Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1952, Blaðsíða 5

Vesturland - 24.12.1952, Blaðsíða 5
VESTURLAND 5 SÉRA ÞORBERGUR KRISTJANSSON: Jólalragleiding* „Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum, því að yður er í dag frelsar fæddur“. (Lúk. 2,10-11). Fyrir meira en 19 öldum kom boð til manna, boð, sem menn hlutu að veita eftirtekt og taka tillit til, því að boðið kom frá einum voldugasta þjóðhöfðingja þátíðarinnar, sjálfum Ágúst- usi keisara. — Og enn koma boð til mannanna, menn taka þeim misjafnlega, eftir því frá hverjum þau eru og eftir því hvert efni boðsins er. Og nú um þessar mundir kemur enn boð til vor. Það hefir komið til vor áður, og vér höfum tekið því á ýmsa vegu, en ávallt höfum vér þó hlotið að taka nokkuð tillit til þess, enda er þetta boð — boðskapur jólanna — frá þeim, sem öllum jarðneskum konungum og valdhöfum er æðri, það er frá Guði sjálfum. — Og hversu undursamlegt er ekki inntak þessa boðs: Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum, því að yður er í dag frelsari fæddur. — Um aldaraðir hefir þetta boð komið til mannanna í búningi hins heilaga jólaguðspjalls. — Allt frá því er vér vorum böm höfum vér á jólunum heyrt þessa látlausu en óviðjafnanlegu sögu. — Ýmist á kyrrlári hátíðarstund í heimahúsum eða ljósum prýddri kirkju. Og ávallt hefir þessi gamla frásaga orkað á hugi vora á sama veg, — vér höfum orðið meira eða minna gagnteknir lotningu og tilbeiðslu, — hið lága hefir færst fjær, en hið helga og háa aftur nær. Já, boð jólanna orkar þannig á hugi vora, að oss reynist oft torvelt að tjá í orðum það, sem inni fyrir býr. — Skáldin fá að jafnaði betur tjáð hug sinn en aðrir menn, og þau hafa mörg lýst því, hvernig boð jólanna orkaði á hug þeirra, á svo ljósan og snilldarlegan hátt, að allir fá notið þess, og margar ómetan- legar myndir af þessu tagi hafa þau gefið oss, — og þær eru oss svo kærar, einmitt vegna þess að allir eigum vér í fómm okkar myndir, sem í eðli sínu eru þeim næsta líkar, þótt hver um sig sé með sinni sérstöku umgjörð. Slíkar hugarmyndir eða minningar eru oss dýrmætur fjár- sjóður, — já mundu ekki slíkar hugarmyndir oft vera þau leiðarljós, er vér getum glögglegast áttað oss á, er vér vill- umst af réttri leið, eins og svo oft kemur fyrir oss flesta. — Og þegar á móti blæs og erfiðlega gengur, þegar að oss andar köldu frá samferðamönnum vomm, þá er oft gott að geta ornað sér við hlýjan arin bjartra og hreinna minninga. — Og af öllum slíkum minningum, munu oss flestum jólaminningarn- ar dýrmætastar, því að jólin og minningarnar um liðin jól — bernskujólin heima — slá á dýpstu strengi tilfinninga lífs vors og laða fram úr fylgsnum hugans allt hið barnslegasta, fegursta og bezta, sem með oss býr. „Þótt allir knerrir berist fram á bámm til brots við eina og sömu klettaströnd, ein minning fylgir mér frá yngstu árum, — þar er sem bliki á höfn við friðuð lönd. Ég man. Ein bæn var lesin lágt í támm við ljós, sem blakti gegnum vetrarhúmið. Og svo var strokið lokki af léttri hönd, sem litla kertið slökkti og signdi rúmið“. Svo mælir Einar Benediktsson, — og hversu margir gætum vér ekki gjört þessi orð að vomm, er vér látum hugann reika aftur í tímann. Já, jólin flytja oss ákveðið boð, — og þetta boð hefir þau áhrif á oss, að vér finnum venju fremur til löngunar til þess að láta gott af oss leiða, gleðja aðra, lýsa þeim, sem sitja í skugga. En í hverju er þá fólgin máttur þessa boðs, hvað gjörir Þorbergur Kristjánsson. það svo öflugt ogáhrifaríkt? Því verður