Vesturland

Árgangur

Vesturland - 09.01.1937, Blaðsíða 2

Vesturland - 09.01.1937, Blaðsíða 2
2 VESTUR LAND Fisksölumálin Fram til 1932. Eins og öllum, sem einhver skil kunna á þessum málum, er vitanlegt, tókst íslendingum að auka saltfiskmarkaði sína í Suður-Evrópu á árunum 1912— 1930 um h.elming, eða úr 26 þúsund skpd. upp í nálega 60 þúsund skpd., samtímis mistu aðrar fiskveiðaþjóðir markaði fyrir sinn fisk á þessum mörk- uðum í nálega sama hlutfalli, því saltfiskneyslan í þessum löndum jókst vart meira en sem nam aukinni eigin framleiðslu Spánverja og Portúgala. Eftir að íslendingar sjálfir fóru að taka þátt í millilandaverzlun með saltfisk lögðu þeir sérstaka áherzlu á að komast inn á besta markaðinn, Spánarmark- aðinn, og þá einkurn Barcelona- markaðinn, því sá markaður borgar hæst verð allra saltfisk- markaða. Þess mun engin dæmi að fámennri og fjármagns- snauöri þjóð hafi tekist svo vel að koma ár sinni fyrir borð á heimsmarkaðinum og keppa meö siíkum árangri við fjár- sterkar þjóðir, sem höfðu haft nálega allan saltfiskmarkað Suð- urevrópu í sínum höndum um hundrað ára skeið. 1904 seidu íslendingar 800 tonn á Barce- lonamarkaðnn, en Norðmenn 14 000 tonn, en 1928 seldu ís- lendingar þangað 13 000 tonn, en Norðmenn 1100 tonn. ís- lenzkir brautryðjendur á þessu sviði verziunarinnar munu vissu- lega fá góðan dóm sögunnar, þegar saga fisksölunnar frá síð- ustu aldamótum verður skráð. Árið 1930 var saltfiskfram- leiðsla íslendinga óvenju mikil og þó annara þjóða hlutfalls- lega meiri. Þegar kom fram í september það ár varð framboö og undirboð fra öðrum löndum langt umfram venju. íslenskir fiskeigendur höfðu þá selt mest- an hluta framleiðslunnar, en út- flytjendur íslensks fiskjar og þó mest hin erlendu firmu urðu fyrir verulegu tapi, en kaup- endur í markaðslöndunum og þá sérstaklega á Spáni töpuðu þá óhemju fé á íslenskum fiski, þvi vegna hins mikla undirboðs frá öðrum löndum varð stór- kostlegt verðfall á öllum salt- fiski seinustu mánuði þess árs, Af þessum orsökum fengust innflytjendur i markaðslöndun- um ekki til að kaupa fisk á föstu v.rði árið eftir, 1931. Með- fram vegna fjárskorts bankanna, og þá þarmeð þjóðarinnar, varð að senda fiskinn til sölu, þegar á árið leið, án þess að hægt vær að selja hann í fastan reik rng, eða selja hann fyrir- frau., eins og venjan hafði verið. Þessi utnboðssala Ieiddi af sér mikið verðfall, sem eðlilegt var, því innflytjendur í markaðs- löndunum höfðu nú enga áhættu og þurftu ekki sín vegna að halda verðinu uppi, þar sem þeir ekki keyptu neinn fisk í fastan reikning. Meðalverðið sem verið hafði 1930 um 95 kr. skpd. f. o. b. varð árið 1931 um 57 krónur fyrir stórfisk og til- svarandi var verðlækkunin á Labradorfiski. Saltfiskframleiðsla áranna 1931 og 1932 var í öllum fiskveiða- löndum langt umfram meðallag undanfarinna ára og því var út- litið það, 1932, að bæði myndi verðið lækka enn frá hinu lága verði ársins 1931 og jafnframt að saltfiskbirgðirnar mundu auk- ast, og umboðssalan hlaut að halda áfram væri ekki breytt um, og þá á þann hátt að gera innfiytjendur fiskjarins í mark- aðsiöndunum fjárhagslega in- teresseraða í versluninni á ný, eins og þeir áður höfðu verið, meðan þeir keyptu í fastan reikning, en því takmarki varð náð aðeins