Hlín - 01.01.1918, Síða 72

Hlín - 01.01.1918, Síða 72
72 Hlin sem heimilisiðnaðarfjelögin þurfa að gera, að liafa til fyr- irmyndir af lieimilisiðnaðaráhöldum og helst að sjá um útvegun á þeim fyrir almenning. Ef heimilin legðu að mestu leyti niður að kemba og spinna, er jeg í litlum vafa um, að þau mundu yfirleitt hafa nægan vinnukraft til að vefa og prjóna það, sem með þarf á heimilunum, og gætu ef til vill unnið eitthvað til að selja. Jeg mintist á það lijer á undan, að líklegt væri að ein orsökin til, að vefnaður lagðist svo mjög niður, mundi vera sú, að mönnum hefði farið að þykja heimaunnu vaðmálin ljót. Og jeg hygg, að oft liafi menn liaft fulla ástæðu til að taka vjelunnu vaðmálin fram yfir; yfirleitt hafi vefnaður ekki verið í góðu lagi. Og sje þetta rjett, þá liggur í augum uppi, að ekki væri til neins að fara að leggja stund á vefnað, ef menn vilja ekki nota það, sem ofið er. Við verðum að sjálfsögðu að afla okkur meiri þekkingar í vefnaði, ef hann á að verða aðalgrein heimilisiðnaðar okkar framvegis og á að geta fullnægt þeim kröfum, er menn gera nú til klæða og annars þess, er ofið yrði. Við verðum ekki aðeins að læra að vefa vand- aða dúka til fata, heldur einnig ýmiskonar útvefnað til híbýlabúnaðar og annara heimilisþarfa. Það er kunnugt, að fyrrum var ofinn útvefnaður hjer á landi og alt fram á miðja 19. öld, en lagðist þá niður. Má sjá menjar þessa útvefnaðar á þjóðmenjasafninu og víðar. Eigum við þar góðar fyrirmyndir. En annars verð- um við í þessu efni eins og svo mörgu öðru að sækja þekkingu til annara þjóða á Norðurlöndum. Þar hefur útvefnaður aldrei lagst niður að fullu, og mikið verið gert á seinni árurn til að auka og útbreiða þekkingu í vefn- aði eins og öðrum heimilisiðnaði. Á seinustu árum hafa ekki allfáar íslenskar konur lært vefnað bæði í Noregi og Danmörku og nokkrar þeirra stundað vefnað þegar heim kom og sumar kent öðrum. Og virðist nú svo sem margir sjeu farnir að sjá, að þetta

x

Hlín

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.