Vesturland

Árgangur

Vesturland - 19.05.1953, Blaðsíða 1

Vesturland - 19.05.1953, Blaðsíða 1
Miklar verklegar framkvæmdir í Norður-ísafjarðarsýslu Hátt á aðra miljón króna veitt til marg- víslegra umbóta. Á fjárlögum ársins 1953 eru veittar um það bil 1,4 milj. kr. til vega-, brúar-, hafnargerða- og samgöngubóta á sjó í Norður-lsafjarðarsýslu. En auk þess mun verða unnið fyrir töluvert meira fé að þessum framkvæmdum og síma- lagningum í sýslunni á komandi sumri. Er því ekki ólíklegt að verklegar umbætur í héraðinu muni á sumrinu verða unnar fyrir hátt á aðra milj Mun það mál allra Norður-ísfirÖ- inga að þessar fjárveitingar og framkvæmdir séu fyrst og fremst árangur af ötulu starfi og baráttu þingmanns þeirra, Sigurðar Bjarna sonar frá Vigur, sem undanfarin ár hefur unnið að málum héraðsins af frábærum dugnaði og áhuga. Búmlega hálf milj. kr. til nýrra þjóðvega. Til nýrra þjóðvega í sýslunni er nú veitt rúmlega y2 milj. kr. Skipt- ist sú upphæð þannig: Ögurvegur 160 þús. kr. Vatns- fjarðarvegur 150 þús. kr. Fjarðar- vegur (frá Súðavík um Álftafjörð að Eyri í Seyðisfirði) 100 þús kr. Snæfjallastrandarvegur 40 þús. kr. Ármúlavegur 20 þús. kr. Jökul- fjarðarvegur 40 þús. kr. Samtals 510 þús. kr. kr. bryggjunum í Súðavík, Bolungar- vík og Bæjum á Snæfjallaströnd. Samgöngur á sjó. Þá er Djúpbátnum veittur 340 þús. kr. rekstrarstyrkur og enn- fremur veittar 50 þús. kr. vegna reksturshalla undanfarinna ára. Ber og til þess brýna nauðsyn, þar sem mestur hluti samgangna héraðsins verður enn þá að fara fram á sjó. Sími á flesta bæi. Þá er gert ráð fyrir að sími verði í sumar lagður á nokkra bæi í sýsl- unni, Gjörvidal í ísafirði og þá bæi norðan Staðarheiðar í Grunnavík- urhreppi, sem sími er ekki þegar kominn á. í haust má gera ráð fyr- ir að sími eða talstöðvar verði komnar á svo að segja hvem bæ í allri sýslunni. Er að því mikil bót og hægðarauki enda þótt síma- sambandið við Djúpið og fleiri byggðarlög hér á Vestfjörðum sé ekki eins fullkomið og æskilegt væri. Sjómannalesstofa. — Bætur vegna slyss. Þá var á síðasta þingi samþykkt tillaga frá Sigurði Bjarnasyni o.fl. um að veita 140 þús. kr. til bóta vegna hins hörmulega slyss, sem varð á Bolungarvíkurvegi sumarið 1951. Ennfremur eru í fjárlögum veittar 1200 kr. til sjómannales- stofu í Bolungarvík. Nokkrar smærri fjárveitingar og persónu- styrkir eru einnig veittar til Norð- ur-ísafjarðarsýslu á fjárlögum yf- irstandandi árs. Ánægjulegur skemmtifundur Sjálfstæðisfélaganna á ísafirði. Brúargerðir. Til brúargerða eru veittar 250 þús. kr., til brúar á ísafjarðará. Mun sú brú kosta a.m.k. 500 þús. kr. Er gert ráð fyrir að hún verði byggð næsta sumar. Ennfremur er ráðgert að byggja í sumar brú á Gilsá í Bolungarvík fyrir fé, sem veitt er til smábrúa. Hafnargerðir. Til hafnargerða og lendingarbóta eru veittar þessar fjárveitingar, samtals 175 þús. kr.: Til Bolungarvíkur 60 