á þann háít að íá þá til þess að kaupa fiskinn við ákveðnu verði, eða í fastareikn- ing. Þetta var aðeins hægt að framkvæma með öflugum sam- tökum fiskeigenda hér heima og með því að fá stuðning þeirra fiskinnflytjenda í markaðslönd- unum, sem íslenskir útflytjendur höfðu haft viðskifti við um langan tíma. Þá var það, fyrir ötuia for- göngu bankanna og ýmsra á- hugamanna, að stofnað var Sölusamband íslenskra fiskfram- leiðenda. Það var stofnað í júlí- mánuði 1932. Langsamlega mestur hluti fiskeigenda gekk i þennan nýja félagsskap, þar á meðal hin íslensku úíflutnings- firmu, hin nýstoínuðu fisksölu- samlög við Faxaflóa og Fisk- sölusamlag Vestfirðinga og S.Í.S, Takmark S. í F. var það að stöðva umboðssölu á saltfiski og þar með frekara verðfall og hækka verðið smám saman. Til þess að þetta gæti tekist varð að fá innflytjendur í mark- aðslöndunum til þess að kaupa fiskinn á föstu verði. Útlitið fyrir að þetta mundi takast var alt annað en gott. Hinir spönsku og ítölsku innflytjendur voru tregir til að treysta því að S. í. F. gæti komið í veg fyrir að ísl. fiskur kæmi á markaði þeirra í umboðssölu og jafnframt að S. í, F. ekki neyddist til, vegna hinna miklu fiskbirgða á íslandi, og framboðs frá öðrum iöndum, áö selja fiskinn með lækkuðu verði þegar kæmi fram á haustið, einkum ef verðið á fiskinum yrði hækkað þegar, en verðlækkun, bæði beint, og óbeint gegnum umboðssölu, fyrirsjáanlegt tap fyrir þá, ef þeir keyptu fiskinn á föstu verði. Hræðsla þeirra stafaði ekki af því að þeir vantreystu fram- kvæmdarstjórn S. í. F. til þess að vinna að því takmarki að stöðva umboðssölu og smá- hækka verðið á ísl. fiski, því forstjórar S. í. F, voru allir vel- þektir viðskiftamenn margra inn- flytjendanna, en þeir óttuðust auk þess sem áður er sagt, að fjárskortur ísl. banka kynni að valda því að íslendingar neydd- ust til að selja eitthvað af hin- um óvenju miklu fiskbirgðum með Iækkuðu verði eða í um- boðssölu, því sjáanlegt var þá þegar, að framleiðslan var meiri en svo að markaðir okkar gætu tekið á móti, og að fiskbirgðirnar við næstu áramót (1932—’33) hlytu að verða óhemju miklar. Af þessum ástæðum varð það líka svo, að allmargir þeirra sem áður höfðu keypt ísl. fisk, og nú höfðu haft hann í umboðssölu, vildu ekki taka þá áhættu að kaupa af S. í. F., og þá sízt með hækk- uðu verði. Að það samt sem áður tókst að fá allmarga innflytjendur til þess að kaupa fisk af S. í. F. þá þegar, og það með verðhækkun sem nam 5—8 kr. á skippund var vitanlega vegna þess að hinir ísl. útflytjendur, sem nú voru I stjórn S. í. F., höfðu gömut og traust sambönd við marga innflytjendur 5 markaðslöndunum, og höfðu áunnið sér traust þeirra við margra ára viðskifti. Með aðstoð bankanna gat S. í. F. haldið fast við áform sitt, að stöðva algerlega umboðssöluna og smáhækka verðið, eftirþvf sem markaöurinn frekast leyfði á hverjum stað, og þar með snúið umboðssölu og þar af leiðandi verðfalli í fastar söluí og verð- hækkun, semnam miljónum króna fyrir þjóðarbúið, eingöngu á árinu 1932. Aðrir útflytjendur en þeir sem gengu í S. í. F, og þá einkum hin erlendu íirmu, sem störfuðu hér á landi, snerust gegn sam- tökum fiskeigenda (S. í. F.) og tókst þeim í byrjun að telja all- marga innflytjendur í markaðs- löndunum frá viðskiftum