Vesturland

Árgangur

Vesturland - 15.02.1947, Blaðsíða 4

Vesturland - 15.02.1947, Blaðsíða 4
4 VESTURLAND KVENFÉLAGIÐ OSK 40 ARA. Litið yfir farinn veg. Ræða frú Bergþóru Arnadóttur. Frú Bergþóra Árnadóttir, sem verið hefur ritari Kvenfélagsins Ösk í meira en tvo áratugi, hefur gefið samþykki sitt til þess, að Vesturland birti eftirfar- andi ræðu, er hún flutti á afmælisfagnaði félagsins þann 6. þ. m. I ræðu frúarinnar er í helztu atriðum rakin starf- semi félagsins þau 40 ár, sem liðin eru frá stofnun þess og fram til þessa. Háttuirtu gestir. Kæru heiðursfélagar. Góðar félagskonur. Við erum hér saman komin í kvöld til að minnast þess að Kvenfélagið Ösk er 40 ára í dag. Þykir það því til hlýða að staldra ögn við, líta yfir far- inn veg og rifja upp í fáum orðum eitthvað af þvi, sem á dagana hefur drifið. Hefur það íallið i minn hlut, að sýna viðleitni í því efni. Tildrögin til þess, að Kven- félagið Ósk var stofnað, voru þau, að frú Camilla Torfason, sem þá var bæjarfógetafrú hér í hænum, kvaddi á sinn fund nokkrar konur, til að ræða við þær um á hvern hátt þær gætu glatt fátæk börn í bænum, þá um jólin (1906). Þessum konum kom saman um að gleðja hörnin með jóla- tré og góðgerðum, en jólatré var í þá daga sjaldgæft fyrir- hrigði. — Og hér var þá heldur enginn félagsskapur kvenna. Það var þess vegna nýlunda á ferð lijá þessum fámenna hóp, sem gekkst fyrir að gleðja hörnin. Þetta gekk allt vel, og kon- urnar höfðu ánægju og gleði af samstarfinu fyrir þetta góða málefni, og þær sögðu sem svo, að gaman væri, ef við gæt- um haldið hópinn og reynt i félagi að láta eitthvað gott af okkur leiða hér í bænum í framtíðinni. ■ Þetta voru tildrögin til þess að kvenfélagið Ósk var stofn- að, miðvikudaginn 6. fehrúar 1907, í húsi því í Hrannargötu, sem Húsmæðraskólinn var i áður, en sem í daglegu tali er stundum kallað Glasgow, en var þá heimili frú Sigrúnar Tómasdóttur, systur frú Helgu Tómasdóttur og Jónasar Tóm- assonar söngstjóra. Aðalforgöngukonan var eins og áður er sagt, frú Cam- illa Torfason, Stefánsdóttir, Bjarnasonar sýslumanns. Var hún fyrsti formaður félagsins og lífið og sálin í þessum fé- lagsskap meðan hennar naut við hér í bænum. Frú Camilla var menntuð kona, gáfuð og stjórnsöm, og vann að áhuga- málum sínum í l'élaginu með dugnaði og festu. Formaður var luin til 1913. Flutti um þær mundir burt úr bænum, en bar jafnan hlýjan hug til félagsins, þótt fjarri væri hún upp frá því. Mun Kvenfélagið Ósk ávallt geyma minningu hennar, aðal- stofnandans, með virðingu og þökk. Þetta félag olckar lagði ekki tilgangslaust út í lífið. Lög voru því sett, og til- gangurinn strax í upphafi á- kveðinn þessi: Tilgangur félagsins er: að efla samúð og samvinnu meðal félaganna, styðja að öllu því er til ánægju og þrifa lýtur fyrir bæjarhúa, glæða félags- líf þeirra og hafa örfandi og menntandi áhrif á æskulýðinn, einkum stúlkurnar. Þetta er sk>rr og góður tilgangur, en svo kemur spurningin um það, hvernig hefur svo tekist að framfylgja þessum tilgangi? Höfum við gleymt honum, eða sjmt viðleitni i rétta átt? Hljóta þá 4 spurningar að koma til greina: 1. Hvernig er með sarnúð og samvinnu ? 2. Höfum við gert nokkuð til ánægju og þrifa? 3. Eða glætt félagslífið að einhverju leyti? 