þús. kr. — Hnífsdals 10 — — — Súðavíkur 30 — — — Grunnavíkur 15 — — — Vatnsfjarðar 30 — — — Skálavíkur 10 — — — Melgraseyrar 20 — — Auk þessara f járveitinga er veitt fé úr hafnarbótasjóði til hafnar- framkvæmda og endurbóta á Á sunnudagskvöldið héldu Sjálf- stæðisfélögin á Isafirði skemmti- fund að Uppsölum. Fundurinn hófst með því að formaður F.u.s. Fylkir, Jón Páll Halldórsson, setti fundinn og stjórnaði honum. Sig- urður Jónsson söng einsöng við undirleik Ragnar H. Ragnar. Kjartan J. Jóhaunsson, læknir, flutti mjög snjalla i’æðu um ástand og horfur í stjómmálunum og ræddi einkum viðhorf Sjálfstæðis- manna til atvinnuframkvæmda á ísafirði. Hvatti hann Sjálfstæðis- fólk til þess að hefja öfluga sókn og hrinda af ísafirði áhrifum hins dáðlausa Alþýðuflokks. Höskuldur Skagfjörð, leikari, las upp kvæði og sögu. Ásberg Sigurðsson, formaður Sjálfstæðisfélags ísfirðinga, flutti ræðu og skýrði frá störfum síðasta landsfundar Sjálfstæðisflokksins og lýsti í stórum dráttum helztu ályktunum fundarins og sýndi fram á að Sjálfstæðisflokkurinn er í öruggri sókn, enda nýtur sjálf- stæðisstefnan sífellt vaxandi trausts meðal þjóðarinnar. Albert Karl Sanders söng gam- anvísur úr bæjarpólitíkinni við undirleik Finnbjarnar Finnbjörns- sonar. Matthías Bjaraason flutti því næst ræðu um forystu Sjálfstæðis- flokksins í þjóðmálum síðasta ára- tuginn og mælti að lokum nokkur hvatningarorð til fundarmanna. Hann bað fólk að Ainnast þess, að fyrsta skilyrði þess að sigra í kosningunum væri, að flokksmenn tryðu því að sigurinn væri fram- undan og berðust allir með festu og áræðni fyrir góðan málstað sjálfstæðisstefnuna. Sjálfstæðis- flokkurinn er flokkur frelsis og umbóta. Sigur hans mun tryggja íslenzku þjóðinni betri lífskjör. VFramboð Sjálfstæðis- flokksins. • Sjálfstæðisflokkurinn hefur á- kveðið framboð í Reykjavík og er framboðslistinn þannig skipaður: 1. Bjarni Benediktsson, ráð- herra. 2. Björn Ólafsson, ráðherra. 3. Jóhann Hafstein, alþingismaður. 4. Gunnar Thoroddsen, alþingis- maður. 5. Kristín Sigurðardóttir, alþingismaður. 6. Ólafur Björns- son, prófessor. 7. Guðbjartur ólafs- son, hafnsögumaður. 8. Friðleifur Friðriksson, vörubifreiðastjóri. 9. Helgi H. Eiríksson, bankastjóri. 10. Birgir Kjaran, hagfræðingur. 11. Auður Auðuns, lögfræðingur. 12. Kristján Sveinsson, augnlæknir. 13. Ragnheiður Helgadóttir, stud. jur. 14. Ólafur H. Jónsson, útgerð- armaður. 15. Hallgrímur Bene- diktsson, stórkaupmaður. 16. Sig- urður Kristjánsson, forstjóri. --------------O------- Efstur á lista Sjálf■ stæðismanna í Reykjavík. Bjarni Benediktsson, ráðherra. Að loknum fundi var stiginn dans. Ræðumönnum og skemmti- kröftum var afburðavel tekið og sátu um 200 manns fundinn. Er mikill baráttuhugur í Sjálf- stæðisfólki og er það ákveðið að gera sigur Kjartan J. Jóhannsson- ar sem glæsilegastan 28. júní n.k.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.