Melkorka - 01.04.1950, Blaðsíða 24

Melkorka - 01.04.1950, Blaðsíða 24
anna þarfnast einskis frekar en friðar, til að geta haldið áfram uppbyggingu lands síns. Við sjáum því hvaðan hin raunverulega stríðshætta stafar. En eins og ég sagði áðan; auðmennirnir eru ekki nema örfá prósent þjóðanna og alþýða Bandaríkjanna vill vissulega ekki stríð fremur en alþýða ann- arra landa; og ég held, að við getum von- góðir tekið undir þessi orð eins mikilhæf- asta ieiðtoga alþýðunnar: „Það er ekki hægt að heyja styrjaldir nú á dögum án vilja fólksins og fólkið viðurkennir ekki að til sé neitt, sem réttlæti nýja heimstyrjöld." Að endingu þetta: Þótt þessi fundur okk- ar muni vissulega ekki vekja neina heims- atliygli, þótt stórblöðin geti hans að engu og útvarpið þegi um hann, hlutleysisins vegna, þá er hann samt mikilvægur, mikil- vægur vegna þess, að hann er þáttur í friðar- sókn alþýðunnar um allan heim, hreyfingu, sem verður öflugri með hverjum deginum, sem líður, mikilvægur vegna þess að liann sýnir, að þeim herskörum óbreyttra kvenna og manna, sem standa vörð um vöggu frið- arins, hafa borizt nýir liðsmenn, hann sýnir, að íslenzkar konur itafa vaknað til vitundar um mikilvægi afstöðu sinnar og eru reiðu- búnar að taka virkan þátt í baráttunni fyrir friði; hann sýnir, að það eina stríð og alls- endis það eina, sem við konur viljum hevja, er stríðið fyrir friðnum og í því stríði leggj- um við líka fram alla okkar krafta, minnug- ar þess að um líf eða dauða er að tefla. Við neitum, að börn okkar verði fórnardýr nýrra styrjaldarliörmunga; þátttakendur eða þol- endur í þeim viðbjóðslegu múgmorðum, sem leiða rnyndu af nýrri kjarnorkustyrjöld. Við viljum fá að ala þau upp til friðsam- legra starfa og göfugs lífs, við verðum að innræta þeim virðingu og ást á lýðræðis- og friðarhugsjóninni og kenna þeim að fyrir- líta þau öfl, sem æsa til fasisma og styrjalda og líta á stríðæsingamennina, sem óvini fólksins og fjendur lífsins. Og, ef við verð- um hlutverki okkar trúar og stöndum óbil- ugan vörð um málstað friðarins og látum ekki giepjast af neinum áróðri, hversu kæn- legur, sem hann kann að vera, þá mun hinn fámenni hópur stríðsæsingamannanna ein- skis megnugur gegn friðarfylkingu miljón- anna. Ofl lífsins hljóta að verða öflum dauða og tortímingar yfirsterkari. Það er á okkar valdi að gera draumsýn kynslóðanna að veruleika og við verðum að gera það, við getum gert það og við skulum gera það. Úr bréji frd aldraðri konu á Vesturlandi „Þær eru svo margar ánauðugar Melkoikurnar, sem ég hef þekkt og mættu gjarnan fá mál. Til hvers höfum við frelsi, ef við megum ekki notfæra okkur það? Svo lengi höfum við verið í ánauð, að betra er að vakna nú, þótt seint sé, en að sofa til kvölds." Forstjórinn við skrifstofustúlkuna: Ég verð' að segja, frk. Anna, að þér cruð mjög aðlaðandi stúlka. Finnst yður það, sagði skrifstofustúlkan og roðnaði. Þér eruð smekklega klæddar og hafið fallcgan mál- róm. Þér megið alls ekki hæla mér svona mikið, sagði stúlkan. O, það er allt i lagi, ég vildi bara koma yður i gott skap áður en ég færi að tala um réttritun yðar og stundvísi. Hvernig líkar þér við nýju skrifstofustúlkuna? Hún hugsar ágætlega um neglurnar á sér en hefur engan áhuga fyrir bréfunum mínum. Kona nokkur fór inn í matvöruverzlun síðla dags lil að kaupa smjör, og ókunnur maður elti hana inn í búð- ina og stóð við hliðina á henni þegar kaupmaðurinn kom með smjörið. Allt i cinu æpti konan upp yfir sig og maðurinn tók til fótanna og þaut út úr búðinni beint í fangið á lögregluþjónum, sem gengu þar fram hjá. Seinna kom í ljós að þetta var alræmdur þjófur. Kæra frú, sagði kaupmaður þakklátur, ef þér hefðuð ekki hljóðað svona upp liefði maðurinn áreiðanlega stolið frá mér. En hvernig vissuð þér að hann var þorp- ari? Ég vissi það alls ekki, sagði konan, ég hljóðaði þegar ég bragðaði á smjörinu. 22 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.