Skutull

Árgangur

Skutull - 08.10.1970, Blaðsíða 3

Skutull - 08.10.1970, Blaðsíða 3
SKUTULL 3 Fjórðungssamband Vestfirðinga og viðfangsefnum af eigin reynd. Ef skólinn vill með þessum hætti koma til móts við at- vinnulífið, væntum við þess, að ekki standi á fyrirtækjum og samtökum fiskiðnaðarins að mæta okkur á miðri leið. Hitt má samt ekki gleymast, að um þrönga sérhæfingu get ur ekki orðið að ræða í menntaskóla, þegar af þeirri ástæðu, að hann verður að miða starf sitt við undirbún- ing háskólanáms, þær kröfur, sem þar eru gerðar, og búa svo um hnútana, að nemend- um héðan standi þar sem flest ar dyr opnar. Með auknu val- frelsi á menntaskólastiginu er þó að því stefnt, að nemend- ur taki fyrr ýmsar ákvarð- anir, sem raunverulega munu marka þá braut, sem þeir vilja feta í framhaldsnámi. Með því móti, og með heildar endurskoðun námsefnis alls skólakerfisins og nauðsynleg- um skipulagsbreytingum, ætti og annað að vinnast, sem ég tel að skipti miklu máli, en það er lækkun stúdentsald- ursins. Það er eitt dæmi um nauðsynlega aðlögun skóla- kerfisins að breyttum þjóð- lífsháttum. Ég tel fyllilega tímabært, og í samræmi við augljósar þarf ir þjóðfélags, sem stendur frammi fyrir því verkefni að byggja upp iðnað sinn á nú- tímavísu, að hér rísi upp, sam hliða menntaskólanum, sam- felldir framhaldsskólar, sem spanni yfir alla iðnfræðsluna og margháttaðan starfsundir- búning annan. Milli þessara skóla eiga að vera greiðar samgönguleiðir, svo að ung- mennum, sem af ýmsum á- stæðum taka út þroska mis- jafnlega snemma, standi sem lengst allar dyr opnar. Slíkur skóli mætti gjarna vera undir einu þaki, í líkingu við það, sem þegar er í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Ég gæti trú- að, að aðstæður hér á ísa- firði væru að ýmsu leyti á- kjósanlegar til að ryðja braut ina í þessu efni. ef vilji er fyrir hendi.“ í lok ræðu sinnar sagði skólameistari: ,,Loks heiti ég á alla Vest- firðinga, heima og heiman, að taka höndum saman um að efla skóla sinn. Sé þeim annt um, að Vestfirðingar haldi sínum hlut í þjóðlífinu, að Vestfirðir sæti ekki þeim örlögum að verða eins konar vanþróað landsvæði úr alfara leið þjóðlífsins — þá sýni þeir trú sína og rækt í verki. I upphafi ræðu minnar minntist ég á landnámsmenn. Að lokum vil ég beina þessum orðum til nemenda, landnáms- manna hins nýja skóla. Endanlega er það ykkar að skapa skóla vorum orðstýr — góðan eða slæman eftir at- vikum. Og lengi býr að fyrstu gerð. Undir ykkar árangri í starfi er það komið, hvort skólinn fær unnið sér sess í vitund þjóðarinnar til jafns við þá, sem fyrir eru. Ég heiti á ykkur, að valda eng- um velviljuðum vonbrigðum og gefa hinum á ykkur engan höggstað. Sjálfsagt verður ýmsu ábóta vant í starfi hins nýja skóla, sé leitað samanburðar við gamlar og grónar stofnanir. En þyki ykkur eitthvað á skorta, þá minnist ráða hinn- ar spartversku móður, þegar sonur hennar kvartaði undan slæmum vopnum sínum í við ureign við hina velbúnu Aþen inga: „Ef sverð þitt er stutt — gakktu þá feti framar.“ Alls munu 35 nemendur stunda nám í fyrsta bekk skól ans þennan fyrsta vetur og skiptast þeir i tvær bekkjar- deildir. Eru það 28 piltar og 7 stúlkur, allir af Vestfjörð- um, utan fjórir. Eftirtaldir kennarar hafa verið ráðnir að skólanum, auk skólameistara: Finnur Torfi Hjörleifsson, kennir íslenzku, Ólafía Sveinsdóttir, BA kenn- ir dönsku og frönsku, Hans W. Haraldsson, BA, kennir þýzku, Þorbergur Þorbergs- son, cand.polyt., kennir stærð fræði og Guðmundur Jónsson kennir efnafræði. Kennsla í náttúruvísindum eða samtíma sögu hefst á miðönn, og hefur henni enn ekki verið ráð- stafað. Vélritunarkennslu, annast Sigþrúður Gunnarsdótt ir, bankaritari. íþróttakennsla sund og leikfimi, er í höndum kennara Gagnfræðaskólans. Skutull vill að lokum taka undir orð skólameistara og heita á alla Vestfirðinga, að taka höndum saman um að efla skólann. Löng og ströng barátta fyrir stofnun mennta skóla á Vestfjörðum