Hlín - 01.01.1918, Page 41

Hlín - 01.01.1918, Page 41
Hlin 41 an, og garðyrkjunni er þar ekki skipað á hinn „óæðra bekk“, enda hefur matjurtarækt verið stunduð þar um langan aldur, aðstaða líka betri en víða annarstaðar, því þar er jarðylur. Abúandinn er hinn áttundi í beinan karl- legg, sem þarna býr, og mun slíkt sjaldgæft nú orðið á voru landi. Þarna voru saman komnir sjö unglingar úr sveitinni til náms, og auk þess gekk húsfreyjan að störfum með okkur allan daginn og suma dagana húsbóndinn með vinnumenn sína. Kenslan var, að svo miklu leyti sem unt var, sniðin eftir vornámsskeiði Gróðrarstöðvarinnar hjer; en nærri má geta, að fljótt hefur orðið að fara yfir sögu, þar sem námstíminn var aðeins fimm dagar, en þó má slíkt að gagni koma þar sem skilyrði eru jafn góð fyrir hendi og var á Reykjum og áhuginn jafn mikill og þar reyndist. Að Reykjanámsskeiðinu loknu var haldið annað með svipuðu fyrirkomulagi að Víðivöllum í sömu sveit, en eftir það ferðaðist jeg um, aðallega Kinn og Bárðardal, kom víða við, en hafði stutta viðdvöl á hverjum stað. Víðast livar, þar sem jeg kom, voru einhverjir mat- .jurtagarðar og allmargir höfðu einmitt í vor stækkað garða sína. Enginn vafi er á því, að áhuginn fyrir garð- ræktinni er að vákna, og einkunr eru það konurnar, sem fyrir hvern mun vilja eiga garð. Bændurnir eru daufari með það, finst það ekki mikill búhnykkur, en mörgu öðru að sinna á þeim tínra, sem um garðana þarf að hugsa. Sumstaðar sáust gömul, gróin garðstæði, og ef farið var að spyrja, hvers vegna þarna hefði verið hætt, var svarið ekki á þá leið, að jarðvegurinn hefði verið svo slæmur, eða að aldrei hefði sprottið neitt, heldur altal' þetta sama: „Ó, það var nú ekki tími til að hugsa nógu vel unr hann, og seinast rjeðum við ekkert við arfann, svo það má'tti til að hætta.“ Kartöfluræktin er erfið viðfangs upp til dalanna vegna næturfrostanna, og sjálfsagt er að leggja meiri alúð við

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.