Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 1997, Blaðsíða 2

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 1997, Blaðsíða 2
r SIGLFIRÐINGAFÉLAGIÐ í REYKJAVIKOG NÁGRENNI æ FRÉTTABRÉF mij : A KVEÐJA TIL KÖKUGERÐARFÓLKS ÚTGEFANDI: SIGLFIRÐINGAFÉLAGIÐ í REYKJAVÍKOG NÁGRENNI. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR S. JÓNA HILMARS DÓTTl R Enn einu sinni er komið vor og veturinn að baki. Þetta er 20. fréttabréfið sem gefið er út af SÍRON og kennir hér ýmissa grasa. Félagslífið hefur hvorki verið meira né minna í vet- ur en endranær. Ber þar hæst fræga afmælishátíð sem haldin var 19. október sl. á 35 ára afmæli félagsins. Var þar metaðsókn og allir skemmtu sér hið besta. Sjá nánar grein og myndir á bls. 6-9. Aðalfundur félagsins var haldinn í endaðan október á Lækjarbrekku. Mættir voru um tutt- ugu manns. Kosið var í nefndir og farið yfir reikninga liðins árs. Því miður var ekki pláss í þessu bréfi fyrir upptalningu nefnda en ýmsar breytingar voru gerðar á aðalfundinum m.a. stofnuð ný nefnd, útivistarnefnd, en formaður hennar er Helga Ottósdóttir. Nefndin hyggst stefna á gönguferð að Tröllafossi síðar í sumar, en það verður nánar auglýst síðar. Jólaballið í ár tókst mjög vel. Að sögn jólaballs- nefndarinnar var vel til fundið að fá Eddu Borg til að stjórna skemmtuninni. Sjá nánar bls. 13. Af efni þessa blaðs má nefna bráðskemmtilega grein eftir Gunnar Trausta. Hann rifjar upp bernskuminningar frá barnaheimilinu Leik- Leikskálar, gömul mynd, ekki er vitað hvenœr myndin er tekin en greinilega áður en byggt var við húsið. Nú fer að líða að því að hringt verði í ykkur kökumeistara og vonum við að viðtökur verði góðar. Við hringjum í um og yfir 100 manns og dugir ekki til. Oft næst ekki í einn og einn og þá gæti sá hinn sami gleymst en það er ekki með vilja gert. Því viljum við koma því á framfæri til þeirra sem ekki heyra ffá okkur að koma endilega með köku, því „Sjaldan er góð kaka of oft bökuð,“ eins og kerlingin sagði. Með kæru þakklæti Kaffinefndin V -Á skálum sem flestir muna vel eftir. Svei mér þá ef ég fann ekki gömlu og góðu lyktina sem var alltaf á Leikskálum þegar ég las greinina hans Gunnars! Að sjálfsögðu var ég þar sjálf og undi hag mínum svo vel að ég fékk undanþágu og var ári lengur en mátti. Held ég að það hafi aðallega verið vegna þess að amma Bogga var í kvenfélaginu. Jón Sæmundur formaður skrifar um alla þá fjöl- mörgu Stjána sem sett hafa svip sinn á Siglufjörð í gegnum árin. Kaffidagurinn er að þessu sinni sunnudaginn 25. maí nk. á sama stað og venjulega, þ.e. í safn- aðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ kl. 15.00. Þessu fréttabréfi fylgir gíróseðill og vonum við sem stöndum að þessu félagi að þið sjáið ykkur fært að greiða hann hið fyrsta. Forsíðumyndina af Siglufirði sendi Halldóra Jónsdóttir, formaður Kvenfélagsins Vonar á Siglufirði. Gleðilegt sumarl S. Jóna Hilmarsdóttir 2

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.