Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 120

Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 120
118 Jóhann Björnsson HUGUR Merleau-Ponty, þ.e.a.s. við þurfum ákveðinn sameiginlegan flöt og þessi sameiginlegi flötur er sá heimur sem við lifum og hrærumst í.9 Við erum öll manneskjur, nokkuð áþekkar, og lifum í sameiginlegum heimi. Við þörfnumst engra sérfræðinga til þess að skilja annað fólk í grundvallaratriðum. Ég sé það á líkama annarrar manneskju, ég sé það í fasi hennar og framkomu hvað á sér stað í vitundarlífi hennar. Ef ég mæti mjög reiðum manni þá fer það ekkert á milli mála að hann er reiður. Ef ég mæti betlara á götu fer ekkert á milli mála, þar sem hann réttir út höndina, að hann er betlari og telur sig þarfnast peninganna minna, þó svo að hann segi ekkert berum orðum. Að vera staddur í ákveðnum aðstæðum, eins og til dæmis að mæta reiðum manni, betlara eða konu sem gimist mann, felur í sér að ég les merkingu úr aðstæðum mínum, ég skil hvað um er að vera. Merleau-Ponty segir að það sé grundvallaratriði mannlegrar tilvistar að vera dæmdur til merkingargjafar.10 Við skynjum og upplifum umhverfi okkar og aðstæður og lesum úr þeim ákveðna merkingu. Við erum dæmd til þess að skilja aðstæður okkar, umhverfi og annað fólk á einhvem hátt. Og eins og ég hef áður nefnt, þá getum við einnig misskilið á einhvem hátt. Vissulega er þetta allt saman satt og rétt hjá Merleau-Ponty, við deilum sameiginlegum heimi og þurfum ekki að vera neinir sérfræð- ingar til þess að skilja annað fólk og tjáningu þess, hvort sem hún er munnleg eða líkamleg. Hinsvegar er það ekki nema hluti af því vanda- máli sem við horfumst í augu við. Þó svo að ég skilji tjáningu ein- hverrar manneskju, þá er ekki þar með sagt að ég skilji hana eins og hún ætlast til að ég skilji hana. Ég get gimst konu og látið það í ljós með daðri mínu, en daður mitt kann hinsvegar að verða allhrapallega misskilið. Konan sem ég girnist gæti hugsanlega skilið daður mitt á þann hátt að ég vilji bara vera góður kunningi hennar, þegar ég var að reyna að tjá henni að ég þrái að verða einstakur elskhugi hennar og bólfélagi. Hvemig leysum við þetta vandamál? Get ég kynnt hér einhverja heimspeki sem leysir þennan vanda? Ég efa það ekki að ég yrði met- söluhöfundur um jól ef ég kæmi fram með bókartitilinn Láttu daðrið 9 Maurice Merleau-Ponty, Phenomenology of Perception, þýð. Colin Smith (Routledge 1962), bls. 346-365. 10 Phenomenology of Perception, bls. XIX.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.