Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 1996, Blaðsíða 20

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 1996, Blaðsíða 20
Hulda Steinsdóttir. Litið til baka Eftir því sem árin færast yfir er fólk gjarnt á að rifja upp liðnar ævistundir, hvort sem þær eru súrar eða sætar. Ég var svo lánsöm að alast upp í fögrum bæ við fagran fjörð, þ.e.a.s. Siglufirði, hjá indælis hjónum. Stundum gerði söknuðurinn þó vart við sig þar sem ég yfirgaf sveit og systkinahóp. A Siglufirði var svo margt að sýsla við en þar sem ég var ein barna á heimilinu urðu leikir nokkuð einhæfir, enda vildi fóstra mín snemma halda mér að vinnu, en hún var saumakona og hafði mikið að gera við að sauma fyrir frúr bæjarins. I sambandi við vinnu hennar komu margir á heimilið og hafði ég mjög gaman af því. Á þessum árum snerist hug- ur Siglfirðinga mikið um sumarvinnuna. Snemma sum- ars var því farið að ræða um síldina. Hvenær skyldi hún nú koma blessunin? Fólk ræddi þetta sín á milli eins og um aufúsugest væri að ræða sem boðin yrði velkomin í bæinn. Karlmenn fóru að undirbúa söltun upp úr miðjum júní. En oftast hófst sjálf söltunin seinnihluta júlímánaðar og gat staðið fram í september ef rek- netaveiðin var góð. Það var mikil tilhlökkun í hugum bæjarbúa þegar von var á fyrsta skipinu með síld til söltunar. Þegar kallið kom, „ræs-ræs“, glumdi svo berg- málaði í fjöllunum og uppi varð fótur og fit. Stúlkur, ungar sem gamlar, af hærri stétt og lægri dubbuðu sig upp í síldargallann og skund- uðu á síldarplönin. AUir vildu bjarga „silfri hafsins“ sem ferskustu í tunnurnar. Við síldarkassann var ekkert kyn- slóðabil né stéttaskipting. Þar ríkti gleðin og áhuginn var ódrepandi. Ég hlakkaði ósköp mikið til að fá að taka þátt í síldar- ævintýrinu á þessum árum. Oftast var „matsjeverkað“ — kverkað og slógdregið, þá voru alltaf tveir í lagi sem kallað var. Mitt hlutverk var að leggja niður. Oft var erfitt að koma botnlögunum skammlaust fyrir en það hafðist með þrautseigju og þolinmæði. Eftirlitsmenn voru mjög strangir og gengu stíft eftir að vel færi í tunnun- um. I þessum anda og athöfn- um leið sumarið þar til skól- inn tók við en hann hófst ekki fyrr en í byrjun október. Þar var vinnunni haldið áfram þótt í breyttri mynd væri enda fylgdu skólatíman- um leikir og ýmiskonar úti- vist barnanna, sem mest var helguð skíðaíþróttinni á Siglufirði. Þessi lífsstíll vinnu og skóla var sá sem ég ólst upp við. Seinna hvarf síldin og þá breyttist mynstrið að ýmsu leyti þótt fiskútgerð kæmi í staðinn. Þá skapaði sú at- vinnugrein aldrei þá spennu sem síldarverkunin gerði. Meðan síldin var og hét voru alltaf nóg verkefni fyrir ung- lingana. Engir gengu um göt- ur með hendur í vösum eða héngu á sjoppum með mis- jöfnum afleiðingum. Ég hef oft hugleitt það, nú á fullorðinsárum, hvað það voru í raun mikil forréttindi að fá tækifæri til að ala börn- in sín upp í bæ eins og Siglu- firði. Á mínum búsetuárum þar var íbúatalan um 3.300 manns en er nú komin niður í 1700, hvað veldur? Það eru auðvitað margir samverkandi þættir sem er ekki á mínu valdi að skilgreina. Ekki er það samgönguleysið sem oft var kennt um áður fyrr. Þar er Iíka fullkomin þjónusta í heilsugæslu og aðstaða fyrir aldraða eins og best verður á kosið. Að endingu fylgja þessu greinarkorni bestu kveðjur til Siglfirðinga heima og heiman með þakklæti fyrir samfylgd- ina um hálfrar aldar skeið. Megi bærinn okkar fagri halda áfram að veita íbúum sínum öryggi og skjól. Við óskum Siglfirðingafélaginu til hamingju með afmœlið og þökkum gott starf í 35 ár. Munið að þið eruð alltaf velkomin 20

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.