við S. í. F. En þegar þessir innflytjendur eða kaupendur ísl. fiskjar, sáu að viðskifti S. í. F. voru áhættu- minni fyrir þá en áður hafði ver- ið fjölgaði þeim brátt sem kusu að eiga fiskkaup við S. í. F. Hag- ur ísl. fiskframleiðenda og inn- flytjandans í markaðslöndunum er sameiginlegur. Báðir hagnast þelr á verðhækkun. Innflytjand- ínn á þeim birgðum, sem hann liggur með þegar verðhækkunin verður, og fiskeigandinn hér á því sem hann á óselt. Á sama hátt er umboðssala og verðlækk- un tap fyrir báða. Með því að stöðva umboðssöluna var stærstu áhættu hinna erlendu kaupenda rutt úr vegi. Nálega ekkert af framleiðslu ársins 1932 var selt eða afskipað í júlf, þegar S. í. F. var stofnað. Fiskbirgðir voru óhemjumiklar, bæði af Spánar- og Ítalíu-fiski, og engin leið að þessir markaðir gætu tekið nándar nærri alla framleiðsluna. Varð því að leggja kapp á að fá stóraukin viðskifti í Portugal. Reykjavík, sem ein hafði þurkhús sem um munaði, varð því að verka mikið af Spán- arfiski, og fleiri þúsund skippund af Labradorfiski, til Portugal. Salan til Portugal tvöfaldaðist. S. í. F. gat fullnægt þeim kröf- um, sem til þess hafði verið gert, bæði af fiskeigendum og kaup- endum, að smáhækka verðið, og forðast umboðssölu. Fiskinnflytj- endum, sem skiftu við S. í. F., fjölgaði stöðugt, þó nokkrir stæðu utan við og reyndu að spilla fyrir þessum samtökum íslenzkra fisk- framleiðenda. Þessir erlendu menn, sem voru meðal hinna stærstu fiskikaupmanna, vildu njóta aukahlunninda hjá S. í. F. Þessi hlunnindi mátti S. í. F. ekki veita, en varð að halda fast við að selja öllum við sama verði, og á þann hátt ná til sem allra flestra kaupenda. S. í. F. hélt fast við þetta princip. Árið 1933. Á Spáni gekk sala fiskjarins svo vel, að aldrei hefir verið selt eins mikið þangað og það ár. Allir kaupendur, sein áður höfðu keypt ísl. fisk, skiftu nú við S. 1. F. Var almenn ánægja þeirra með S. í. F., einkum vegna þess að umboðssaian hafði verið útilok- uð, og S. í. F. freistaðist ekki tií að selja með lækkuðu verði, þrátt fyrir óhemjumiklar birgðir hér. En hvorttveggja þetta dróg úr áhættu innflytjenda. Sama gengdi um Portugai og jókst salan þangað mjög mikið. Alt erfiðara var með Ítalíu. Þar höfðu náiega allir fiskinnflytjend- ur myndað félagsskap til þess að kaupa inn allan saltfisk. Utanvið þennan félagsskap stóð einn stærsti innflytjandinn, Gismondi. Heimtaði hann að fá sérstöðu hjá S. í. F., lægra verð, og ein- göngu fisk frá þeim stöðum á íslandi sem hann kysi. Félag hinna ítölsku innfíyíienda hótaði að hætta alveg viðskiftum við S. í. F., ef Gismondi fengi fisk með lægra verði eða betri skilmálum en þeir. Gismondi var ófáanleg- ur til þess að ganga í íélagsskap innflytjenda, og hótaði að kaupa ódýrari fisk frá öðrum löndum, NewFoundland og Noregi, efS. í. F. ekki gengi að þeim kröfum, sem hann setti. Gismondi hafði haft um 20% af innflutningi ísl. fiskjar, en hinir um 80°/e. Til þess að forða verðfalli og markaðstapi við innflutning ódýr- ari fiskjar frá öðrum löndum varð að leysa þennan hnút. Það hlaut að verða léttara og ódýrara að semja við Gismondi, en hina, sem voru um 20 að tölu í föstum félagsskap. Ódýrari fiskur frá öðrum löndum hlaut að minka

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.