Heimilið og KRON - 01.02.1939, Blaðsíða 9

Heimilið og KRON - 01.02.1939, Blaðsíða 9
HEIMILIÐ OG KRON Til athugunar Pantanir. — Tekjuafgangur. Þess hefur orðið vart, að sumir félagsmenn halda, að enginn tekjuafgangur sé greiddur af pöntunar- viðskiptum. — Þetta er misskilningur. — Tekjuaf- gangur er greiddur alveg jafnt af pantaðri vöru eins og þeirri, sem keypt er í búðunum. Hlunnindi félagsmanna KRON. Félagsmenn njóta þeirra hlunninda.að getapant- að hálfsmánaðarlega og fá þá 5% afslátt frá búðar- verði. Auk þess fá þeir tekjuafgang, útborgaðan og í stofnsjóð. Tekjuafgangur, sem félagsmönnum var greiddur árið 1938 (af viðskiptum 1937), var 2% útborgað og 5% í stofnsjóð. „Prósentur“ þcer, sem félagsmenn hafa fengið, eru þá sem hér segir: 1. Afsláttur frá búðarverði .... =5% 2. Útborgaður tekjuafgangur .. = 2% 3. Stofnsjóðseign ......... = 5% Samtals 12% Það munar um minna. Viðskiptamennirnir þurfa allir að vera félagsmenn. Margir viðskiptamenn KRON hafa ennþá ekki tryggt sér félagsréttindi. Þetta er ekki hyggilegt, því að fyrr en þeir eru orðnir félagsmenn, eiga þeir ekki tilkall til tekju- afgangs né afsláttar frá búðarverði. Inntökugjald er kr. 10.00 í eitt skipti fyrir öll, og er það smárœði eitt samanborið við sérréttindi félagsmanna. Samábyrgð er engin. Leitið nánari upplýsinga hjá Guðm. Tryggva- syni, skrifstofu KRON, Skólavörðustíg 12 (simi 1727). Hvað eiga húsmæðurnar að gera, ef þær: búa langt frá næstu búð Kaupfélagsins, hafa ekki síma og engan til að senda? Þœr eiga að snúa sér til þeirrar búðar KRON, sem þœr óska hélzt að skipta við og biðja deildar- stjórann að sjá um, að sendisveinarnir komi á ákveðnum tímum og taki hjá þeim pantanir. Þannig vill KRON verða þeim að liði, sem erf- iðasta hafa aðstöðuna. Innlánsdeildarbækur. Nú er lokið að prenta og binda inn innlánsdeild- arbækurnar. Þœr eru einkar snotrar og eigulegar. Félagsmenn, sem ennþá hafa aðeins fengið ein- faldar kvittanir fyrir innstœðum sínum i innláns- deildinni, œttu að vitja bókanna sem fyrst. Ný deild í KRON. Bráðlega verður stofnuð ný deild í KRON fyrir Kjalames og Mosfellssveit. Félagsmenn eru margir orðnir í þessum sveitum og áhugi mikill fyrir kaup- félagsmálum. Fulltrúastarfið. Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis er í 14 deildum. í Reykjavík liefir verið tekin upp sú aðferð að skipta liverri deild i 20 manna hópa og fela einum fulltrúanna að liafa samband við félagsmenn í hverjum hóp. Fulltrúarnir gefa félagsmönnum upplýsingar um félagið, rceða við þá um samvinnumál og taka við umkvörtunum þeirra og tillögum. Semja þeir síðan skýrslu um samtöl sín við félagsmenn og senda hana til skrifstofunnar. Þannig gefast félagsstjórn og starfsmönnum tœkifœri til þess að kynnast per- sónulegu áliti einstakra félagsmanna um félagið og samvinnumálin yfirleitt. Skýrslurnar eru œtíð teknar til athugunar af framkvœmdarstjórn, og á fundum starfsmannanna er rœtt um efni þeirra. Sé um réttmœtar aðfinnslur að rœða, er reynt að leiðrétta mistökin og fyrir- byggja þau eftirleiðis. Ef þœr aftur á móti eru ekki sanngjarnar, reyna starfsmennirnir að ná tali af viðkomandi félagsmönnum og leiða þeim fyrir sjónir hið rétta í málinu. Hvorttveggja er nauðsyn- legt, en hvorugt er auðvelt að framkvœma, nema með aðstoð fulltrúanna. Ummæli eins af fulltrúunum. „Starf fulltrúans felst ekki hvað sizt í því, að hlusta eftir aðfinnslum fólksins og rannsaka rétt- mœti þeirra, hlusta á tillögur til endurbóta, sem al- menningur kynni að hafa á dreifingu vörunnar, meðferð liennar, rekstur og umgengni á útsölustöð- unum o. s. frv. Þetta starf geta fulltrúarnir einir rœkt. Það er ekkert, sem kemur í staðinn, ef full- trúinn vanrœkir sitt starf í þessu efni. Það er ekki nóg, þótt góður blaðakostur sé sendur inn á heim- ili félagsmanna, með frœðandi greinar um kaup- félagsmál. Þar er aldrei hœgt að taka, nema það almenna. Persónuleg reynsla hvers einstaklings kemur þar ekki til greina, nema að því leyti, sem hún er sameiginleg fyrir allflesta af þeim, sem œtlað er aö lesi blöðin. En einmitt persónuleg reynsla hvers einasta félagsmanns er hér svo afar 25

x

Heimilið og KRON

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilið og KRON
https://timarit.is/publication/609

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.