Hlín - 01.01.1959, Page 99

Hlín - 01.01.1959, Page 99
Hlín 97 þeim ástæðum ekki norður að vertíð lokinni, en fengu sjer vinnu við uppsetningu Utvarpsstöðvarinnar á Vatnsendahæð. Jón frændi minn hafði oft áður verið mjer hjálplegur, bæði við uppsetningu á sýningum, kirkjuskreytingar o. fl. — Hann var prýðilega hagur maður, úrræðagóður, ósjerhlífinn og sam- vinnuþýður, og drengurinn, Árni, átti líka þessa kosti. — Við vorum öll vön að vinna saman, og að þessu sinni reyndust þeir mjer, sem jafnan, hinir bestu liðsmenn. — Þeir voru fyrir í Reykjavík, þegar jeg kom þangað á mánudagsnótt, næsta fyrir hátíðina, sem átti að byrja á fimtudag. Margt þurfti að útrjetta í Reykjavík: Koma munum Skag- firðinga á Landssýninguna, sem opnuð var um þetta leyti, og síðan að ná út af pósthúsi og skipaafgreiðslum farangri skag- firskra þátttakenda á Alþingishátíðinni, sem þeir höfðu sent á undan sjer með skipum til Reykjavíkur. — Landsnefndin hafði að vísu skuldbundið sig til að sjá um flutning landsmanna aust- ur, en þar sem um svo mikið var að ræða, gæti eitthvað lent í misdrætti og skolum, þótti okkur vissara að sjá um það að öllu leyti sjálf. — Margt þurfti líka að kaupa til tjaldbúnaðarins, t. d. við í borð og bekki, svo og flögg o. fl. til skreytingar. — Þá þurftum við einnig að fá olíuvjelar til að hita kaffi, vatnsfötur, bollapör o. fl. — Ekkert okkar þriggja hafði sjeð tjaldbúðina, eða vissi um útlit hennar, jeg keypti því í blindni það sem jeg tók til skreytingar henni: T. d. 40 svokölluð bílaflögg og 3 stærri, ca. 1 m. á lengd, sömuleiðis nokkur borðflögg, Það var ekki auðhlaypið að því að fá afgreiðslu í búðum þennan mánudag, og þá ekki heldur hitt að ná í farartæki að flytja varninginn og okkur austur, en fyrir ötula framgöngu aðstoðarmanna minna, svo og holl ráð hjeraðsnefndar-for- manns, Sigurðar sýslumanns, sem kominn var til Reykjavíkur á undan okkur, tókst þetta alt, og síðdegis á mánudaginn lögð- um við af stað austur í vörubíl. Þegar austur kom, hittum við svo á, að fara átti að reisa tjaldbúð Skagfirðinga, var það síðasta tjaldbúðin.*) Þegar tjaldið okkar kom upp úr pokanum, var það gamalt og grút-óhreint. — Jeg neitaði fyrir hönd Skagfirðinga að taka á móti þessu tjaldi á þeim forsendum, að við hefðum þegar fyrir nokkru tilkynt Landsnefndinni, að við keyptuin tjaldið, og yrði *) Tjöldin höfðu öll verið fengin að láni frá Englandi, voru sum ný, en önnur gömul, öll voru þau í segldúkspokum, og var jafnan ákveðið, áður en pokinn var opnaður, hvaða sýsla skyldi hafa það tjald. 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.