4. Og höfum við haft mennt- andi áhrif á stúlkurnar? Samúð og samvinna. Þessi 2 hugtök eru þær máttarstoðir, sem hverju félagi eru lífsnauð- synlegar, því —„ef samúð og samvinnu brestur, er sundr- ung og ófriður vís“, -—eins og þar stendur, — en „ef leið- umst á skeiðvelli lífsins, þá leiðir oss gæfunnar dís“, og því aðeins erum við hér í kvöld, að gæfunnar dís hefur leitt okkur gegn um árin fram h j á sundrungar nibbunum, sem svo mikið er til af í dag- lega lífinu, og við vonum að gæfunnar dís leiði okkur á hrautum samúðar og samvinnu hér eftir sem hingað til. önnur spurningin. Höfum við gert nokkuð til ánægju og þrifa? I því sambandi má minnast á margvíslegan stuðn- ing, sem félagið hefur lagt til cins og annars, sem hér hefur verið á döfinni í bænum. Þessu til áréttingar, — svo eitthvað sé nefnt, má nefna það lið- sinni, sem félagið á ýmsan hátt veitti, — ásamt öðrum félög- um í bænum, þegar að Skógar- brautin var lögð, fyrir fram- tak félaga í hænum. Vitanlega stóðum við ekki með hjökkur í hönd, en höndin var útrétt samt, og sú samvinna hefur aukið ánægju Isfirðinga marg- an daginn. Það ættum við að kunna að meta, sem vissum, hvað var að komast þarna yf- ir veglausa móana með alls konar föggur, eins og oft kom fyrir að þurfti að gera. En fyrst ég nem staðar við Skógarbrautina, verður mér litið inn eftir dálnum, á skóg- argirðinguna, sem þar er, þá minnist ég þess, að gamla Ósk lét girða og grisja þennan hlett, sem friðland, og hafði eignar- og umráðarétt á honum í 25 ár. En til þess að enn betur yrði gert, afsalaði félagið eignar- og umráðaréttinum á þessum tilraunabletti Isafj arðarkaup- stað árið 1935. Undir þessum lið má lika minnast á margvíslegan stuðn- ing, sem félagið veitti, þegar „þjóðhátíðin“ var dagur, sem allir bæjarbúar sameinuðu sig um, var í hávegum höfð, var dagur sem fólkið lilakkaði til, og allir voru önnum kafnir við að gera sem bezt úr garði. En eins og fleira hefur nú „þjóð- hátíðin“ breytt um' svip og margbreytni, annir og hraði nútímans, gert hana að of hversdagslegum degi. Ágóðanum af þessum sam- eiginlegu hátíðarhöldum var í nokkur ár varið til kaupa á á- höldum .og innanstokksmun- um fyrir sjúkrahúsið, sem þá var verið að koma hér upp. Þá tel, ég þann skerf, sem Kvenfélagið Ósk lagði til leik- starfsemi hér í hænum á fyrri árum áður en Leikfélagið tók til starfa hafa verið bæjarbú- um til ánægju og glætt félags- lífið. En þá voru það Kvenfé- lögin Ósk og Hlíf og stúkurnar, sem héldu uppi lcikstarfsemi í bænum, stundum með all- miklum myudarbrag. Eitt stykkið var t. d. leikið 13 sinn- um, fyrir fullu húsi, og þótti gott í þá daga. — Þessi sám- vinna félaganna var kölluð „sambandið", eins ög eldri Is- firðingar múna. Já — við áttum að stgðja að því, sem miðaði til ánægju og þrifa fyrir bæjarhúa, i því sambandi má geta þess að við höfum munað eftir Blómagarð- inum, og ég vona, að Ósk muni, — þótt seinna sé, enn betur eftir honum, hann á það svo ærlega skilið, því fátt af því sem gert hefur verið liér i bænum miðar frekar til á- nægju og þrifa, í þeirri merk- ingu sem það nú er, — að ó- gleymdri Sundhöllinni, sem félagið hefur líka lagt til skerf, eftir sinni getu. Fleira mætti nefna, sem fé- lagið hefur liðsinnt svo sem: Dagheimilissj óð, Röntgensj óð Sjúkrahússins o. fl. Nú, — og þegar mál hafa kallað, sem miða að þjóðar- heill, eins og Eimskipafélagið á sínum tíma, Stofnlánadeild sjávarútvegsins, og hvað hæ- inn snertir, Rafveitumálið, höf- um við reynt að láta okkar korn vera með að fylla mælir- inn. Fleira mætti nefna, þótt ekki verði það gert hér, sem sýnt gæti, að Kvenfélagið Ósk hefur liðsinnt ýmsum framfaramál- um, eftir sinni getu. Þá komum við að því, hvort við höfum haft menntandi á- hrif á stúlkurnar. Þeirri spurn- ingu svara ég hiklaust játandi. Eitt af fyrstu verkefnum fé- lagsins, var að koma hér upp saumaskóla, fyrir fátæk stúlkubörn, og dætur félags- kvenna, á aldrinum 8—14 ára, 3 mánuði að sumrinu, 2 tíma á dag 5 sinnum í viku, og kenndu félagskonur þar til skiptis. Má sjá í fundargjörð frá 1908, að

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.