráð fyrir að hin nýja stofnun heiti Skotvopnasala ríkisins, og skal hún gera ýtrustu ráðstafanir til að fyrirbyggja innbrot eða þjófnað, svo og við alla flutn- inga á vörunni. Mý og glæsileg verslun Síðastliðinn föstudag opnaði ný verslun í verslunarmiðstöð inni Kaupangi við Mýrarveg. LILJA heitir verslunin og er blóma- og gjafavöruverslun, eigandi hennar er Herbert Ólason kaupmðaur í Cesar. Á laugardaginn var blaðamönn- um boðið að skoða verslunina, sem er í skemmtilegum og rúmgóðum húsakynnum og sérstaklega smekklega inn- réttuð. í stuttu viðtali við eigand- ann kom fram, að verslunin mun selja blóm og blóma- skreytingar ásamt ýmsum gjafavörum, svo sem keramik og kristalvörur í úrvali. Eins og fyrr segir er hús- næðið rúmgott og skemmti- legt, blómakælirar eru bæði á lager og í versluninni sjálfri og aðstaða er öll hin besta. sýningar og framlag leikfélags ins má það teljast stór við- burður að Leikfélag Akureyr- ar var með sýningar á ,„Gler- dýrunum“, sem var afskap- lega athyglisverð og góð sýn- ing. Einnig fór fram mjög merkileg og menningarleg starfsemi í Safnahúsinu, þar er komið úrvals hljóðfæri, flygill, sem var gefinn af góðu fólki og gerir kleyft að bjóða upp á hluti, sem ekki var hægt áður því sambærilegt hljóð- færi var ekki til í bænum fyr- ir. Þar bar hæst heimsókn Rut M. Magnússon og manns hennar og einnig var með í förinni Agnes Löwe píanóleik ari. Þá var Benedikt Gunnars son listmálari með sýningu, Andrés Björnsson útvarps- stjóri talaði um Sölva Helga- son og Hörður Ágústsson tal- aði um gömul hús á íslandi, og leikfélagið sýndi „Sjóleið- ina frá Bagdað“. Að sæluvikunni slepptri má nefna að miklar fram- kvæmdir eru fyrirhugaðar á Sauðárkróki og ber þar hæst að malbika á götur fyrir 70— 80 milljónir króna og er langt komið að semja við Miðfell hf. þar um, sem aðalverktaka. N\\V Mý rækjuvinnsla á Kópaskeri Smekklegar innréttingur prýða Blómabúðina Lilju. Komið hefur verið upp rækju- vinnslu á Kópaskeri og veitir hún 20 til 25 manns atvinnu á tvískiptum vöktum, 10 til 12 manns á hvorri vakt. Tveir bátar eru gerðir út á rækjuna og mega þeir afla 6 tonn hver á viku og hefur sá kvóti verið uppfylltur yfirleitt á skemmri tíma. Uppbyggingin á Kópa- skeri, vegna jarðskjálftanna, hefur gengið hægt því mat á fasteignum hefur ekki fengist og verður vart fyrr en í sum- ar, að sögn Kristjáns Ármanns sonar kaupfélagsstjóra. íbúar Kópaskers eru þó allir komn- ir til síns heima aftur eftir jarðskjálftana, en þar eru íbúar nú orðnir um 130 og er það um 50% aukning á síð- ustu 5 árum. Þar áður í 15 til 20 ár hafði íbúatala staðið í stað. Grásleppuveiði hefur geng- ið treglega það sem af er, enda hefur hún frekar verið „hobbý“ nokkurra smábáta- eigenda á staðnum. Að öðru leyti er Kópasker mikil þjónustumiðstöð fyrir sveitirnar í kring. Ertu að byggja? Alltaf eitthvað nýttl Þarftu að bæta? Viltu breyta? Nýkomið meira af Denin-settum ÍBOÐIN TRYGGVABRAUT 22. - SÍMI: 2-24-74. KLEOPATRA Strandgötu 23. — Sími: 2-14-09. FASTEIGNASALA - LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA Steindór Gunnarsson, Iögfræðingur. Ráðhústorgi 1. — Sími: 2-22-60.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.