Okrarasvipan - 31.03.1933, Blaðsíða 3

Okrarasvipan - 31.03.1933, Blaðsíða 3
OKRARASVIPAN hugsa. — Metúsalem svaraði og hóf sömu for- tölur og gyllingar sem áður, — bauð mjer atvinnu fyrir elzta son minn á skipi, og hinum yngri í fiskvinnu, og hafði auk þess í frammi ým8 faguryrði og fláttmæli, og óskaði þess, að jeg kæmi þá strax til fundar við sig. — Jeg varð þegar við tilmælum hans, og fór á fund hans, ásamt Lúðvik Ásgrimssyni, og sat þar f y r i r, hjá Metúsalem, Pjetur Jakobsson fyr- nefndur (frá Skollatúngu). Höfðu þeir þá til taks eitthvert skjal, sem jeg ekki man til að lesið væri upp fyrir mjer, en sem Metúsalem sagði að mjer væri óhætt að skrifa undir, og viðhafði enn á ný sömu gyllingarnar um gæði hússins, atvinnuloforðin til handa sonura raín- um o. s. frv., enda skyldi hann, ef jeg yrði óánægð með kaupin, annaðhvort selja húsið fyrir mig, eða skifta þvi fyrir minna hús, — flónskaðist jeg þá til að skrifa undir þetta ólesna skjal, er svifti mig aleigu minni. — Rjett eftir þetta fór jeg til ísafjarðar, en kom hingað aftur í Maímánuði, þvi 18. þess mán- aðar átti að fullnægja kaupunum. Kom jeg þá heim til Lúðvíks Asgrimssonar, og skýrði hann mjer frá þvi, að Metúsalem hefði talað við sig, og Bagt sjer, að hann (Lúðvík) »þyrfti ækki að koma með mjer til sín. Hann ætlaði ekki að fara illa með mig, heldur þvert á móti að lækka kaupverðið um fullar 6 þúsund krónur, og hafa það ekki hærra en tæpar 27 þúsund krónur. — Þetta sagði Lúðvík, að Metúsalem væri búinn að segja sjer. — Jeg spurði Lúðvík, hvort hann ætlaði ekki að ganga með mjer til Metúsalems. Lúðvík svar- aði, að Metúsalem hefði sagt, að þess þyrfti «kki — það væri hægt að fá einhvern til að votta afsalið!! — Fór jeg svo til Metúsalems -og með mjer Finnbogi bróðir minn, er hjer var í bænum. — Hringdi jeg dyrabjöllunni hjá Metúsalem, og kom hann sjálfur til dyra, og spurði strax, hvort nokkur væri með mjer, •og játti jeg því, sagði, að bróðir minn, er stóð þar skamt frá, væri með mjer. — Metúsalem bauð mjer inn sem fljótast, og sagði, að eng- inn þyrfti með mjer að vera. — Fór jeg svo inn og sat þar enn fyrir Pjetur Jakobsson. Jeg horgaði Metúsalem sex þúsund og fimm hundruð krónur, en afsalið fjekk jeg ekki fyr en löngu síðar, og þá^ frá lögmanni eftir þinglestur. Þannig er viðskiftasaga okkar Metúsalems rjett sögð, og mega lesendur »Svindlara- svipunnarc sjá, að allmikið ber á milli hennar og frásagna þeirra fóstbræðranna Pjeturs Ja- kobssonar og Metúsalems. Þess þarf tæplega að geta, að öll loforð Metúsalems urðu að svikum. Hann hvorki reyndi að selja húsið fyrir mig, nje útvega mjer minna hús. — Enga atvinnu hefur hann útvegað sonum minum til þessa dags, og hefði jeg reyndar engu slíku átt að trúa, nje glepj- ast af — eftir aðvaranir hr. Magnúsar Sæ- mundssonar og annara. — Annars sýna aðfarir Metúsalems — með tilstyrk Pjeturs — greini- lega óskammfeilni þeirra og lævísi við það að fjefletta mig. — Metúsalera telur mjer trú um, að húsið eigi einungis að kosta 26,776 krónur 56 aura, eða tæp 27,000 krónur, svo sem áður er sagt. Þetta sannar afsalið greinflega, og hitt ekki síður, að þeir ljetu mig skrifa undir kaupsamninginn ó- lesinn. Jeg hefði aldrei keypt húsið, ef mjer hefði dottið í hug, að það ætti að kosta meira en tæp 27000 krónur. — Mun og eng- inn maður, er þekkir þá Metúsalem og Pjetur. trúa því, að þeir hafi beitt fölsun til þess eins, að firra mig nokkurra króna gjaldi. — En játning Metúsalems um fölsun gegn rikis- sjóði hefur sett á hann fölsunarstimpil- *n n • fölsun Metúsalems gegn mjer skyldi koma honum í koll, ef jeg væri þess umkomin fjárhagslega, að reka rjettar mins á honum, og fá hann dæmdan til þess að borga mjer þær 6500 krónur, er hann fjefletti mig um, auk fullra skaðabóta, og ekki litilla, fyrir alt það tjón, beint og óbeint, er jeg hefi haft af viðskiftunum við hann, og yrðí þá Pjetur Jakobsson mjer þægilegt vitni — nema hann vildi þá, frekar en orðið er, vinna Bjer fyrir heitara eldi og í stærri ofni heldur en þeim, sem hann hefur gefið hræi sínu fyrirheit fyrir, þegar slitur lífdögum hans, og mætti þá verða svo, að þeir Metú- salem og hann ætti þar rúm saman, þó þeim verði að líkindum óhægra um vik en hjer

x

Okrarasvipan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okrarasvipan
https://timarit.is/publication/607

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.