naumast svarað nema á einn veg, það er vegna þess, að á bak við þetta boð eygjum vér persónu hans er sagði: „Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hver annan eins og ég hefi elskað yður“. Og á jólunum kemur hann til vor í mynd lítils ósjálfbjarga ungbams, þess- vegna er erfiðara þá en endra- nær að komast hjá því að ljúka upp. — Þeim sem horfzt hafa í augu við smásveininn, sem frá segir í jólaguðspjallinu, — þeim sem staðið hafa augliti til aug- litis við meistarann frá Nazaret. — þeim sem hafa skynjað dýrð Drottins ljóma umhverfis sig og hið innra með sér, — þeim finnst það ótrúlegt og óskiljanlegt, að til skuli vera menn, sem hafa átt þess kost að kynnast honum og hafa þó hafnað honum. Og þó er það staðreynd, sem vér megum aldrei gleyma, jafn- vel ekki á hinni helgu hátíð, er nú fer í hönd, því að e.t.v. er aldrei betra tækifæri en einmitt nú á jólunum til þess að opna augu slíkra manna, með því að reyna að fá þá til þess að krjúpa með oss við jötuna í Betlehem. Já það er staðreynd, sem hlýtur að varpa skugga á jólagleði kristinna manna, að auk þess sem þeim sjálfum er svo áfátt um margt, þá eru enn til menn, sem afneita Kristni með öllu og telja sig lítið eða ekkert hafa til hans að sækja, álíta jafnvel að lítt eða ekki sé leggjandi upp úr þeim frásögum, er vér eigum um Krist í Nýja Testamentinu. Það sé að mestu grillur og hug- arórar, er lítið erindi eigi til upplýstra manna 20. aldarinnar. Þeim mönnum, sem haldnir eru slíkri blindni höfum vér í raun- inni fáu að svara, vér getum aðeins beðið fyrir þeim, að augu þeirra mættu opnast. Aðrir ganga ekki svona langt, heldur játa, að Kristur hafi að vísu mikið að gefa heiminum, hann hafi ver- ið mikill siðameistari og spekingur, að boðskapur sá, er Kristur flutti mannkyninu, sé vissulega göfugri og háleitari en flestar eða allar aðrar kenningar, sem settar hafa verið fram á þess- ari jörð, og að þær mundu gjörbreyta öllum samskiptum mann- anna, gjöra mannlífið fegurra, bjartara og betra, væru þær teknar í alvöru og þeim framfylgt, en þeir vilja þó ekki viður- kenna, að Kristur hafi verið annars eðlis en aðrir spekingar þessa heims. En kristnir menn hljóta að fara feti framar. Þeir viðurkenna sjónarmið þessara manna að vissu marki, en þeir geta ekki numið staðar á sama stað og þeir, því að kristnir menn líta svo á, og hafa ávallt gjört, að í Kristi tjái Guð sig fyrir mönnunum með sérstökum hætti, — já á svo fullkominn hátt, að þar verði engu við jafnað. Þar verði ekki um bætt. — Þeir líta svo á, að í Kristi komi Guð til mannanna, bendi þeim á, hverja stefnu þeim beri að marka í lífi sínu, setji þeim markmið, sem þeim beri að keppa að og sýni þeim jafnframt, hvernig unnið sé að ná þessu marki. — Þeir líta svo á, að í Kristi eigi þeir hjarta föðursins og vilja, — að Guð hafi þannig opinberað sig til fulls, — ekki þannig að vér skiljum alla hans leyndardóma, en þann- ig, að vér vitum hver afstaða hans og hugur er til vor, að fra Guði getum vér einskis annars vænzt en þess, sem vér getum vænzt frá Kristi, að í honum hafi hinn Guðlegi kærleikur verið holdi klæddur hér á jörð. Slíkur var hann og er hann, sá er vér minnumst og fögnum á jólunum. Mættu þessi jól verða til þess að auka oss skilning á tign hans og mikilleik, — að vér gætum af hjarta, já af brennandi hjarta, tekið undir englasönginn: „Dýrð sé Guði í upphæðum", því að oss er frelsari fæddur. Ef oss veitist til þessa vizka og náð, þá veitast oss í sannleika

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.