Dagblað

Tölublað

Dagblað - 04.02.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 04.02.1925, Blaðsíða 2
2 DAGB LAÐ i Rússar og Japanar semja með sér. Samkvæmt erlendum sím- fregnum hafa Rússar og Jap- anar nýlega gert samning með sér, er þykir næsta einkenni- legur. Rússar hafa veitt Japön- um sérleyfi til þess að reka kola- og olíunámur á eynni Sachalin, og ef til vill í Siberíu líka. Er ekki laust við, að ýms- ar þjóðir líti óhýru auga til samnings þessa, því áð hér eftir stendur Japan miklu betur að vigi en áður í friðsamlegri verslunarsamkepni, og eins er þetta lyftistöng undir hernaðar- stefnu þeirra og vigbúnað. En um hitt þykir þó mest vert, að í samningunum hafa hvorir tveggja skuldbundið sig til þess að eiga ekki í ófriði saman og sitja hlutlausir hjá, þótt til ófriðar drægi með öðru hvoru ríkinu og einhverri annari þjóð. Er sennilegt að þetta sé fyrir- boði þess, að Japanar segi sig úr þjóðbandalaginu, því að samningur þessi fer í bág við~ samþyktir bandalagsins. — Eitt rlki hefir þegar sagt sig úr þjóðbandalaginu. Er það Costa Rica. Lundúnaþoka. Laust fyrir miðjan mánuð gerði svo sótsvarta þoku í Lund- únaborg, að enginn man aðra eins, og eru þó Lundúnabúar vanir þoku. Svo var myrkrið mikið, að ökunienn treystust ekki til að aka um borgina, og staðnæmdust í stórhópum, þar sem þeir voru komnir. Blaða- maður nokkur gerði það að gamni sínu, að klífa upp í há- turn Palskirkjunnar. Var hann þá kominn upp úr þokuhafinu. Var turninn eins og »kleltur úr hafihu«, en svo var dimt, að ekki sást þaðan niður á kirkju-/ þak. Flugmaður nokkur kom frá París þennan dag, og voru með honum nokkrir farþegar. Segja þeir hið sama, að glóbjart veð- ur hafi verið í lofti, en hvergi sáu þeir móta fyrir Lundúna- borg, nema að merkistangir og loftskeytaspýrur stóðu upp úr þokunni. Var það á lendingar- staðnum, og tókst flugmannin- um því að ná landi slysalaust. Pykir það merkileg hepni, því að myrkrið var svo mikið, að hann varð að biða langa stund eftir hjálp til þess að finna flug- skálann, sem þar er þó á næstu grösum. Skipaferðir og járnbrautaferðir trufluðust til stórbaga, en slys urðu þó ekki mörg. Borgin. Skrá yflr gjaldendur lil ellistyrkt- arsjóös í Reykjavík, er til sýnis til 7. febr. á skrifstofu borgarstjóra. Ranði krossiun. Margir borgar- búar, hæði karlar og konur, hafa nú gerst félagar íslenzku deildar- innar. Verður árgjaldiö innheimt næstu daga. Peir sem vilja mega greiða árgjaldið á Endurskoðunar- skrifstofuna i Pórshamri. Framtöi um tekju- og eignaskatt, verða að vera komin í hendur skattstjóra á Laufásveg 25 í síðasta lagi laugard. 7. þ. m. Annars verð- ur mönnum áætlaður skattur skv. lögum. Fermingarbörn Dómkirkjunnar eru beðin að koma i kirkjuna á morgun (miðvikud.) kl 5 síðdegis. Vetrarieg't er nú farið að gerast hér sunnalands, en fram að þessu heflr verið mjög snjólétt. Pó segja sveitamenn, að gjafasamt hafl orðið vegna stöðugra umhleypinga. íslenzba krónan fer smáhækkandi pótt hægt fari. Er það ekki undar- legt þegar þess er gætt hvað út- flufningur hefir orðið mikiil. Sterl- ingspund er selt i bönkunum á kr. 27,30, danskar krónur á 101,64 norskar krónur á 87,31 og sænskar krónur á 153,68. Slgnrðnr Birkis söngvari heldur söngskemtun i Nýja Bio í kvöld. Peir Markús Kristjánsson, Eymund- ur Einarsson og Gunnar Sigurgeirs- son, verða honum til aðstoðar. Veizlan á Sólbangnm verður leik- in annaö kvöld. Verður barnasýn- ing kl. 5 og alþýðusýning kl. 81/*. Stefnir. Fundur verður haldinn i Landsmálafélaginu Stefni i kvöld. HbagBlað. l'áZi. I Árni Óla. itstj rn- \ G. Kr. Guðmundsson. Afgloeiðslal Lækjartorg2. skrifstofa J Sími 744. Ritstjórn til viötals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Par tala þeir Jón Porláksson ráö- herra og Magnús Jónsson dócent. Höfnin. Gullfoss fer héðan i dag. Meðal farþega eru kaupmennirnir: Jón Björnsson, J. Vetlesen, Sv. Juei Henningsen, Marteinn Eínarsson og Kristinn Einarsson. Goðafoss kemur hingað í dag að vestan. ísland fór héöan í gær norður um land. Sólarnpprás er í dag kl. 9,3 og sólarlag kl 4,21. Tfðarfar. Snjókoma var hér tals-' verð af og til í gær. Frost var ekki mikiö og líkt um alt land, nema á Seyðisflrði var frostlaust, en 7 stig á Grimsstöðum. Veðurathugunar- stöðin gerir ráð fyrir vestlægri átt, með éljagangi sunnanlands og yflr- leitt hvikulu tíðarfari. Sjávarföll. Siðdegisflæður kl. 1,50. Árdegisflæður kl. 2,20. Benin-nograr nefnist svert- ingjaþjóðflokkur, sem á heima i hinum frjóvsömu en óheilnæmu vatnahéruðum vestan við Niger- eyrar á Guinea-ströndinni. Árið 1897 þóttust Englendingar þurfa að hegna þjóöflokk þessum og fóru herferð inn í landið, sem áður hafði verið »lokað«. Fundu þeir þá margar menjar fornrar menningar þar I landi, svo sem margskonar listasmiði úr kopar og fílabeini, gert af miklum hag- leik. Er talið að smiðisgripir þessir muni vera frá 16. og 17. öld. Fluttu Englendingar heim til sin kynstur af gripum þess- um og þaðan hafa þeir dreifst til ýmissa safna viðsvegar um Norðurálfu. Nú ern Benin-negr- ar eigi taldir standa öðrum svert- ingjum framar að neinu leyti.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.