Dvöl - 24.12.1933, Blaðsíða 22

Dvöl - 24.12.1933, Blaðsíða 22
16 D V ö L 24. des. 1933 eftir þetta og þóttu rammar fylgj- ur hans. Einhverju sinni var þessi maður á ferð með Magnúsi presti inni í Möðruvallaklaustur- sókn. Hafði þá bezta kýrin á bæ nokkrum þar nýdrepizt í fjósinu af aðsókn. Þá kvað Magnús prest- ur: Ef þú dvelur eina stund, örgust myrkra hræða, ég ríf þig sundur rétt sem hund með römmu afii kvæða. Þótti þá draga mjög úr ásóknum kerlingar. j. Brennivínspelinn. Fvrir utanUrðir i Svarfaðardal er brot af göjnlum bæ litlum, er fyrrum hét Gróugerði. í túnstæð- inu er stór steinn, og er hola í steininn. Sagt er, að í holu þeirri hafi Magnús prestur skilið eftir vasaglas sitt, þá er hann messaði á Urðum, en glasið væri jafnan fullt, er hann vitjaði þess á sama stað, þegar hann reið heimleið- is. Trúðu menn, að þetta hefði verið frá álfum. k. Framsýni Magnúsar prests. Það bar við vor eilt, þegar far- ið var að vinna á túnum, að Magnús prestur átti ferð fram i Svarfaðardal, og kom að Bakka. Sá bær stendur nærri Dalsánni. Fólk var allt úti á túni við á- vinnslu og börn nokkur hjá því. Prestur riður þar hjá, varpar kveðju sinni á fólkið og segirnim leið: „Gáið að börnunum, áin er nærri“. Hann biður litla stund og á tal við fólkið, kveður það siðan og segir sem fyrr: „Gáið að börn- unum áin er nærri“. — Að fám dögum liðnum drukknaði eitl barnið í ánni. [Eftir Lbs. 758 8vo]. Frh. Kýmnisögur, Ein er á Krossum. Sjómenn nokkrir voru ein- hverju sinni á leið frá heimili sínu til sjávar. Þeir voru að tala um hitt og þetta, og barst talið meðal annars að því, að í því byggðarlagi væri óvenjulega margar merar með folaldi. Töldu þeir saman og kom hver með það, sem hann mundi eftir. Síðan iiætta þeir að tala um þetta, setja skipið á flot og róa frá landi. Tekur formaðurinn af sér höíuðfatið og síðan allir skipverj- ar. Er þá lesin sjóferðamanns- bænin og „faðir vor“ á eftir. Verður þá steinþögn. Allt í einu gellur við' gamall maður á skipinu og segir: „Ein er á Krossum. Ekki mundum við eftir henni!“ Ekki barði hann mig í nótt. Kona. nokkur hafði gift sig. Daginn eftir spurði vinstúlka hennár hana, hvernig henni litist á sig í hjónabandinu og hvernig maðurinn væri við hana. Þá svar- ar hún: „Það er að lofa, sem liðið er. Ekki barði hann mig í nótt“. Prentsmiðjan Acta.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.