hefur nú skilað árangri. En minnugur þess, að það er ekki síður vandi að gæta fengis fjár, en afla þess, skulum við Vest- firðingar, allir sem einn, snúa bökum saman og vera sú brjóstfylking, sem megnar að brjóta niður allar bárur, sem að skólanum kunna að sækja. Blaðið býður skólameistara og kennara velkomna til starfa og ámar þeim heilla í því mikla og merka brautryðj endastarfi, sem þeir eiga fyr- ir höndum. Nýkjörin stjórn Fjórðungs- sambands Vestfirðinga kom saman til fundar á ísafirði 5. þ.m. Form. sambandsins er Gunn- laugur Finnsson, Önundar- firði, en hann var kjörinn formaður þess á Fjórungs- þingi Vestfirðinga 12. sept. sl. Á fundinum 5. þ.m. skipti stjórnin með sér verkum þann ig: Varaformaður er Jónatan Einarsson, Bolungarvík, gjald keri er Jón Baldvinsson, Pat- reksfirði og ritari Björgvin Sighvatsson, Isafirði, sem tók sæti aðalmanns í stjórninni í stað Guðfinns Magnússonar, sem með bréfi dags. 13. sept. 1970 óskaði eftir að losna úr stjóm Fjórðungssambandsins. Á stjórnarfundinum gerði Gunnlaugur Finnsson grein fyrir viðræðum, sem hann hefir átt við oddvita þeirra sveitarfélaga í Vestfjarðakjör dæmi, sem ekki höfðu til- kynnt um afstöðu sína til Fjórðungssambandsins fyrir síðasta þing þess, — en á þingi voru mættir fulltrúar frá 14 sveitarfélögum af 33 sveitarfél. í kjördæminu. Áherzla er nú á það lögð, að ákveðin svör liggi fyrir frá öllum sveitarfélögunum fyrir n.k. áramót. Eftir þeim undirtektum, sem fyrir liggja bendir allt til þess, að öh sveitarfélögin gerizt aðilar að Fjórðungssambandinu, en það hlýtur að styrkja aðstöðu þess mjög og gera því auðveldara að knýja á um framgang sam eiginlegra baráttu og hags- munamála Vestfirðinga. Stjórnin ræddi þær sam- þykktir, sem samþykktar voru á Fjórðungsþinginu í Bjarkar lundi á sl. sumri og á hvem hátt vænlegast væri að vinna að framgangi þeirra. Árgjald það, sem sveitarfé- lögin eiga að greiða til Fjórð ungssambandsins fyrir tíma- bilið 1. júlí 1970—1. júlí ’71 er kr. 15,00 á íbúa miðað við íbúaskrá 1. des. 1969. Kveðjuhóf Sunnudaginn 20. sept. kom stjórn Vlf. Baldurs saman á Mánakaffi. Tilefnið var, að einn stjórnarmanna, Guðm. Eðvarðsson, var að láta af störfum í stjórninni sökum þess, að liann er nú fluttur búferlum frá Isafirði. Formaður Baldurs, Pétur Pétursson, þakkaði Guðmundi langt og farsælt starf innan verkalýðshreyfingarinnar, en liann hefur allt frá unglings- árum verið meðlimur í Baldri. 1 stjórn félagsins hefur hann verið nær tvo áratugi, auk annarra trúnaðarstarfa, sem hann liefur gegnt fyrir fé- lagið, en Guðmundur hefur m.a. átt sæti í 1. maí-nefnd árum saman, verið í samninga og kaupgjaldsnefndum og trúnaðarráði. Þá hefur hann setið fyrir hönd félagsins á þingum ASV og ASI. Sem lítinn þakklætisvott fyr ir liin mörgu og margvíslegu störf var Guðmundi færð bókargjöf frá félaginu. Flohksþmg Alþýðnflokksins 33. flokksþing Alþýðuflokks ins fer fram í Reykjavfk dagana 16—18. okt. n.k. Verður þingið sett föstudag- inn 16. okt. kl. 20,30 í Att- hagasal Hótel Sögu. Á fundi Alþýðuflokksfélags ins n.k. föstudag verða kosn ir fulltrúar þess félags, en Kvenfélag Alþýðuflokksins mun kjósa sína fulltrúa á fundinum n.k. þriðjudag. Bolvikinoar - Atbuoið Nýkomið mikið úrval af fjölbreyttum snyrtivörum fyrir dömur og herra. Apótekið verður framvegis opið frá kl. 10—5 e.h. Ólafur Halldórsson. Tilkjnntafl frá Bæjar- og héraðsbókasafninu, Isafirði. Safnið er opið sem hér segir: TIL ÚTLÁNA: Þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 4—6,30 e.h. Fimmtudaga kl. 8,30—10 e.h. Laugardaga kl. 2—4 e.h. LESTRARSALUR: Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 4—6,30 e.h. BÓKAVÖRÐUR. Húsvarðarstarf Húsvörð vantar að Gagnfræðaskóla Isaf jarðar nú þegar. Nauðsynlegt er að viðkomandi geti ann- ast viðhald á húsi og húsbúnaði skólans. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma: 3045 eða 3433. GAGNFRÆÐASKÓLI ÍSAFJARÐAR.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.