Dagblað

Tölublað

Dagblað - 01.02.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 01.02.1925, Blaðsíða 2
2 DAGB LAÐ í dag- er Sjómannadagurinn í ár,‘ og verða þá haldnar Sjómanna- guðsþjónustur í báðum kirkjum bæjarins, ennfremur í báðum kirkjum í Hafnarfirði og í kirkj- unni á Akranesi. Fagurt væri ef alment yrði flaggað í bænum til að auka hátíð dagsins. — Vonandi verða slíkar guðsþjón- ustur samtímis í öllum kirkjum landsins að ári, á þeim degi, er fundinn verður til þess bezt fallinn. Fiskverkun. Fyrir 50 árum (2. febr. 1875) efndu Nesjamenn til félagsskapr ar hjá sér um það, að vanda betur en áður verkun á salt- fiski. Mun það vera fyrsta spor- ið, sem stigið var hér á landi í þá átt. í skýrslu stofnfundarins segir svo: »Oss hefir komið saman um að eiga með oss fund og reyna að koma á einhverj- um almennum samtökum og skipulagi ábrærandi betri verkun á saltfiski, heldur en verið hefir hingað til; því þó kaupmenn okkar ekki hafi fundið að því sérlega, að fiskrinn væri illa verkaðr hjá okkr, þá finnum við það sjálfir að hann mætti vera betr vandaðr að verk- uninni til en alment gerist, eink- um sjómannafiskr, sem oft kemr miðr vandaðr á mót- tökustaðina. — — Vér efumst ekki um, að kaupmenn vorir geri góðan róm að máli þessu, og er eitt, sem vér viljum taka fram og okkur þykir mikils um- varðandi í máli þessu, sem er það, að þeir hafi tillit til, að varan ekki spillist að því, sem þeir gæti að gert, og hafa menn bæði eldri og yngri oft séð þess sorgleg dæmi, hversu lítið far þeir hafa oft gert sér f tilliti til útskipunar á saltfiskinum, hér í suðrhöfnunum.--------—« Af þessu má Váða, að hvorki fiskframleiðendur né kaupmenn hafa á þeim dögum skeytt hið minsta um meðferð og verkun fiskjarins, enda ónýttist þá ár- lega meira og minna af fram- leiðslunni, og það, sem á mark- að komst erlendis, hefði tæplega verið talinn mannamatur nú á tímum. Segi menn svo, að vér höfum ekki »gengið til góðs götuna fram eftir veg«, á þess- um síðustu 50 árum! Bæj arfréttir. Guðsþjónustur í dag: SjómannagDðsþjónostar. Iteykjavík. Dómkirkjan kl. 11, séra Bj. Jóns- son. Frikirkjan kl. 5, sérg Árni Sig- urðsson. Kirkjugestum veitist tækifæri til að styrkja sjómannaskrifstof- una með peningagjöfum. Dómkirkjan i Regkjavik kl. 5, siðdegisguðsþjónusta séra Bj. Jónsson. Landakotskirkja kl. 9 árd. há- messa; kl. 6 síðd. guðsþjón- usta með prédikun. Hafnarljörðnr. Pjóðkirkjan kl. l.séra'Á. Björns- son. Fríkirkjan kl. 5, séra Ól. Ól- afsson. Sjómannastofan. Guðsþjónusta í dag kl. 4. Leikhásið. Veizlan á Sólhaug- um verður leikin i kvöld kl. 81/*. Fað fara að verða síðustu for- vöð að sjá þenna góðkunna leik á íslenzku leiksviði. Höfoin. E.s. Gglfi kom af veiðum í gær með 50 föt lifrar. E.s. Island kom í gær. E.s. Geir, fiskitökuskip til Cop- lands & Co. fór í gær til Spánar. E.s. Erican. Kolaskip til H.f. Kveldúlfs er að losa í dag við hafnarbakkann. ítalskur botnvörpungur kom í gærkveldi. H.vlkmyndahúsin. Nýja Bio. / fótspor föður sins, sjónleikur í 7 þáttum. Skopleik- arinn Wesley Barry leikur að- alhlutverkið. Gamla BÍO. Móðurást. — Ný mynd leikin af ameríkskum leik- urum. 1l)ag6lað. Ritstjóri: Árni Óla. Ráösmaður: G. Kr. Guðmundsson. Afgreiðsiat Lækjartorg 2. skrifstofa J Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Sjáyarföll: Árdegisháflæður í Rvík kl. 11,30. Síðdegisháflæður í Rvík kl. 10,5S. Leiðarrísir: Alpýðubókasafnið Skólav.st. opið virkad. kl. 10—10, sunnud. 4—10. Baðhúsið opið kl. 8—8 virka daga. Borgarstj.skrifst. Tjarnargötu 14. Skrifstofut. kl. 10—12 og 1—3. Borgarstj. til viðtals kl. 1—3. Brunamálaskrifst. Tjarnargötu 14. Skrifst.t. kl. 10—12 og l‘/»—3V*. Byggingarfulltrúi Tjarnargötu 14. Til viðtals kl. 11—12. Bæjarfóg.skrifst. Suðurg. 4, opin kl. 1-5. Bæjargjaldkeraskrifst. Tjarnarg. 14 Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5. Bæjarverkfræðingur Tjarnarg. 14 til viðtals kl. 11—12. Frakkneski spítalinn heimsóknar- tími kl. 1—3. Geðveikrahælið heimsóknart. kl. 10—6. Hagstofan Landsbankahúsinu opin kl. 9—4. íslandsbanki afgreiðslut. kl. 10—12 og 1—4, á laugard. 10—1. Bankastj. til viðtals kl. 10—12. Landakotsspítali, heimsóknart. kl. 3—5. Landsbanki íslands, afgreiðslut. kl. 10—3, á laugard. kl. 10—1. Landsbókasafn, opið kl. 1—7. Bókaútlán kl. 1—3. Listasafn Einars Jónssonar opið miðvikud. og sunnud. kl. 1—3. Lögreglustjóraskrifstofa Lækjarg. 10 B opin kl. 10—12 og 1—4. Varðstöð opin allan sólarhr. Náttúrugripasafnið opið sunnud.kl. l*/a—3. Priðjud. og fimtud 2‘/»—3. Pósthúsiö opiö virka daga kl. 10 —6, helgidaga kl. 10—11. Bögglapóstsofan opin virka daga kl. 10—3 og 5—6. Ríkisféhiröir, Landsbankahúsinu, skrifstofutimi kl. 10—2 og 4—5. Samtrygging isl. botnvöruskipa, skrifstofut. kl. 10—12 og 1—4. Skattstofan, skrifstofut. kl. 1—4. Stjórnarráð íslands, skrifstofut. kl. 10-12 og 1—4. Verslunarráð fslands, hús Eim- skipafél., skrifstofut. kl. 10—12 og 1—4. Vifilstaðahælið, heimsóknartimi virka d. kl. 12—1’/», sunnudaga kl. 1-3. Pjóðminjasafnið opið kl. 1—3. Pjóðskjalasafnið opið kl. 1—4.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.